Vala Kristín opnar sig um átröskun, þunglyndi og kvíða Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. mars 2018 09:00 Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona tekur þátt í herferðinni #HUGUÐ. Visir/AntonBrink „Ég varð háð þeirri tilfinningu að sjá áþreifanlegan árangur á líkama mínum. Ég upplifði fullkomna stjórn og sú tilfinning var eins og víma. En svo fór það að vinna á móti mér,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir þáttagerðar- og leikkona í einlægu viðtali um átröskunina sem hún barðist við. Viðtalið birtist á vefnum geðfræðsla.is en Vala Kristín er ein af sjö einstaklingunum sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig hún myndaði fullkomnunaráráttu gagnvart bæði mat og líkamsrækt. Eftir sambandsslit ákvað hún svo að leita sér hjálpar. „Þegar maður á í nánum samskiptum er erfitt að fela eitrið sem býr innra með manni. Ég gat ekki tekið við ástinni því ég hafði misst áhugann á sjálfri mér. Það fór að grafa undan nándinni og getunni til að vera frjáls í ástinni. Ég fór að upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og allt í einu gafst ég upp, tók upp símann og spurði BUGL: Hvað geri ég ef ég held að ég sé með átröskun?“Skömm og sjálfshatur Vala Kristín tókst á við átröskunina hjá sálfræðingi í tvö ár en segir að eins og með alla fíknisjúkdóma sé henni aldrei batnað, hún sé þó í stöðugum bata. „Átröskun er í raun stjórnunarfíkn. Ég faldi það fyrir fjölskyldu og vinum, fékk þráhyggju fyrir viðfangsefninu, upplifði skömm og sjálfshatur. Eftir alla þessa vinnu kom ég út alveg jafn rugluð en síðan þá hafa púslin verið að leggjast saman.“ Kvíða- og þunglyndislyf hafa svo hjálpað henni mikið síðasta árið. „Það var punkturinn yfir i-ið í mínum bata. Það hefur bjargað lífinu mínu.“ Vala Kristín segir að það séu margir í þessari stöðu og það sé til fullt af úrræðum. „Ég var hrædd við að fara í bata af því að ég var búin að reikna það út í hausnum á mér að ef ég myndi slaka á reipinu þá myndi ég byrja að bæta á mig og svo myndi ég bara halda áfram að bæta á mig út í hið óendanlega. Ég myndi bara enda með offituvandamál. Og af tvennu illu þá hugsaði ég að það væri betra að vera of mjó. En þegar maður lærir að hlusta á sjálfan sig, borða þegar ég er svöng og hætta þegar ég er södd, þá finnur líkaminn mína kjörþyngd. Ég þarf ekki að stjórna öllu. Við erum með þennan magnaða líkama með innri klukku.“ Viðtalið má lesa í heild sinni á nýjum vef geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is Heilbrigðismál Tengdar fréttir Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. 2. júlí 2015 15:19 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
„Ég varð háð þeirri tilfinningu að sjá áþreifanlegan árangur á líkama mínum. Ég upplifði fullkomna stjórn og sú tilfinning var eins og víma. En svo fór það að vinna á móti mér,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir þáttagerðar- og leikkona í einlægu viðtali um átröskunina sem hún barðist við. Viðtalið birtist á vefnum geðfræðsla.is en Vala Kristín er ein af sjö einstaklingunum sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig hún myndaði fullkomnunaráráttu gagnvart bæði mat og líkamsrækt. Eftir sambandsslit ákvað hún svo að leita sér hjálpar. „Þegar maður á í nánum samskiptum er erfitt að fela eitrið sem býr innra með manni. Ég gat ekki tekið við ástinni því ég hafði misst áhugann á sjálfri mér. Það fór að grafa undan nándinni og getunni til að vera frjáls í ástinni. Ég fór að upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og allt í einu gafst ég upp, tók upp símann og spurði BUGL: Hvað geri ég ef ég held að ég sé með átröskun?“Skömm og sjálfshatur Vala Kristín tókst á við átröskunina hjá sálfræðingi í tvö ár en segir að eins og með alla fíknisjúkdóma sé henni aldrei batnað, hún sé þó í stöðugum bata. „Átröskun er í raun stjórnunarfíkn. Ég faldi það fyrir fjölskyldu og vinum, fékk þráhyggju fyrir viðfangsefninu, upplifði skömm og sjálfshatur. Eftir alla þessa vinnu kom ég út alveg jafn rugluð en síðan þá hafa púslin verið að leggjast saman.“ Kvíða- og þunglyndislyf hafa svo hjálpað henni mikið síðasta árið. „Það var punkturinn yfir i-ið í mínum bata. Það hefur bjargað lífinu mínu.“ Vala Kristín segir að það séu margir í þessari stöðu og það sé til fullt af úrræðum. „Ég var hrædd við að fara í bata af því að ég var búin að reikna það út í hausnum á mér að ef ég myndi slaka á reipinu þá myndi ég byrja að bæta á mig og svo myndi ég bara halda áfram að bæta á mig út í hið óendanlega. Ég myndi bara enda með offituvandamál. Og af tvennu illu þá hugsaði ég að það væri betra að vera of mjó. En þegar maður lærir að hlusta á sjálfan sig, borða þegar ég er svöng og hætta þegar ég er södd, þá finnur líkaminn mína kjörþyngd. Ég þarf ekki að stjórna öllu. Við erum með þennan magnaða líkama með innri klukku.“ Viðtalið má lesa í heild sinni á nýjum vef geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. 2. júlí 2015 15:19 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15
Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. 2. júlí 2015 15:19