Nítján ára Bliki hafði góð tök á bestu fótboltakonu heims Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. mars 2018 08:30 Mynd sem er lýsandi fyrir leikinn en íslensku stelpurnar börðust um hvern einasta bolta. vísir/getty Ísland og Evrópumeistarar Hollands skildu markalaus í lokaleik riðlakeppni Algarve-mótsins í Portúgal í gær. Landsliðsþjálfarinn segir að það megi taka margt jákvætt úr mótinu. Fyrir leik voru Hollendingar taldir sigurstranglegra liðið en liðið varð Evrópumeistari á heimavelli síðasta sumar. Þær appelsínugulu pressuðu þungt á íslensku vörnina og reyndu hvað þær gátu til að skora. Að stærstum hluta mistókst þeim að skapa sér hættuleg færi. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleik og þegar tuttugu mínútur lifðu leiks áttu Hollendingar skot í stöng. Að öðru leyti hélt íslenska vörnin vel og stóðst áhlaup meistaranna.Góð frammistaða Besta færi Íslands átti Agla María Albertsdóttir þegar hún komst í gegn eftir um korters leik en markvörður Hollendinga varði vel frá henni. „Þetta var góð frammistaða og við náðum að æfa okkur vel í því sem við ætluðum að æfa okkur í. Við vorum að spila gegn Evrópumeisturunum og okkur tókst að halda þeim frá markinu og halda hreinu. Svo þetta voru góð úrslit,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Íslenska liðið endaði í þriðja sæti C-riðils mótsins með tvö stig eftir tvö markalaus jafntefli gegn liðunum tveimur sem léku til úrslita á EM í fyrra. Á föstudag tapaði liðið hins vegar 2-1 gegn Japan. Danir enduðu neðstir í riðlinum með eitt stig, Japan var í öðru sæti með sex og Hollendingar efstir með sjö stig. Hollenska liðið hafði skorað níu mörk í fyrri leikjunum tveimur. „Vörnin er klárlega hið jákvæða og besta við mótið. Við fengum síðan okkar tækifæri til að skora en nýttum þau ekki. Heilt yfir eru þetta samt mjög öflug úrslit,“ segir Freyr. Hann bætir því við að bæði í leikjum og á æfingasvæðinu hafi mikil og góð vinna verið unnin sem hópurinn taki helling með sér úr.Selma frábær Hin nítján ára Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð. Hún fékk það erfiða verkefni að hafa hemil á Lieke Mertens en sú hollenska var útnefnd besti leikmaður heims í októbermánuði síðastliðnum. Fyrir mótið hafði Selma leikið einn A-landsleik. „Selma var frábær í dag og allt mótið. Með dyggri aðstoð miðvarða og annarra leikmanna hélt hún vel aftur af henni,“ segir Freyr. Mótið hafi nýst gífurlega vel til að móta óreyndari leikmenn. „Það hefur gengið hægt og rólega en þó undir talsverðri pressu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu er næstkomandi miðvikudag. Niðurstöður úr öðrum riðlum mótsins þýða að Ísland mun mæta Danmörku öðru sinni á mótinu en liðin munu leika um 9. sæti mótsins. Landsliðsþjálfarinn verður ekki á hliðarlínunni í þeim leik þar sem hann er á leið á UEFA Pro þjálfaranámskeið. Það fer auðvitað fram í Danmörku. „Mínir dyggu aðstoðarmenn munu halda uppi aga fram að leik og stýra liðinu í leiknum. Þetta eru miklir atvinnumenn, bæði leikmenn og starfsfólk,“ segir Freyr að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira
Ísland og Evrópumeistarar Hollands skildu markalaus í lokaleik riðlakeppni Algarve-mótsins í Portúgal í gær. Landsliðsþjálfarinn segir að það megi taka margt jákvætt úr mótinu. Fyrir leik voru Hollendingar taldir sigurstranglegra liðið en liðið varð Evrópumeistari á heimavelli síðasta sumar. Þær appelsínugulu pressuðu þungt á íslensku vörnina og reyndu hvað þær gátu til að skora. Að stærstum hluta mistókst þeim að skapa sér hættuleg færi. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleik og þegar tuttugu mínútur lifðu leiks áttu Hollendingar skot í stöng. Að öðru leyti hélt íslenska vörnin vel og stóðst áhlaup meistaranna.Góð frammistaða Besta færi Íslands átti Agla María Albertsdóttir þegar hún komst í gegn eftir um korters leik en markvörður Hollendinga varði vel frá henni. „Þetta var góð frammistaða og við náðum að æfa okkur vel í því sem við ætluðum að æfa okkur í. Við vorum að spila gegn Evrópumeisturunum og okkur tókst að halda þeim frá markinu og halda hreinu. Svo þetta voru góð úrslit,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Íslenska liðið endaði í þriðja sæti C-riðils mótsins með tvö stig eftir tvö markalaus jafntefli gegn liðunum tveimur sem léku til úrslita á EM í fyrra. Á föstudag tapaði liðið hins vegar 2-1 gegn Japan. Danir enduðu neðstir í riðlinum með eitt stig, Japan var í öðru sæti með sex og Hollendingar efstir með sjö stig. Hollenska liðið hafði skorað níu mörk í fyrri leikjunum tveimur. „Vörnin er klárlega hið jákvæða og besta við mótið. Við fengum síðan okkar tækifæri til að skora en nýttum þau ekki. Heilt yfir eru þetta samt mjög öflug úrslit,“ segir Freyr. Hann bætir því við að bæði í leikjum og á æfingasvæðinu hafi mikil og góð vinna verið unnin sem hópurinn taki helling með sér úr.Selma frábær Hin nítján ára Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð. Hún fékk það erfiða verkefni að hafa hemil á Lieke Mertens en sú hollenska var útnefnd besti leikmaður heims í októbermánuði síðastliðnum. Fyrir mótið hafði Selma leikið einn A-landsleik. „Selma var frábær í dag og allt mótið. Með dyggri aðstoð miðvarða og annarra leikmanna hélt hún vel aftur af henni,“ segir Freyr. Mótið hafi nýst gífurlega vel til að móta óreyndari leikmenn. „Það hefur gengið hægt og rólega en þó undir talsverðri pressu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu er næstkomandi miðvikudag. Niðurstöður úr öðrum riðlum mótsins þýða að Ísland mun mæta Danmörku öðru sinni á mótinu en liðin munu leika um 9. sæti mótsins. Landsliðsþjálfarinn verður ekki á hliðarlínunni í þeim leik þar sem hann er á leið á UEFA Pro þjálfaranámskeið. Það fer auðvitað fram í Danmörku. „Mínir dyggu aðstoðarmenn munu halda uppi aga fram að leik og stýra liðinu í leiknum. Þetta eru miklir atvinnumenn, bæði leikmenn og starfsfólk,“ segir Freyr að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira