Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2018 09:41 Löfven og Trump ræddu við blaðamenn eftir fund þeirra í Hvíta húsinu. Þar var Trump enn við sama heygarðshornið. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti rifjaði upp ársgamlar rangfærslur sínar um ímyndaða árás í Svíþjóð á blaðamannafundi með Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Hvíta húsinu í gær. Trump fullyrti að hann hefði „reynst hafa rétt fyrir sér“ um árásina. Töluverða athygli vakti þegar Trump vísaði til árásar í Svíþjóð þegar hann tengdi komu flóttamanna þangað við aukna hættu á hryðjuverkum á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum á Flórída í febrúar í fyrra. „Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi. Sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Hver hefði trúað þessu? Svíar tóku inn mikinn fjölda, þeir eru nú að glíma við vanda sem enginn gat ímyndað sér. Þið sjáið hvað er að gerast um allan heim,“ sagði Trump.“ Sænsk yfirvöld komu hins vegar af fjöllum og neituðu því að hryðjuverkaárás hefði átt sér stað kvöldið sem Trump vísaði til.Segir Svía eiga í vandræðum með innflytjendurÍ fyrstu sagðist Trump ekki hafa verið að vísa til neinnar sérstakrar árásar með ummælum sínum heldur til vaxandi glæpatíðni í Svíþjóð sem sagt hafði verið frá á Fox-sjónvarpsstöðinni. Mánuði síðar hafði Trump hins vegar undið kvæði sínu í kross og fullyrti þá að um raunverulegt atvik hafi verið að ræða. Það atvik átti sér hins vegar stað tveimur dögum eftir að hann lét ummælin um Svíþjóð falla. Um var að ræða óeirðir í hverfi innflytjenda í Stokkhólmi. Trump sagði Time hins vegar að óeirðirnar hefðu átt sér stað daginn eftir ræðuna vafasömu. Nú rúmu ári síðar virðist Trump enn sannfærður um að hann hafi haft lög að mæla um meintu árásina í Svíþjóð. „Þið eigið sannarlega við vanda að stríða með innflytjendur. Það hefur valdið vandamálum í Svíþjóð. Ég var einn af þeim fyrstu til að segja það. Ég varð fyrir svolítilli gagnrýni en það var allt í lagi því ég reyndist hafa rétt fyrir mér,“ sagði Trump þegar sænskur blaðamaður spurði hann út í álit hans á Svíþjóð og innflytjendamálum í landinu, að sögn Washington Post. Trump hefur sjálfur ítrekað útmálað innflytjendur almennt sem hættulega glæpamenn. Þannig kallaði hann Mexíkóa „nauðgara“ í kosningabaráttunni og krafðist þess að múslimum yrði bannað að koma til Bandaríkjanna. Í embætti hefur hann reynt að framfylgja þessum stefnumálum sínum með ferðabanni á múslimalönd, vegg á landamærunum að Mexíkó og tillögum um að stórfækka löglegum innflytjendum. Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti rifjaði upp ársgamlar rangfærslur sínar um ímyndaða árás í Svíþjóð á blaðamannafundi með Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Hvíta húsinu í gær. Trump fullyrti að hann hefði „reynst hafa rétt fyrir sér“ um árásina. Töluverða athygli vakti þegar Trump vísaði til árásar í Svíþjóð þegar hann tengdi komu flóttamanna þangað við aukna hættu á hryðjuverkum á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum á Flórída í febrúar í fyrra. „Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi. Sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Hver hefði trúað þessu? Svíar tóku inn mikinn fjölda, þeir eru nú að glíma við vanda sem enginn gat ímyndað sér. Þið sjáið hvað er að gerast um allan heim,“ sagði Trump.“ Sænsk yfirvöld komu hins vegar af fjöllum og neituðu því að hryðjuverkaárás hefði átt sér stað kvöldið sem Trump vísaði til.Segir Svía eiga í vandræðum með innflytjendurÍ fyrstu sagðist Trump ekki hafa verið að vísa til neinnar sérstakrar árásar með ummælum sínum heldur til vaxandi glæpatíðni í Svíþjóð sem sagt hafði verið frá á Fox-sjónvarpsstöðinni. Mánuði síðar hafði Trump hins vegar undið kvæði sínu í kross og fullyrti þá að um raunverulegt atvik hafi verið að ræða. Það atvik átti sér hins vegar stað tveimur dögum eftir að hann lét ummælin um Svíþjóð falla. Um var að ræða óeirðir í hverfi innflytjenda í Stokkhólmi. Trump sagði Time hins vegar að óeirðirnar hefðu átt sér stað daginn eftir ræðuna vafasömu. Nú rúmu ári síðar virðist Trump enn sannfærður um að hann hafi haft lög að mæla um meintu árásina í Svíþjóð. „Þið eigið sannarlega við vanda að stríða með innflytjendur. Það hefur valdið vandamálum í Svíþjóð. Ég var einn af þeim fyrstu til að segja það. Ég varð fyrir svolítilli gagnrýni en það var allt í lagi því ég reyndist hafa rétt fyrir mér,“ sagði Trump þegar sænskur blaðamaður spurði hann út í álit hans á Svíþjóð og innflytjendamálum í landinu, að sögn Washington Post. Trump hefur sjálfur ítrekað útmálað innflytjendur almennt sem hættulega glæpamenn. Þannig kallaði hann Mexíkóa „nauðgara“ í kosningabaráttunni og krafðist þess að múslimum yrði bannað að koma til Bandaríkjanna. Í embætti hefur hann reynt að framfylgja þessum stefnumálum sínum með ferðabanni á múslimalönd, vegg á landamærunum að Mexíkó og tillögum um að stórfækka löglegum innflytjendum.
Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira