Stríðið í Sýrlandi Víetnamstríð Rússlands Ingvar Þór Björnsson skrifar 4. mars 2018 11:40 Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum Vísir/HAG Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum, segir að stríðið í Sýrlandi sé að breytast í Víetnamstríð Rússlands. Þá telur hann stefnu Bandaríkjamanna í stríðinu vera einkennilega og afskiptaleysið boða nýja hugsjón. Magnús var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er óljóst hvað Rússar vilja í raun og veru. Í upphafi studdu þeir sýrlensku stjórnina vegna þess að þeir voru með bækistöðvar í Sýrlandi. Þar sem þeir eru búnir að missa mikið af austur Evrópu litu þeir á þetta sem síðasta hálmstráið. Síðan voru þeir kannski að hugsa sér að vera milliliður milli austurs og vesturs og tryggja aðstöðu sína að því leyti,“ segir Magnús. Þá segir hann að Rússar kunnu að hafa misreiknað sig verulega. „Núna erum við kannski að sjá að þeir hafa misreiknað sig og þetta hafi breyst í Víetnamstríðið þeirra. Þetta er að verða óvinsælt og þeir leggja óvenju mikið af peningum í að styðja þennan einræðisherra í Sýrlandi. Upphaflega snerist þetta um efnahagslega hagsmuni en nú hefur þetta breyst í sálfræðilega stöðu. Staðan er orðin flókin og þeir eru komnir í sjálfheldu og búnir að mála sig út í horn. Það er erfitt að átta sig á hvaða útgönguleið Rússar nota og hvort að þessi fjárfesting sem þeir hafa lagt í þetta stríð skili sér.“Bandaríkin hafi lært af fyrri stríðumMagnús bendir á afskiptaleysi Bandaríkjanna og Vesturlanda í stríðinu. „Vesturlöndin halda að sér höndum opinberlega en á bak við tjöldin er heilmikið að gerast. Til að mynda vopnaflutningar og upplýsingamiðlun. Það er eitt af því sem einkennir þetta stríð. Það er svo margt sem við sjáum ekki sem er að gerast. Stefna Bandaríkjanna hefur verið mjög einkennileg og afskiptaleysið hefur verið mikið,“ segir hann. „Fólk hefur oft gagnrýnt afskipti Bandaríkjanna þarna en nú er farið að gagnrýna afskiptaleysi þeirra. Það er spurning hvort þeir treysti sér ekki í þetta verkefni eftir Afganistan og Írak. Þeir sjá að helstu óvinir þeirra hafa grætt einna mest á afskiptum þeirra þar og að hugsanlega muni þeir græða meira á að skipta sér minna af stríðinu,“ segir MagnúsStríðið snúist um hver komi til með að stjórna Asíu á 21. öldinniÞá segir hann að Sýrland sé í eðli sínu ekki merkilegt land og að það sé ekki mikið af auðlindum í Sýrlandi. Staðsetningin sé hins vegar góð. „Sýrland er á milli austurs og vesturs og auk þess við Miðjarðarhafið. Sýrland snýst núna um hver kemur til með að stjórna Asíu á 21. öldinni. Þeir sem taka þátt í þessum bardaga sjá að verðlaunaféð er það.“ Um er að ræða algjörlega nýja tegund stríðs að hans mati. „Nýir leikendur eru farnir að beita harkalegum aðferðum og við erum að sjá nýja tegund stríðs. Leikreglurnar eru virtar að vettugi og þetta er stjórnlaust stríð,“ segir Magnús. „Það má segja að það sé verið að berjast til síðasta manns. Við erum orðin mjög góð í að finna leiðir til að drepa hvort annað og birtingarmyndir þess eru einmitt þarna í Sýrlandi. Þetta er orðin tilraunastofa í tækniþekkingu og hæfileikum í að drepa hvort annað.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Utanríkisráðherra Rússlands skellir skuldinni á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Það séu þeir sem stöðvi fólksflutninga og neyðaraðstoð á átakasvæðinu. 28. febrúar 2018 15:23 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum, segir að stríðið í Sýrlandi sé að breytast í Víetnamstríð Rússlands. Þá telur hann stefnu Bandaríkjamanna í stríðinu vera einkennilega og afskiptaleysið boða nýja hugsjón. Magnús var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er óljóst hvað Rússar vilja í raun og veru. Í upphafi studdu þeir sýrlensku stjórnina vegna þess að þeir voru með bækistöðvar í Sýrlandi. Þar sem þeir eru búnir að missa mikið af austur Evrópu litu þeir á þetta sem síðasta hálmstráið. Síðan voru þeir kannski að hugsa sér að vera milliliður milli austurs og vesturs og tryggja aðstöðu sína að því leyti,“ segir Magnús. Þá segir hann að Rússar kunnu að hafa misreiknað sig verulega. „Núna erum við kannski að sjá að þeir hafa misreiknað sig og þetta hafi breyst í Víetnamstríðið þeirra. Þetta er að verða óvinsælt og þeir leggja óvenju mikið af peningum í að styðja þennan einræðisherra í Sýrlandi. Upphaflega snerist þetta um efnahagslega hagsmuni en nú hefur þetta breyst í sálfræðilega stöðu. Staðan er orðin flókin og þeir eru komnir í sjálfheldu og búnir að mála sig út í horn. Það er erfitt að átta sig á hvaða útgönguleið Rússar nota og hvort að þessi fjárfesting sem þeir hafa lagt í þetta stríð skili sér.“Bandaríkin hafi lært af fyrri stríðumMagnús bendir á afskiptaleysi Bandaríkjanna og Vesturlanda í stríðinu. „Vesturlöndin halda að sér höndum opinberlega en á bak við tjöldin er heilmikið að gerast. Til að mynda vopnaflutningar og upplýsingamiðlun. Það er eitt af því sem einkennir þetta stríð. Það er svo margt sem við sjáum ekki sem er að gerast. Stefna Bandaríkjanna hefur verið mjög einkennileg og afskiptaleysið hefur verið mikið,“ segir hann. „Fólk hefur oft gagnrýnt afskipti Bandaríkjanna þarna en nú er farið að gagnrýna afskiptaleysi þeirra. Það er spurning hvort þeir treysti sér ekki í þetta verkefni eftir Afganistan og Írak. Þeir sjá að helstu óvinir þeirra hafa grætt einna mest á afskiptum þeirra þar og að hugsanlega muni þeir græða meira á að skipta sér minna af stríðinu,“ segir MagnúsStríðið snúist um hver komi til með að stjórna Asíu á 21. öldinniÞá segir hann að Sýrland sé í eðli sínu ekki merkilegt land og að það sé ekki mikið af auðlindum í Sýrlandi. Staðsetningin sé hins vegar góð. „Sýrland er á milli austurs og vesturs og auk þess við Miðjarðarhafið. Sýrland snýst núna um hver kemur til með að stjórna Asíu á 21. öldinni. Þeir sem taka þátt í þessum bardaga sjá að verðlaunaféð er það.“ Um er að ræða algjörlega nýja tegund stríðs að hans mati. „Nýir leikendur eru farnir að beita harkalegum aðferðum og við erum að sjá nýja tegund stríðs. Leikreglurnar eru virtar að vettugi og þetta er stjórnlaust stríð,“ segir Magnús. „Það má segja að það sé verið að berjast til síðasta manns. Við erum orðin mjög góð í að finna leiðir til að drepa hvort annað og birtingarmyndir þess eru einmitt þarna í Sýrlandi. Þetta er orðin tilraunastofa í tækniþekkingu og hæfileikum í að drepa hvort annað.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Utanríkisráðherra Rússlands skellir skuldinni á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Það séu þeir sem stöðvi fólksflutninga og neyðaraðstoð á átakasvæðinu. 28. febrúar 2018 15:23 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00
Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Utanríkisráðherra Rússlands skellir skuldinni á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Það séu þeir sem stöðvi fólksflutninga og neyðaraðstoð á átakasvæðinu. 28. febrúar 2018 15:23
Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30