Í þættinum, sem við köllum Fimmtu lotuna, er rætt um allt milli himins og jarðar í UFC-heiminum en í Búrinu á Stöð 2 Sport er venju samkvæmt eingöngu einblínt á bardaga helgarinnar. Sá þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld sem og annað kvöld fyrir beinu útsendinguna frá UFC 222.
Pétur Marinó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson eru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í þættinum að þessu sinni. Í þættinum er rætt um Gunnar Nelson, Conor McGregor, Jon Jones og Rondu Rousey.
Í umræðunni um Gunnar er mikið rætt um mögulegan bardaga hans gegn Englendingnum Darren Till. Einnig er rætt um umdeild ummæli umboðsmannsins Ali Abdel-Aziz sem sagði Gunnar meðal annars æfa með aumingjum. Því var velt upp í þættinum hvort Gunni ætti að prófa nýja æfingafélaga.
„Klárlega. Ég held að allir hefðu gott af því að prófa að æfa annars staðar í nokkrar vikur. Fá nýja æfingafélaga og nýja skrokka sem hafa annan takt. Læra nýja hluti af öðrum þjálfum og svo framvegis,“ segir Pétur Marinó.
Þáttinn má sjá hér að neðan.