Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Hörður Ægisson skrifar 7. mars 2018 06:00 Íslandsbanki á 63,5 prósenta hlut í Borgun. Vísir/ernir Stjórn Borgunar telur það ámælisvert ef Íslandsbanki kom því á framfæri við Fjármálaeftirlitið (FME) að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart bankanum um að eiga ekki í viðskiptum við fyrirtæki sem væru á sérstökum bannlista. Samkvæmt heimildum Markaðarins sendi stjórn fyrirtækisins bréf til stjórnar Íslandsbanka í lok síðustu viku þar sem segir að niðurstaða sameiginlegs starfshóps, sem var skipaður í árslok til að kanna hlítni Borgunar við yfirlýsingu sem þáverandi forstjóri undirritaði gagnvart bankanum um greiðslumiðlun í október 2016, hafi leitt í ljós að engin gögn sýni fram á slík brot. Ekki var þó samstaða um það innan starfshópsins að Borgun hafi starfað í samræmi við yfirlýsinguna. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það skoðun fulltrúa Íslandsbanka að Borgun hefði mátt vera það ljóst að félagið hefði miðlað alþjóðlegum greiðslum til aðila sem störfuðu í atvinnugreinum sem væru sérstaklega útsettar fyrir peningaþvætti eftir að yfirlýsingin var undirrituð og þangað til bannlistinn tók gildi innan Borgunar 13. mars 2017. Nær listinn til meira en hundrað aðila sem Íslandsbanki bannaði Borgun að eiga í viðskiptum við. Íslandsbanki á 63,5 prósenta hlut í Borgun en félagið færði alþjóðlega greiðslumiðlun sína frá bankanum í fyrra. Stjórn Borgunar telur að fyrirtækið hafi verið í góðri trú um að hafa starfað í samræmi við yfirlýsinguna og að það hafi – nema með örfáum undantekningum sem ekki geta talist alvarlegar vanefndir – farið eftir óskum bankans um að miðla ekki greiðslum til aðila sem eru á bannlistanum. Stjórnin gagnrýnir því bankann fyrir að hafa komið gögnum til FME sem hafi orðið til þess að eftirlitið sendi bréf til Borgunar í júní 2017 þar sem eftirlitið sagði gögn sýna að fyrirtækið hefði ekki staðið við þá skuldbindingu sem þáverandi forstjóri, Haukur Oddsson, undirgekkst gagnvart Íslandsbanka í árslok 2016. Taldi FME slíka háttsemi ekki til marks um góða viðskiptahætti og venjur. Þá var Haukur, sem lét af störfum sem forstjóri Borgunar í október, kallaður til yfirheyrslu hjá FME síðastliðið haust vegna meintra brota félagsins á skuldbindingum sínum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Skömmu áður en bankinn tilkynnti Borgun um bannlistann, eða þann 24. febrúar, hafði FME sent frá sér tilkynningu þar sem kom fram að eftirlitið hefði gert athugasemdir um að Borgun hefði ekki gripið til ráðstafana til að sinna rannsóknarskyldu vegna viðskipta sem grunur léki á að mætti rekja til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka vegna færsluhirðingar. Aðalfundur Borgunar fer fram 15. mars en Íslandsbanki mun þar skipta út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sem hann tilnefnir. Í frétt ViðskiptaMoggans um miðjan síðasta mánuð var sagt frá óánægju vegna þess sem heimildarmenn blaðsins kölluðu „óeðlileg“ afskipti Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, af ráðningarferli nýs forstjóra, Sæmundar Sæmundssonar, í lok síðasta árs. Var þar fullyrt að Birna hefði sett þrýsting á stjórnarmenn um að ráða Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formann Viðskiptaráðs, í starfið. Birna hafnaði því að bankinn hefði ákveðið að skipta út tveimur af þremur stjórnarmönnum sínum vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að ráða Sæmund. Þá hafi hún einungis hvatt stjórn Borgunar til að taka viðtöl við kandídata af báðum kynjum. Sérstakur „óháður kunnáttumaður“, sem starfar á grundvelli sáttar sem Íslandsbanki gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2014 vegna eignarhlutar bankans í Borgun, óskaði eftir því við Erlend Magnússon, fráfarandi stjórnarformann, og Sigrúnu Helgu Jóhannsdóttur, fráfarandi stjórnarmann, að þau gerðu grein fyrir öllum samskiptum sínum við Birnu frá því að þau tóku sæti í stjórninni. Hafa þau bæði lokið við að skila slíkri greinargerð frá sér, samkvæmt heimildum Markaðarins. 350 milljónir var hagnaður Borgunar í fyrra og dróst saman um 1.250 milljónir frá fyrra ári. Birtist í Fréttablaðinu Borgunarmálið Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira
Stjórn Borgunar telur það ámælisvert ef Íslandsbanki kom því á framfæri við Fjármálaeftirlitið (FME) að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart bankanum um að eiga ekki í viðskiptum við fyrirtæki sem væru á sérstökum bannlista. Samkvæmt heimildum Markaðarins sendi stjórn fyrirtækisins bréf til stjórnar Íslandsbanka í lok síðustu viku þar sem segir að niðurstaða sameiginlegs starfshóps, sem var skipaður í árslok til að kanna hlítni Borgunar við yfirlýsingu sem þáverandi forstjóri undirritaði gagnvart bankanum um greiðslumiðlun í október 2016, hafi leitt í ljós að engin gögn sýni fram á slík brot. Ekki var þó samstaða um það innan starfshópsins að Borgun hafi starfað í samræmi við yfirlýsinguna. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það skoðun fulltrúa Íslandsbanka að Borgun hefði mátt vera það ljóst að félagið hefði miðlað alþjóðlegum greiðslum til aðila sem störfuðu í atvinnugreinum sem væru sérstaklega útsettar fyrir peningaþvætti eftir að yfirlýsingin var undirrituð og þangað til bannlistinn tók gildi innan Borgunar 13. mars 2017. Nær listinn til meira en hundrað aðila sem Íslandsbanki bannaði Borgun að eiga í viðskiptum við. Íslandsbanki á 63,5 prósenta hlut í Borgun en félagið færði alþjóðlega greiðslumiðlun sína frá bankanum í fyrra. Stjórn Borgunar telur að fyrirtækið hafi verið í góðri trú um að hafa starfað í samræmi við yfirlýsinguna og að það hafi – nema með örfáum undantekningum sem ekki geta talist alvarlegar vanefndir – farið eftir óskum bankans um að miðla ekki greiðslum til aðila sem eru á bannlistanum. Stjórnin gagnrýnir því bankann fyrir að hafa komið gögnum til FME sem hafi orðið til þess að eftirlitið sendi bréf til Borgunar í júní 2017 þar sem eftirlitið sagði gögn sýna að fyrirtækið hefði ekki staðið við þá skuldbindingu sem þáverandi forstjóri, Haukur Oddsson, undirgekkst gagnvart Íslandsbanka í árslok 2016. Taldi FME slíka háttsemi ekki til marks um góða viðskiptahætti og venjur. Þá var Haukur, sem lét af störfum sem forstjóri Borgunar í október, kallaður til yfirheyrslu hjá FME síðastliðið haust vegna meintra brota félagsins á skuldbindingum sínum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Skömmu áður en bankinn tilkynnti Borgun um bannlistann, eða þann 24. febrúar, hafði FME sent frá sér tilkynningu þar sem kom fram að eftirlitið hefði gert athugasemdir um að Borgun hefði ekki gripið til ráðstafana til að sinna rannsóknarskyldu vegna viðskipta sem grunur léki á að mætti rekja til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka vegna færsluhirðingar. Aðalfundur Borgunar fer fram 15. mars en Íslandsbanki mun þar skipta út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sem hann tilnefnir. Í frétt ViðskiptaMoggans um miðjan síðasta mánuð var sagt frá óánægju vegna þess sem heimildarmenn blaðsins kölluðu „óeðlileg“ afskipti Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, af ráðningarferli nýs forstjóra, Sæmundar Sæmundssonar, í lok síðasta árs. Var þar fullyrt að Birna hefði sett þrýsting á stjórnarmenn um að ráða Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formann Viðskiptaráðs, í starfið. Birna hafnaði því að bankinn hefði ákveðið að skipta út tveimur af þremur stjórnarmönnum sínum vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að ráða Sæmund. Þá hafi hún einungis hvatt stjórn Borgunar til að taka viðtöl við kandídata af báðum kynjum. Sérstakur „óháður kunnáttumaður“, sem starfar á grundvelli sáttar sem Íslandsbanki gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2014 vegna eignarhlutar bankans í Borgun, óskaði eftir því við Erlend Magnússon, fráfarandi stjórnarformann, og Sigrúnu Helgu Jóhannsdóttur, fráfarandi stjórnarmann, að þau gerðu grein fyrir öllum samskiptum sínum við Birnu frá því að þau tóku sæti í stjórninni. Hafa þau bæði lokið við að skila slíkri greinargerð frá sér, samkvæmt heimildum Markaðarins. 350 milljónir var hagnaður Borgunar í fyrra og dróst saman um 1.250 milljónir frá fyrra ári.
Birtist í Fréttablaðinu Borgunarmálið Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira