Fjallið bætti heimsmet í sigri á Arnold Classic | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2018 14:30 Hafþór Júlíus Björnsson fagnaði sigri. vísir/getty Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið eins og hann er kallaður, vann eitt sterkasta aflraunamót heims um helgina þegar að hann bar sigur úr býtum á Arnold Strongman Classic í Columbusríki í Bandaríkjunum. Arnold Classic er boðsmót sem ofurstjarnan Arnold Schwarznegger heldur á hverju ári en Hafþór Júlíus, sem sjö sinnum hefur unnið sterkasti maður Íslands, fékk silfur á sama móti í fyrra. Hafþór vann þrjár greinar af fimm; sekkjakast yfir rá, öxullyftu og réttstöðulyftu en hann setti heimsmet í réttstöðulyftu með því að hífa upp 472 kg. Þessi þrefaldi sterkasti maður Evrópu kastaði svo 43 kg þungum sekk yfir 4,57 metra en fyrir sigurinn á mótinu fékk hann 72.000 dali eða um átta milljónir íslenskra króna. „Þetta er búið að vera langt ferli en mjög skemmtilegt. Fyrir tveimur árum síðan endaði ég í fimmta sæti, ég var svo annar í fyrra og núna náði ég fyrsta sæti. Þetta er ótrúlegt og ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Hafþór Júlíus eftir sigurinn í viðtali við RÚV. Á Facebook-síðu sinni segist Fjallið svo ætla sér stóra hluti á árinu og þetta sé aðeins byrjunin. 472kg/1041lb World Record Deadlift ! • @australianstrengthcoach @stanefferding @stefansolvi @andrimarinn @andrireyr @kelc33 @vikingtrips @roguefitness @sbdapparel • #yesmen A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Mar 4, 2018 at 4:05pm PST #arnoldstrongman2018 This is how Thor Bjornsson won the first event Bag over bar. His result is 95 lbs (43.09 kg) over 15-foot high bar (4.57 meters). Brian Shaw became second with 90 lbs. #bestofstrongman • • #bjornsson #thorbjornsson #arnoldstrongmanclassic #asc #arnold2018 #weightforheight #bagoverbar #highthrowing #themountain #ohio #columbus #rogue #strongman #strongmangram #vikingpower #icelandicpower #themountain #strongpeople A post shared by Best of Strongman (@best_of_strongman) on Mar 2, 2018 at 1:43pm PST Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Vann silfur og bætti Íslandsmetið á mótinu hans Arnolds Schwarzenegger | Myndband Íslenski kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson átti góðan dag í Columbus. 5. mars 2018 09:00 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið eins og hann er kallaður, vann eitt sterkasta aflraunamót heims um helgina þegar að hann bar sigur úr býtum á Arnold Strongman Classic í Columbusríki í Bandaríkjunum. Arnold Classic er boðsmót sem ofurstjarnan Arnold Schwarznegger heldur á hverju ári en Hafþór Júlíus, sem sjö sinnum hefur unnið sterkasti maður Íslands, fékk silfur á sama móti í fyrra. Hafþór vann þrjár greinar af fimm; sekkjakast yfir rá, öxullyftu og réttstöðulyftu en hann setti heimsmet í réttstöðulyftu með því að hífa upp 472 kg. Þessi þrefaldi sterkasti maður Evrópu kastaði svo 43 kg þungum sekk yfir 4,57 metra en fyrir sigurinn á mótinu fékk hann 72.000 dali eða um átta milljónir íslenskra króna. „Þetta er búið að vera langt ferli en mjög skemmtilegt. Fyrir tveimur árum síðan endaði ég í fimmta sæti, ég var svo annar í fyrra og núna náði ég fyrsta sæti. Þetta er ótrúlegt og ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Hafþór Júlíus eftir sigurinn í viðtali við RÚV. Á Facebook-síðu sinni segist Fjallið svo ætla sér stóra hluti á árinu og þetta sé aðeins byrjunin. 472kg/1041lb World Record Deadlift ! • @australianstrengthcoach @stanefferding @stefansolvi @andrimarinn @andrireyr @kelc33 @vikingtrips @roguefitness @sbdapparel • #yesmen A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Mar 4, 2018 at 4:05pm PST #arnoldstrongman2018 This is how Thor Bjornsson won the first event Bag over bar. His result is 95 lbs (43.09 kg) over 15-foot high bar (4.57 meters). Brian Shaw became second with 90 lbs. #bestofstrongman • • #bjornsson #thorbjornsson #arnoldstrongmanclassic #asc #arnold2018 #weightforheight #bagoverbar #highthrowing #themountain #ohio #columbus #rogue #strongman #strongmangram #vikingpower #icelandicpower #themountain #strongpeople A post shared by Best of Strongman (@best_of_strongman) on Mar 2, 2018 at 1:43pm PST
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Vann silfur og bætti Íslandsmetið á mótinu hans Arnolds Schwarzenegger | Myndband Íslenski kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson átti góðan dag í Columbus. 5. mars 2018 09:00 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Sjá meira
Vann silfur og bætti Íslandsmetið á mótinu hans Arnolds Schwarzenegger | Myndband Íslenski kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson átti góðan dag í Columbus. 5. mars 2018 09:00