Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 21:21 Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. Fólki í alvarlegu geðrofi og undir áhrifum vímuefna sé ekki vísað frá spítalanum. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi í Fréttum Stöðvar 2 um helgina að úrræðaleysi ríkti í málefnum fólks sem væri í geðrofi og undir áhrifum vímuefna. Tilfellum fari fjölgandi þar sem því sé komið fyrir í fangaklefa, í stað þess að fá vistun á heilbrigðisstofnun. Í sama streng tók Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar en með þessu væri brotið á mannréttindum fólks. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans vísar þessu algjörlega á bug. „Þetta er bara alrangt. Ég sé fólk á hverjum degi sem glímir við fíknivanda og er með geðrof. Sumir með geðrofssjúkdóma en alls ekki allir. Þannig að þetta er bara rangt. Það er ekki þannig að við flytjum eða látum flytja fólk sem er undir áhrifum eða í geðrofi í fangaklefa í staðinn fyrir að leggja það hér inn hjá okkur. Það eru allir metnir og ef fólk er í alvarlegu geðrofi til dæmis þá eru flestallir lagðir inn hjá okkur, jafnvel þó það sé undir áhrifum vímuefna.“Tryggja öryggi sjúklings Halldóra segir að farið sé eftir verkreglum þegar fólk leiti til spítalans og ef um brátt hættuástand er að ræða sé málið strax sett í forgang til að tryggja öryggi sjúklings. „Við sjáum það að fólk er meira í neyslu harðari efna. Það er meira kókaín í umferð, sérstaklega, heldur en hefur verið árum saman. Ef ég má orða það þannig þá er það stundum þannig að fólk sem er í harðri neyslu af þessum efnum, það er ákveðinn tryllingur stundum.“ Hún segir mikilvægt að tekið sé heildrænt á vandanum og þar þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt. „Að samfélagið í raun geri sér grein fyrir hvað þetta sé alvarlegur vandi og hvað það er mikið af hörðum efnum í neyslu. Það verði meira heildrænt tekið á þessum vanda.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. Fólki í alvarlegu geðrofi og undir áhrifum vímuefna sé ekki vísað frá spítalanum. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi í Fréttum Stöðvar 2 um helgina að úrræðaleysi ríkti í málefnum fólks sem væri í geðrofi og undir áhrifum vímuefna. Tilfellum fari fjölgandi þar sem því sé komið fyrir í fangaklefa, í stað þess að fá vistun á heilbrigðisstofnun. Í sama streng tók Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar en með þessu væri brotið á mannréttindum fólks. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans vísar þessu algjörlega á bug. „Þetta er bara alrangt. Ég sé fólk á hverjum degi sem glímir við fíknivanda og er með geðrof. Sumir með geðrofssjúkdóma en alls ekki allir. Þannig að þetta er bara rangt. Það er ekki þannig að við flytjum eða látum flytja fólk sem er undir áhrifum eða í geðrofi í fangaklefa í staðinn fyrir að leggja það hér inn hjá okkur. Það eru allir metnir og ef fólk er í alvarlegu geðrofi til dæmis þá eru flestallir lagðir inn hjá okkur, jafnvel þó það sé undir áhrifum vímuefna.“Tryggja öryggi sjúklings Halldóra segir að farið sé eftir verkreglum þegar fólk leiti til spítalans og ef um brátt hættuástand er að ræða sé málið strax sett í forgang til að tryggja öryggi sjúklings. „Við sjáum það að fólk er meira í neyslu harðari efna. Það er meira kókaín í umferð, sérstaklega, heldur en hefur verið árum saman. Ef ég má orða það þannig þá er það stundum þannig að fólk sem er í harðri neyslu af þessum efnum, það er ákveðinn tryllingur stundum.“ Hún segir mikilvægt að tekið sé heildrænt á vandanum og þar þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt. „Að samfélagið í raun geri sér grein fyrir hvað þetta sé alvarlegur vandi og hvað það er mikið af hörðum efnum í neyslu. Það verði meira heildrænt tekið á þessum vanda.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37
Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent