Nú segist Till vilja berjast við Dos Anjos í Brasilíu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2018 12:00 Till er hér að þjarma að Cowboy Cerrone. vísir/getty Englendingurinn Darren Till er augljóslega ekki með það efst á óskalistanum sínum að berjast við Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagst hafa áhuga á að berjast við okkar mann. Till gat ekki barist við Gunnar í London í þessum mánuði vegna meiðsla en er búinn að ná sér og farinn að æfa af fullum krafti. Því var rætt um að setja á bardaga hjá honum gegn Gunnari í lok maí. Þá er líklega bardagakvöld í Dublin. Till sagði að Gunnar kæmi vel til greina sem andstæðingur en hann hefur samt lengi verið með Stehpen „Wonderboy“ Thompson efstan á sínum óskalista. Nú hefur Till boðist til þess að mæta Brasilíumanninum Rafael dos Anjos á UFC 224 sem fer fram þann 12. maí í Rio de Janeiro. Till kann vel við sig í Brasilíu eftir að hafa búið þar lengi og þar á hann líka dóttur. „Það væri skemmtilegt. Hann er vinsæll þarna og ég bjó í Brasilíu, á aðdáendur þar og tala tungumálið. Ég held að sá bardagi myndi selja vel ef hann er tilbúinn. Ég veit að hann er að bíða eftir Tyron Woodley en það lítur ekki út fyrir að Woodley ætli að berjast aftur,“ sagði Till. Ef Brasilía gengur ekki upp er Till spenntur fyrir því að sýna sig í Bandaríkjunum. Þá í bardaga gegn Thompson, Kamaru Usman eða augnapotaranum Santiago Ponzinibbio. Bardagi gegn Gunnari í Dublin er því augljóslega ekki efstur á óskalistanum. MMA Tengdar fréttir Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Gunnar: Menn eru tregir til þess að berjast Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið. 1. febrúar 2018 19:30 Till vill dansa við Gunnar í Dublin Það lítur út fyrir að UFC ætli að vera með bardagakvöld í Dublin þann 27. maí næstkomandi og Darren Till segist vera til í að berjast við Gunnar Nelson á því kvöldi. 26. febrúar 2018 15:00 Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Englendingurinn Darren Till er augljóslega ekki með það efst á óskalistanum sínum að berjast við Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagst hafa áhuga á að berjast við okkar mann. Till gat ekki barist við Gunnar í London í þessum mánuði vegna meiðsla en er búinn að ná sér og farinn að æfa af fullum krafti. Því var rætt um að setja á bardaga hjá honum gegn Gunnari í lok maí. Þá er líklega bardagakvöld í Dublin. Till sagði að Gunnar kæmi vel til greina sem andstæðingur en hann hefur samt lengi verið með Stehpen „Wonderboy“ Thompson efstan á sínum óskalista. Nú hefur Till boðist til þess að mæta Brasilíumanninum Rafael dos Anjos á UFC 224 sem fer fram þann 12. maí í Rio de Janeiro. Till kann vel við sig í Brasilíu eftir að hafa búið þar lengi og þar á hann líka dóttur. „Það væri skemmtilegt. Hann er vinsæll þarna og ég bjó í Brasilíu, á aðdáendur þar og tala tungumálið. Ég held að sá bardagi myndi selja vel ef hann er tilbúinn. Ég veit að hann er að bíða eftir Tyron Woodley en það lítur ekki út fyrir að Woodley ætli að berjast aftur,“ sagði Till. Ef Brasilía gengur ekki upp er Till spenntur fyrir því að sýna sig í Bandaríkjunum. Þá í bardaga gegn Thompson, Kamaru Usman eða augnapotaranum Santiago Ponzinibbio. Bardagi gegn Gunnari í Dublin er því augljóslega ekki efstur á óskalistanum.
MMA Tengdar fréttir Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Gunnar: Menn eru tregir til þess að berjast Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið. 1. febrúar 2018 19:30 Till vill dansa við Gunnar í Dublin Það lítur út fyrir að UFC ætli að vera með bardagakvöld í Dublin þann 27. maí næstkomandi og Darren Till segist vera til í að berjast við Gunnar Nelson á því kvöldi. 26. febrúar 2018 15:00 Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30
Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25
Gunnar: Menn eru tregir til þess að berjast Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið. 1. febrúar 2018 19:30
Till vill dansa við Gunnar í Dublin Það lítur út fyrir að UFC ætli að vera með bardagakvöld í Dublin þann 27. maí næstkomandi og Darren Till segist vera til í að berjast við Gunnar Nelson á því kvöldi. 26. febrúar 2018 15:00
Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45