Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2018 11:50 Samræmdu prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Vísir/Getty Tekin verður ákvörðun um hvort samræmt próf í íslensku, sem mistókst í gær, verði lagt fyrir að nýju fyrir þá nemendur sem ekki náðu að ljúka því eða fellt niður. Niðurstaða mun fást í málið að loknum fundi menntamálaráðuneytisins og fulltrúa skólanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálstofnun. Í tilkynningu kemur fram að á fundi forstjóra Menntamálastofnunar með mennta- og menningarmálaráðherra í gær hafi verið ákveðið að ráðuneytið myndi boða fulltrúa skólastjóra, kennara, nemenda, foreldra og sveitarfélaga til fundar þar sem farið verður yfir stöðuna eftir íslenskuprófið. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort íslenskupróf verður lagt fyrir að nýju fyrir þá nemendur sem ekki náðu að ljúka því eða prófið fellt niður, að því er segir í tilkynningu. Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. Í flestum grunnskólum hófst próftaka á tímabilinu átta til níu í morgun en nemendur hefja próftöku allt fram til klukkan ellefu. Alls þreyta um 4.300 nemendur prófið. Fulltrúar þjónustuaðila prófakerfisins voru með sérstaka vakt vegna fyrirlagnarinnar og sáu til þess að tölvuþjónar réðu við álagið. Þær ráðstafanir dugðu til þannig að ekki komu upp samskonar vandamál og í gær sem urðu til þess að hætta varð fyrirlögn samræmds prófs í íslensku. Í nokkrum skólum komu upp einstaka tæknileg vandamál sem starfsmenn Menntamálastofnunar hafa unnið að lausn á í samstarfi við skólana. Eins og greint var frá í gær gat meirihluta nemenda ekki lokið samræmdu prófi í íslensku í gær vegna tæknilegra örðugleika sem komu upp með netþjón prófsins sem staðsettur er í Evrópu. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Tekin verður ákvörðun um hvort samræmt próf í íslensku, sem mistókst í gær, verði lagt fyrir að nýju fyrir þá nemendur sem ekki náðu að ljúka því eða fellt niður. Niðurstaða mun fást í málið að loknum fundi menntamálaráðuneytisins og fulltrúa skólanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálstofnun. Í tilkynningu kemur fram að á fundi forstjóra Menntamálastofnunar með mennta- og menningarmálaráðherra í gær hafi verið ákveðið að ráðuneytið myndi boða fulltrúa skólastjóra, kennara, nemenda, foreldra og sveitarfélaga til fundar þar sem farið verður yfir stöðuna eftir íslenskuprófið. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort íslenskupróf verður lagt fyrir að nýju fyrir þá nemendur sem ekki náðu að ljúka því eða prófið fellt niður, að því er segir í tilkynningu. Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. Í flestum grunnskólum hófst próftaka á tímabilinu átta til níu í morgun en nemendur hefja próftöku allt fram til klukkan ellefu. Alls þreyta um 4.300 nemendur prófið. Fulltrúar þjónustuaðila prófakerfisins voru með sérstaka vakt vegna fyrirlagnarinnar og sáu til þess að tölvuþjónar réðu við álagið. Þær ráðstafanir dugðu til þannig að ekki komu upp samskonar vandamál og í gær sem urðu til þess að hætta varð fyrirlögn samræmds prófs í íslensku. Í nokkrum skólum komu upp einstaka tæknileg vandamál sem starfsmenn Menntamálastofnunar hafa unnið að lausn á í samstarfi við skólana. Eins og greint var frá í gær gat meirihluta nemenda ekki lokið samræmdu prófi í íslensku í gær vegna tæknilegra örðugleika sem komu upp með netþjón prófsins sem staðsettur er í Evrópu.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent