Stelpurnar okkar taplausar í þremur leikjum á móti bestu liðum Evrópu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2018 10:00 Stelpurnar okkar tóku níunda sætið. vísir Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins geta verið sáttir með eigin frammistöðu á Algarve-mótinu sem lauk í gær. Þá vann Ísland Danmörku í vítaspyrnukeppni, 5-4, eftir að staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Sanne Troelsgaard-Nielsen kom Dönum yfir á 63. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Hlín Eiríksdóttir metin með skalla eftir hornspyrnu Hallberu Gísladóttur. Þetta var fyrsta mark Hlínar í fimmta landsleiknum. Hlín er aðeins 17 ára og er fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til að skora fyrir íslenskt A-landslið í fótbolta. „Leikurinn var spilaður við mjög erfiðar. Það var grenjandi rigning allan tímann, völlurinn þungur og bauð ekki upp á mikinn fótbolta. Við lögðum upp með að vera sterkar í slagsmálunum og reyna að fara fram völlinn með fáum sendingum,“ sagði Ásmundur Haraldsson í samtali við Fréttablaðið eftir leik. Hann stýrði íslenska liðinu í fjarveru Freys Alexanderssonar. Ísland mætti Danmörku í fyrsta leiknum á mótinu og honum lyktaði með markalausu jafntefli. Sömu úrslit urðu í leik Íslands og Hollands á mánudaginn. Íslenska liðið var því ósigrað í þremur leikjum gegn liðunum sem léku til úrslita á EM á síðasta ári. „Við vorum búnar að mæta þeim áður og vissum nokkurn veginn hvernig þær myndu spila. Stelpurnar leystu það sem við lögðum upp með. Við pressuðum á þær, lokuðum svæðunum inni á miðjunni og sóttum hratt,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið var ógnandi í hornspyrnum og í fyrri hálfleik átti Sara Björk Gunnarsdóttir skalla í stöng. Jöfnunarmarkið kom svo eftir hornspyrnu eins og áður sagði. „Þetta var frábært mark. Hlín stangaði boltann í netið eftir frábæra hornspyrnu Hallberu,“ sagði Ásmundur. Hann segir að frammistaða Hlínar sé einn af ljósustu punktunum við Algarve-mótið í ár. „Hún var sultuslök með þetta allt. Hún leggur sig gríðarlega mikið fram og það gerist alltaf eitthvað þegar hún fær boltann. Hún heldur boltanum mjög vel og hefur komið gríðarlega sterk inn. Hún átti skilið að skora þetta mark.“ Að sögn Ásmundar var íslenska liðið ekki búið að undirbúa sig fyrir vítakeppnina. „Við óskuðum eftir spyrnumönnum og stelpurnar stigu fram og kláruðu þetta bara sjálfar,“ sagði Ásmundur. Ingibjörg Sigurðardóttir, Rakel Hönnudóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir skoruðu úr spyrnum Íslands og Sonný Lára Þráinsdóttir varði eina spyrnu Dana. Íslenski boltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins geta verið sáttir með eigin frammistöðu á Algarve-mótinu sem lauk í gær. Þá vann Ísland Danmörku í vítaspyrnukeppni, 5-4, eftir að staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Sanne Troelsgaard-Nielsen kom Dönum yfir á 63. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Hlín Eiríksdóttir metin með skalla eftir hornspyrnu Hallberu Gísladóttur. Þetta var fyrsta mark Hlínar í fimmta landsleiknum. Hlín er aðeins 17 ára og er fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til að skora fyrir íslenskt A-landslið í fótbolta. „Leikurinn var spilaður við mjög erfiðar. Það var grenjandi rigning allan tímann, völlurinn þungur og bauð ekki upp á mikinn fótbolta. Við lögðum upp með að vera sterkar í slagsmálunum og reyna að fara fram völlinn með fáum sendingum,“ sagði Ásmundur Haraldsson í samtali við Fréttablaðið eftir leik. Hann stýrði íslenska liðinu í fjarveru Freys Alexanderssonar. Ísland mætti Danmörku í fyrsta leiknum á mótinu og honum lyktaði með markalausu jafntefli. Sömu úrslit urðu í leik Íslands og Hollands á mánudaginn. Íslenska liðið var því ósigrað í þremur leikjum gegn liðunum sem léku til úrslita á EM á síðasta ári. „Við vorum búnar að mæta þeim áður og vissum nokkurn veginn hvernig þær myndu spila. Stelpurnar leystu það sem við lögðum upp með. Við pressuðum á þær, lokuðum svæðunum inni á miðjunni og sóttum hratt,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið var ógnandi í hornspyrnum og í fyrri hálfleik átti Sara Björk Gunnarsdóttir skalla í stöng. Jöfnunarmarkið kom svo eftir hornspyrnu eins og áður sagði. „Þetta var frábært mark. Hlín stangaði boltann í netið eftir frábæra hornspyrnu Hallberu,“ sagði Ásmundur. Hann segir að frammistaða Hlínar sé einn af ljósustu punktunum við Algarve-mótið í ár. „Hún var sultuslök með þetta allt. Hún leggur sig gríðarlega mikið fram og það gerist alltaf eitthvað þegar hún fær boltann. Hún heldur boltanum mjög vel og hefur komið gríðarlega sterk inn. Hún átti skilið að skora þetta mark.“ Að sögn Ásmundar var íslenska liðið ekki búið að undirbúa sig fyrir vítakeppnina. „Við óskuðum eftir spyrnumönnum og stelpurnar stigu fram og kláruðu þetta bara sjálfar,“ sagði Ásmundur. Ingibjörg Sigurðardóttir, Rakel Hönnudóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir skoruðu úr spyrnum Íslands og Sonný Lára Þráinsdóttir varði eina spyrnu Dana.
Íslenski boltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira