Vala Kristín opnar sig um átröskun, þunglyndi og kvíða Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. mars 2018 09:00 Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona tekur þátt í herferðinni #HUGUÐ. Visir/AntonBrink „Ég varð háð þeirri tilfinningu að sjá áþreifanlegan árangur á líkama mínum. Ég upplifði fullkomna stjórn og sú tilfinning var eins og víma. En svo fór það að vinna á móti mér,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir þáttagerðar- og leikkona í einlægu viðtali um átröskunina sem hún barðist við. Viðtalið birtist á vefnum geðfræðsla.is en Vala Kristín er ein af sjö einstaklingunum sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig hún myndaði fullkomnunaráráttu gagnvart bæði mat og líkamsrækt. Eftir sambandsslit ákvað hún svo að leita sér hjálpar. „Þegar maður á í nánum samskiptum er erfitt að fela eitrið sem býr innra með manni. Ég gat ekki tekið við ástinni því ég hafði misst áhugann á sjálfri mér. Það fór að grafa undan nándinni og getunni til að vera frjáls í ástinni. Ég fór að upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og allt í einu gafst ég upp, tók upp símann og spurði BUGL: Hvað geri ég ef ég held að ég sé með átröskun?“Skömm og sjálfshatur Vala Kristín tókst á við átröskunina hjá sálfræðingi í tvö ár en segir að eins og með alla fíknisjúkdóma sé henni aldrei batnað, hún sé þó í stöðugum bata. „Átröskun er í raun stjórnunarfíkn. Ég faldi það fyrir fjölskyldu og vinum, fékk þráhyggju fyrir viðfangsefninu, upplifði skömm og sjálfshatur. Eftir alla þessa vinnu kom ég út alveg jafn rugluð en síðan þá hafa púslin verið að leggjast saman.“ Kvíða- og þunglyndislyf hafa svo hjálpað henni mikið síðasta árið. „Það var punkturinn yfir i-ið í mínum bata. Það hefur bjargað lífinu mínu.“ Vala Kristín segir að það séu margir í þessari stöðu og það sé til fullt af úrræðum. „Ég var hrædd við að fara í bata af því að ég var búin að reikna það út í hausnum á mér að ef ég myndi slaka á reipinu þá myndi ég byrja að bæta á mig og svo myndi ég bara halda áfram að bæta á mig út í hið óendanlega. Ég myndi bara enda með offituvandamál. Og af tvennu illu þá hugsaði ég að það væri betra að vera of mjó. En þegar maður lærir að hlusta á sjálfan sig, borða þegar ég er svöng og hætta þegar ég er södd, þá finnur líkaminn mína kjörþyngd. Ég þarf ekki að stjórna öllu. Við erum með þennan magnaða líkama með innri klukku.“ Viðtalið má lesa í heild sinni á nýjum vef geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is Heilbrigðismál Tengdar fréttir Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. 2. júlí 2015 15:19 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
„Ég varð háð þeirri tilfinningu að sjá áþreifanlegan árangur á líkama mínum. Ég upplifði fullkomna stjórn og sú tilfinning var eins og víma. En svo fór það að vinna á móti mér,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir þáttagerðar- og leikkona í einlægu viðtali um átröskunina sem hún barðist við. Viðtalið birtist á vefnum geðfræðsla.is en Vala Kristín er ein af sjö einstaklingunum sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig hún myndaði fullkomnunaráráttu gagnvart bæði mat og líkamsrækt. Eftir sambandsslit ákvað hún svo að leita sér hjálpar. „Þegar maður á í nánum samskiptum er erfitt að fela eitrið sem býr innra með manni. Ég gat ekki tekið við ástinni því ég hafði misst áhugann á sjálfri mér. Það fór að grafa undan nándinni og getunni til að vera frjáls í ástinni. Ég fór að upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og allt í einu gafst ég upp, tók upp símann og spurði BUGL: Hvað geri ég ef ég held að ég sé með átröskun?“Skömm og sjálfshatur Vala Kristín tókst á við átröskunina hjá sálfræðingi í tvö ár en segir að eins og með alla fíknisjúkdóma sé henni aldrei batnað, hún sé þó í stöðugum bata. „Átröskun er í raun stjórnunarfíkn. Ég faldi það fyrir fjölskyldu og vinum, fékk þráhyggju fyrir viðfangsefninu, upplifði skömm og sjálfshatur. Eftir alla þessa vinnu kom ég út alveg jafn rugluð en síðan þá hafa púslin verið að leggjast saman.“ Kvíða- og þunglyndislyf hafa svo hjálpað henni mikið síðasta árið. „Það var punkturinn yfir i-ið í mínum bata. Það hefur bjargað lífinu mínu.“ Vala Kristín segir að það séu margir í þessari stöðu og það sé til fullt af úrræðum. „Ég var hrædd við að fara í bata af því að ég var búin að reikna það út í hausnum á mér að ef ég myndi slaka á reipinu þá myndi ég byrja að bæta á mig og svo myndi ég bara halda áfram að bæta á mig út í hið óendanlega. Ég myndi bara enda með offituvandamál. Og af tvennu illu þá hugsaði ég að það væri betra að vera of mjó. En þegar maður lærir að hlusta á sjálfan sig, borða þegar ég er svöng og hætta þegar ég er södd, þá finnur líkaminn mína kjörþyngd. Ég þarf ekki að stjórna öllu. Við erum með þennan magnaða líkama með innri klukku.“ Viðtalið má lesa í heild sinni á nýjum vef geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. 2. júlí 2015 15:19 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15
Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. 2. júlí 2015 15:19