Hækkunin hér sú mesta innan OECD Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. mars 2018 06:00 Íbúðaverð hefur hækkað að raunvirði víða um heim undanfarin ár en hækkunin hefur hvergi verið meiri innan OECD-ríkja en hér á landi. Vísir/vilhelm Raunhækkun íbúðaverðs var hvergi meiri innan aðildarríkja OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, frá þriðja fjórðungi 2016 til þriðja fjórðungs 2017 en hér á landi. Alls hækkaði íbúðaverð hér um 24,9 prósent að raungildi á tímabilinu en næstmesta hækkunin var í Kanada þar sem verðið fór upp um 11,7 prósent. Raunhækkunin var að meðaltali 3,5 prósent innan OECD-ríkjanna og 2,9 prósent á evrusvæðinu. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, segir í samtali við Markaðinn athyglisvert hvað Ísland sker sig úr í samanburði við önnur OECD-ríki þegar litið er til íbúðaverðshækkana á síðasta ári. Ljóst sé að íbúðaverð sé orðið mjög hátt. „Maður átti kannski von á að það færi að hægja á hækkununum en þær voru afar miklar í fyrra. Tölur OECD sýna að raunverð íbúðarhúsnæðis hækkaði hvergi meira á öðrum og þriðja fjórðungi síðasta árs en hér á landi.“ Hann bendir auk þess á að frá því að íbúðaverð hér á landi náði lágmarki á fyrsta ársfjórðungi 2010 hafi það hækkað um 64 prósent að raungildi. Það sé meiri hækkun en í öðrum OECD-ríkjum. Næstmesta hækkunin hafi verið í Ísrael þar sem íbúðaverð hafi farið upp um tæp 55 prósent frá fyrsta fjórðungi 2010. Íbúðaverð hefur farið hækkandi víða um heim á undanförnum árum. Það helgast aðallega af því að vaxtastig hefur víðast hvar verið mjög lágt og þannig auðvelt fyrir fólk að fjármagna íbúðakaup. Auk þess hafa borgir farið stækkandi og spurn eftir íbúðum í þéttbýli stóraukist. Tölur OECD endurspegla þessa þróun.Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík EconomicsSé litið til helstu nágrannalanda Íslands hefur íbúðaverð hækkað að raungildi – frá því á fyrsta fjórðungi 2010 – um 49 prósent í Svíþjóð, 30 prósent í Noregi og 11 prósent í Danmörku, svo fáein dæmi séu tekin. Eins og áður sagði hefur raunhækkunin á sama tíma verið 64 prósent hér á landi. Aðspurður segir Magnús Árni nokkra áhrifaþætti hafa stuðlað að verðhækkunum síðustu ára. „Það hefur verið mikill og viðvarandi framboðsskortur. Við höfum verið sein að byggja og ekki getað mætt þörfum stórra árganga ungs fólks sem íhugar fasteignakaup. Síðan hefur kaupmáttur vaxið hratt og raunvextir lækkað. Einnig má ekki gleyma stórsókn lífeyrissjóðanna á íbúðalánamarkaðinn sem hefur átt sinn þátt í hækkununum.“ Þrátt fyrir miklar verðhækkanir segist Magnús Árni ekki eiga von á neinu verðfalli á íbúðum. Áfram sé gert ráð fyrir hækkunum enda sé eftirspurnin mikil og framboðstregða einkenni enn markaðinn. Fram kom í húsnæðisskýrslu Íbúðalánasjóðs, sem birt var í gær, að vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem reiknuð er af hagdeild sjóðsins, hefði hækkað um 1,0 prósent í síðasta mánuði eftir að hafa haldist nokkurn veginn óbreytt á seinustu mánuðum síðasta árs. Vísitala íbúðaverðs, sem mælir söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, hækkaði einnig um 1,0 prósent í janúar og hefur hún ekki hækkað meira á milli mánaða síðan í maí í fyrra. Hækkunin var heldur meiri í sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða 2,0 prósent í janúarmánuði. Frá því í janúar 2016 hefur ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 31 prósent en um 43 prósent í nágrannasveitarfélögunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Raunhækkun íbúðaverðs var hvergi meiri innan aðildarríkja OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, frá þriðja fjórðungi 2016 til þriðja fjórðungs 2017 en hér á landi. Alls hækkaði íbúðaverð hér um 24,9 prósent að raungildi á tímabilinu en næstmesta hækkunin var í Kanada þar sem verðið fór upp um 11,7 prósent. Raunhækkunin var að meðaltali 3,5 prósent innan OECD-ríkjanna og 2,9 prósent á evrusvæðinu. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, segir í samtali við Markaðinn athyglisvert hvað Ísland sker sig úr í samanburði við önnur OECD-ríki þegar litið er til íbúðaverðshækkana á síðasta ári. Ljóst sé að íbúðaverð sé orðið mjög hátt. „Maður átti kannski von á að það færi að hægja á hækkununum en þær voru afar miklar í fyrra. Tölur OECD sýna að raunverð íbúðarhúsnæðis hækkaði hvergi meira á öðrum og þriðja fjórðungi síðasta árs en hér á landi.“ Hann bendir auk þess á að frá því að íbúðaverð hér á landi náði lágmarki á fyrsta ársfjórðungi 2010 hafi það hækkað um 64 prósent að raungildi. Það sé meiri hækkun en í öðrum OECD-ríkjum. Næstmesta hækkunin hafi verið í Ísrael þar sem íbúðaverð hafi farið upp um tæp 55 prósent frá fyrsta fjórðungi 2010. Íbúðaverð hefur farið hækkandi víða um heim á undanförnum árum. Það helgast aðallega af því að vaxtastig hefur víðast hvar verið mjög lágt og þannig auðvelt fyrir fólk að fjármagna íbúðakaup. Auk þess hafa borgir farið stækkandi og spurn eftir íbúðum í þéttbýli stóraukist. Tölur OECD endurspegla þessa þróun.Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík EconomicsSé litið til helstu nágrannalanda Íslands hefur íbúðaverð hækkað að raungildi – frá því á fyrsta fjórðungi 2010 – um 49 prósent í Svíþjóð, 30 prósent í Noregi og 11 prósent í Danmörku, svo fáein dæmi séu tekin. Eins og áður sagði hefur raunhækkunin á sama tíma verið 64 prósent hér á landi. Aðspurður segir Magnús Árni nokkra áhrifaþætti hafa stuðlað að verðhækkunum síðustu ára. „Það hefur verið mikill og viðvarandi framboðsskortur. Við höfum verið sein að byggja og ekki getað mætt þörfum stórra árganga ungs fólks sem íhugar fasteignakaup. Síðan hefur kaupmáttur vaxið hratt og raunvextir lækkað. Einnig má ekki gleyma stórsókn lífeyrissjóðanna á íbúðalánamarkaðinn sem hefur átt sinn þátt í hækkununum.“ Þrátt fyrir miklar verðhækkanir segist Magnús Árni ekki eiga von á neinu verðfalli á íbúðum. Áfram sé gert ráð fyrir hækkunum enda sé eftirspurnin mikil og framboðstregða einkenni enn markaðinn. Fram kom í húsnæðisskýrslu Íbúðalánasjóðs, sem birt var í gær, að vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem reiknuð er af hagdeild sjóðsins, hefði hækkað um 1,0 prósent í síðasta mánuði eftir að hafa haldist nokkurn veginn óbreytt á seinustu mánuðum síðasta árs. Vísitala íbúðaverðs, sem mælir söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, hækkaði einnig um 1,0 prósent í janúar og hefur hún ekki hækkað meira á milli mánaða síðan í maí í fyrra. Hækkunin var heldur meiri í sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða 2,0 prósent í janúarmánuði. Frá því í janúar 2016 hefur ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 31 prósent en um 43 prósent í nágrannasveitarfélögunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira