Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2018 07:26 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði starfsbróður sínum í Kína, forsetanum Xi Jinping, fyrir að hafa nýlega afnumið reglur um takmarkanir á setu forseta í embætti. Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. Bandaríska fréttastofan CNN hefur upptöku af ræðu Bandaríkjaorseta undir höndum. „Hann verður forseti alla ævi. Forseti fyrir lífstíð. Nei, hann er frábær,“ sagði Trump m.a. um Xi forseta í ræðu sinni. „Og sjáið til, hann gat gert þetta. Mér finnst það frábært. Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann.“ Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi Jinping, þjóðhöfðingi Kína, myndi því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilstu til.Vonar að Hillary Clinton sé hamingjusöm Ummælin hafa vakið mikla athygli, svo og ræðan í heild en hún var hlaðin bröndurum og gríni. Þá fór Trump auk þess ófögrum orðum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum árið 2016, Hillary Clinton, og sagði ósanngjarnt að gjörðir hans væru undir smásjá fjölmiðla en hennar ekki. „Kerfið er gallað,“ sagði Trump en sagði þó við áheyrendur sína í veislusal Mar a-Lago-sveitasetursins að hann vonaði að Clinton væri hamingjusöm.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi JinpingStefna og lög Kommúnistaflokksins lögfest í október Þegar fréttir bárust fyrst af ákvörðun stjórnvalda í Kína um að afnema takmörk á setu í embætti forseta virtist ljóst að Trump hefði ekki þungar áhyggjur af gangi mála. Sarah Huckabee-Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði í lok febrúar að það væri undir Kínverjum komið að taka ákvarðanir um stjórn ríkis síns. Xi Jinping, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Staða hans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Xi Jingping getur setið lengur á stóli forseta en til ársins 2023 verði breytingar á stjórnarskrá landsins samþykktar. Flestir telja það aðeins formsatriði. 26. febrúar 2018 06:00 Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár. 25. febrúar 2018 10:25 Kínverjar segja Bandaríkin ógna alþjóðaviðskiptum Yfirvöld Kína eru ekki sátt við að ríkisstjórn Trump sagði það hafa verið mistök að veita Kína inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 22. janúar 2018 11:03 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði starfsbróður sínum í Kína, forsetanum Xi Jinping, fyrir að hafa nýlega afnumið reglur um takmarkanir á setu forseta í embætti. Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. Bandaríska fréttastofan CNN hefur upptöku af ræðu Bandaríkjaorseta undir höndum. „Hann verður forseti alla ævi. Forseti fyrir lífstíð. Nei, hann er frábær,“ sagði Trump m.a. um Xi forseta í ræðu sinni. „Og sjáið til, hann gat gert þetta. Mér finnst það frábært. Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann.“ Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi Jinping, þjóðhöfðingi Kína, myndi því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilstu til.Vonar að Hillary Clinton sé hamingjusöm Ummælin hafa vakið mikla athygli, svo og ræðan í heild en hún var hlaðin bröndurum og gríni. Þá fór Trump auk þess ófögrum orðum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum árið 2016, Hillary Clinton, og sagði ósanngjarnt að gjörðir hans væru undir smásjá fjölmiðla en hennar ekki. „Kerfið er gallað,“ sagði Trump en sagði þó við áheyrendur sína í veislusal Mar a-Lago-sveitasetursins að hann vonaði að Clinton væri hamingjusöm.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi JinpingStefna og lög Kommúnistaflokksins lögfest í október Þegar fréttir bárust fyrst af ákvörðun stjórnvalda í Kína um að afnema takmörk á setu í embætti forseta virtist ljóst að Trump hefði ekki þungar áhyggjur af gangi mála. Sarah Huckabee-Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði í lok febrúar að það væri undir Kínverjum komið að taka ákvarðanir um stjórn ríkis síns. Xi Jinping, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Staða hans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Xi Jingping getur setið lengur á stóli forseta en til ársins 2023 verði breytingar á stjórnarskrá landsins samþykktar. Flestir telja það aðeins formsatriði. 26. febrúar 2018 06:00 Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár. 25. febrúar 2018 10:25 Kínverjar segja Bandaríkin ógna alþjóðaviðskiptum Yfirvöld Kína eru ekki sátt við að ríkisstjórn Trump sagði það hafa verið mistök að veita Kína inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 22. janúar 2018 11:03 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Xi Jingping getur setið lengur á stóli forseta en til ársins 2023 verði breytingar á stjórnarskrá landsins samþykktar. Flestir telja það aðeins formsatriði. 26. febrúar 2018 06:00
Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár. 25. febrúar 2018 10:25
Kínverjar segja Bandaríkin ógna alþjóðaviðskiptum Yfirvöld Kína eru ekki sátt við að ríkisstjórn Trump sagði það hafa verið mistök að veita Kína inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 22. janúar 2018 11:03