Þingmenn Repúblikana leggjast gegn verndartollum forsetans Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 18:10 Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings. Vísir/AFP Þingmenn Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings vinna nú að því að koma í veg fyrir að háir tollar verði settir á innflutt stál og ál. Telja þeir að gjöldin stríði gegn efnahagsstefnu flokksins og að þeir gætu valdið flokknum vandræðum í komandi þingkosningum. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af afleiðingum viðskiptastríðs og við hvetjum Hvíta húsið til að halda ekki áfram með þessi áform,“ sagði AshLee Strong, talsmaður Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í neðri deild þingsins.„Nýja skattastefnan hefur eflt efnahaginn og við viljum sannarlega ekki stefna því í hættu.“Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um nýju tollana á fimmtudag. Ef tillaga hans verður samþykkt verður 25 prósenta tollur settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur en Trump hefur lengi haldið því fram að innlendir stál- og álframleiðendur hafi verið fórnarlömb ósanngjarnra viðskiptahátta. Bandaríkin flytja inn fjórum sinnum meira stál en framleitt er innanlands. Talið er að nefnd þingsins um tekjuöflunarleiðir ríkisins sé einnig mótfallin tollunum og þá hafa hátt settir öldungadeildarþingmenn Repúblikana einnig látið óánægju sína í ljós.Tollarnir ekki góðir fyrir komandi kosningabaráttu Ekki er ljóst hvort að mótmæli innan flokksins hafi áhrif á áform forsetans en þetta er í fyrsta sinn sem ákvörðun Trump stríðir beint gegn grunnstefinu flokksins. Telja margir Repúblikanar til að mynda að tollarnir grafi undan skattalækkunum sem flokkurinn fékk samþykktar í desember. Í nóvember á þessu ári ganga Bandaríkjamenn til kosninga á miðju kjörtímabili þar sem kosið verður um hluta þingsæta í bæði efri og neðri deild þingsins. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins og vilja Demókratar freista þess að breyta þeirri stöðu. Enn er ekki búið að ganga frá tollatillögunni en búist er við því að það verði gert á næstu vikum. Donald Trump Tengdar fréttir Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Segir tollastríð sjaldan enda vel Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. 4. mars 2018 22:00 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Þingmenn Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings vinna nú að því að koma í veg fyrir að háir tollar verði settir á innflutt stál og ál. Telja þeir að gjöldin stríði gegn efnahagsstefnu flokksins og að þeir gætu valdið flokknum vandræðum í komandi þingkosningum. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af afleiðingum viðskiptastríðs og við hvetjum Hvíta húsið til að halda ekki áfram með þessi áform,“ sagði AshLee Strong, talsmaður Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í neðri deild þingsins.„Nýja skattastefnan hefur eflt efnahaginn og við viljum sannarlega ekki stefna því í hættu.“Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um nýju tollana á fimmtudag. Ef tillaga hans verður samþykkt verður 25 prósenta tollur settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur en Trump hefur lengi haldið því fram að innlendir stál- og álframleiðendur hafi verið fórnarlömb ósanngjarnra viðskiptahátta. Bandaríkin flytja inn fjórum sinnum meira stál en framleitt er innanlands. Talið er að nefnd þingsins um tekjuöflunarleiðir ríkisins sé einnig mótfallin tollunum og þá hafa hátt settir öldungadeildarþingmenn Repúblikana einnig látið óánægju sína í ljós.Tollarnir ekki góðir fyrir komandi kosningabaráttu Ekki er ljóst hvort að mótmæli innan flokksins hafi áhrif á áform forsetans en þetta er í fyrsta sinn sem ákvörðun Trump stríðir beint gegn grunnstefinu flokksins. Telja margir Repúblikanar til að mynda að tollarnir grafi undan skattalækkunum sem flokkurinn fékk samþykktar í desember. Í nóvember á þessu ári ganga Bandaríkjamenn til kosninga á miðju kjörtímabili þar sem kosið verður um hluta þingsæta í bæði efri og neðri deild þingsins. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins og vilja Demókratar freista þess að breyta þeirri stöðu. Enn er ekki búið að ganga frá tollatillögunni en búist er við því að það verði gert á næstu vikum.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Segir tollastríð sjaldan enda vel Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. 4. mars 2018 22:00 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00
Segir tollastríð sjaldan enda vel Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. 4. mars 2018 22:00
ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58
Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20