Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Birgir Olgeirsson, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 7. mars 2018 09:05 Frá vettvangi á Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur. Búið er að loka Ægisíðu við gatnamót Hofsvallagötu. Vísir/egill Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning sem hafi verið tekin alvarlega og hafi viðbúnaður lögreglu verið í samræmi við það. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu. Sérsveitin leiðir hér manninn út úr húsinu við Ægisíðu.Vísir/Egill Farið inn í hús við Ægissíðu Einn hinna fjögurra er karlmaður sem var handtekinn í íbúð við Ægisíðu á móts við bensínstöð N1 á ellefta tímanum í dag eftir mikinn viðbúnað lögreglu. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi.Lögregla hefur litlar upplýsingar veitt um aðgerðina en því var beint til fólks í nágrenninu, bæði starfsmanna veitingahússins Borðsins og leikskólans Ægisborgar, að halda sig innandyra á meðan aðgerð stóð.Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við.Sérsveitin tók yfir N1 við Ægisíðu og notaði sem aðgerðastöð á vettvangi.Vísir/EgillGrunur um fíkniefnasöluBlaðamaður Vísis varð vitni að því þegar hluti lögregluteymisins var í framhaldinu sendur niður á Ægissíðu. Þar var allt með kyrrum kjörum rétt fyrir klukkan níu en hálftíma síðar fjölgaði í liði lögreglu á vettvangi og var ákveðið að loka fyrir umferð um Ægissíðu.Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðinnar þar sem lítið annað kom fram en að hún stæði yfir og frekari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp. Að minnsta kosti einn sérsveitarmaður var vopnaður riffli og um klukkan hálf ellefu tóku fimm sérsveitarmenn sér stöðu á stigapallinum við húsið. Fóru þeir í framhaldinu inn og handtóku ungan karlmann. Var í framhaldinu farið með fíkniefnahund inn í íbúðina en nágrannar telja að fíkniefnasölumaður hafi búið í íbúðinni.Fréttin var uppfærð klukkan 11:04. Hér fyrir neðan má fylgjast með nýjustu vendingum í málinu í Vaktinni á Vísi.
Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning sem hafi verið tekin alvarlega og hafi viðbúnaður lögreglu verið í samræmi við það. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu. Sérsveitin leiðir hér manninn út úr húsinu við Ægisíðu.Vísir/Egill Farið inn í hús við Ægissíðu Einn hinna fjögurra er karlmaður sem var handtekinn í íbúð við Ægisíðu á móts við bensínstöð N1 á ellefta tímanum í dag eftir mikinn viðbúnað lögreglu. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi.Lögregla hefur litlar upplýsingar veitt um aðgerðina en því var beint til fólks í nágrenninu, bæði starfsmanna veitingahússins Borðsins og leikskólans Ægisborgar, að halda sig innandyra á meðan aðgerð stóð.Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við.Sérsveitin tók yfir N1 við Ægisíðu og notaði sem aðgerðastöð á vettvangi.Vísir/EgillGrunur um fíkniefnasöluBlaðamaður Vísis varð vitni að því þegar hluti lögregluteymisins var í framhaldinu sendur niður á Ægissíðu. Þar var allt með kyrrum kjörum rétt fyrir klukkan níu en hálftíma síðar fjölgaði í liði lögreglu á vettvangi og var ákveðið að loka fyrir umferð um Ægissíðu.Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðinnar þar sem lítið annað kom fram en að hún stæði yfir og frekari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp. Að minnsta kosti einn sérsveitarmaður var vopnaður riffli og um klukkan hálf ellefu tóku fimm sérsveitarmenn sér stöðu á stigapallinum við húsið. Fóru þeir í framhaldinu inn og handtóku ungan karlmann. Var í framhaldinu farið með fíkniefnahund inn í íbúðina en nágrannar telja að fíkniefnasölumaður hafi búið í íbúðinni.Fréttin var uppfærð klukkan 11:04. Hér fyrir neðan má fylgjast með nýjustu vendingum í málinu í Vaktinni á Vísi.
Lögreglumál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira