Segir ríkisstjórn Trump í stríði við Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2018 23:22 Frá mótmælum í Kaliforníu í dag gegn Jeff Sessions. Vísir/AFP Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, segir Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Donald Trump, forseta, vera í stríði við ríkið. Hann kallaði Sessions í kvöld lygara og sagði fordæmalaust að dómsmálaráðherra hagaði sér eins og fréttastofa Fox en ekki opinber embættismaður. Brown sagði tilgang „stríðs“ Sessions við Kaliforníu vera að friða Donald Trump sem hefur ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega og hæðst að honum. Dómsmálaráðuneytið hefur höfðað mál gegn Kaliforníu vegna innflytjendalaga ríkisins og tilrauna þess til að koma í veg fyrir að fjöldi innflytjenda verði rekinn úr landi. Sessions hélt því fram í dag að umrædd lög Kaliforníu væru ekki lögmæt samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna og að embættismenn ríkisins væru að stofna öryggi löggæslumanna í hættu. Brown sagði Sessions ljúga og krafðist þess að hann bæðist afsökunar á ummælum sínum. Hann sagði milljónir íbúa Kaliforníu í raun vera þar ólöglega og margir hefðu verið þar í fjölda ára. Hann sagði þetta fólk halda efnahagi ríkisins uppi. Ef Kalifornía væri sjálfstætt ríki var hagkerfi þess það sjötta stærsta í heiminum. Auk Brown ræddi Javier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, við blaðamenn í dag.Sessions nefndi sér til stuðnings að Libby Schaaf, borgarstjóri Oakland, hefði í síðasta mánuði varað íbúa borgarinnar við því að starfsmenn innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, ætluðu sér að grípa til aðgerða í Oakland. Hún sagði það siðferðislega skyldu sína. Nokkrum dögum seinna tilkynnti ICE að rúmlega 150 ólöglegir innflytjendur hefðu verið handteknir á svæðinu. Sessions sagði skilaboð sín til Schaaf vera skýr. „Hvernig dirfist þú. Hvernig dirfist þú að ógna öryggi löggæslumanna til að ýta undir öfgafulla stefnu þína um opin landamæri.“ Schaaf svaraði Sessions samkvæmt AP og sakaði hann um að rífa sundur fjölskyldur og bjaga sannleikann um fækkun glæpa í borgum eins og Oakland þar sem mikið væri um innflytjendur. „Hvernig dirfist þú að rægja samfélag okkar og nota hræðsluáróður til að fá almenning til að trúa því að ólöglegir innflytjendur séu stórhættulegir glæpamenn.“ Lögin sem deilurnar snúa að voru sett á til að gera yfirvöldum erfiðara að reka ólöglega innflytjendur úr landi. Þau fela meðal annars í sér að vinnuveitendur mega ekki hleypa löggæslumönnum ICE inn á vinnustaði án réttarheimildar. Embættismenn segja lögin auka öryggi með því að byggja upp traust á milli samfélaga innflytjenda og lögreglunnar og að lögregluþjónar geti varið tíma sínum í önnur alvarlegri málefni. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, segir Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Donald Trump, forseta, vera í stríði við ríkið. Hann kallaði Sessions í kvöld lygara og sagði fordæmalaust að dómsmálaráðherra hagaði sér eins og fréttastofa Fox en ekki opinber embættismaður. Brown sagði tilgang „stríðs“ Sessions við Kaliforníu vera að friða Donald Trump sem hefur ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega og hæðst að honum. Dómsmálaráðuneytið hefur höfðað mál gegn Kaliforníu vegna innflytjendalaga ríkisins og tilrauna þess til að koma í veg fyrir að fjöldi innflytjenda verði rekinn úr landi. Sessions hélt því fram í dag að umrædd lög Kaliforníu væru ekki lögmæt samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna og að embættismenn ríkisins væru að stofna öryggi löggæslumanna í hættu. Brown sagði Sessions ljúga og krafðist þess að hann bæðist afsökunar á ummælum sínum. Hann sagði milljónir íbúa Kaliforníu í raun vera þar ólöglega og margir hefðu verið þar í fjölda ára. Hann sagði þetta fólk halda efnahagi ríkisins uppi. Ef Kalifornía væri sjálfstætt ríki var hagkerfi þess það sjötta stærsta í heiminum. Auk Brown ræddi Javier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, við blaðamenn í dag.Sessions nefndi sér til stuðnings að Libby Schaaf, borgarstjóri Oakland, hefði í síðasta mánuði varað íbúa borgarinnar við því að starfsmenn innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, ætluðu sér að grípa til aðgerða í Oakland. Hún sagði það siðferðislega skyldu sína. Nokkrum dögum seinna tilkynnti ICE að rúmlega 150 ólöglegir innflytjendur hefðu verið handteknir á svæðinu. Sessions sagði skilaboð sín til Schaaf vera skýr. „Hvernig dirfist þú. Hvernig dirfist þú að ógna öryggi löggæslumanna til að ýta undir öfgafulla stefnu þína um opin landamæri.“ Schaaf svaraði Sessions samkvæmt AP og sakaði hann um að rífa sundur fjölskyldur og bjaga sannleikann um fækkun glæpa í borgum eins og Oakland þar sem mikið væri um innflytjendur. „Hvernig dirfist þú að rægja samfélag okkar og nota hræðsluáróður til að fá almenning til að trúa því að ólöglegir innflytjendur séu stórhættulegir glæpamenn.“ Lögin sem deilurnar snúa að voru sett á til að gera yfirvöldum erfiðara að reka ólöglega innflytjendur úr landi. Þau fela meðal annars í sér að vinnuveitendur mega ekki hleypa löggæslumönnum ICE inn á vinnustaði án réttarheimildar. Embættismenn segja lögin auka öryggi með því að byggja upp traust á milli samfélaga innflytjenda og lögreglunnar og að lögregluþjónar geti varið tíma sínum í önnur alvarlegri málefni.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira