Fögnuðu frumsýningu Studio línu H&M Ritstjórn skrifar 1. mars 2018 20:00 Það er alltaf gaman að lyfta sér upp og sérstaklega þegar maður getur fært brot af tískuvikunni í París hingað heim. Það gerði H&M í samstarfi við Glamour í gær þegar boðið var í tískupartý í tilefni þess að Studio lína sænska fataframleiðandans var frumsýnd á tískuvikunni í París. Þetta er í fimmta sinn sem H&M gerir Studio línu sem hún frumsýnir á tískuvikunni í París en í ár var henni streymt í beinni á Instagram og vel valdar borgir fengu svo leyfi til að þjófstarta sölu línunnar, sem kom í almenna sölu í verslunum í dag. Eins og hér en gestir Glamour og H&M fengu í gærkvöldi að vera fyrstir allra til að berja línuna augum, máta og kaupa og fylgjast svo með sýningunni í beinni á Instagram. Alltaf gaman að geta verslað flíkur beint af tískupallinum. Línan sjálf er mínímalísk og innblásinn frá Japan en í París var búið að breyta listasafni í japanskt tehús. Fallegar flíkur, góðir gestir, fljótandi veigar frá Bakkus og Vífilfell og plötusnúðurinn Dóra Júlía spilaði taktfasta tóna. Síðast en ekki síst var hönnuðurinn Rakel Tómasdóttir á staðnum og teiknaði gesti og gangandi í flíkunum - sem vægast sagt sló í gegn eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Antonía Lár ljósmyndari myndaði stemminguna. Myndir: Antonía Lár Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour Hönnunarmars: "90 sýningar sem eru hver annarri betri“ Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Svalasta amma heims Glamour Bláir og fjólubláir varalitir í samstarfi Balmain og L'Oréal Glamour Nær Kylie að botna Kim? Glamour Mæðgurnar Kim og North í stíl í Vetements Glamour Vinkonan er besti fylgihluturinn í Osló Glamour Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour
Það er alltaf gaman að lyfta sér upp og sérstaklega þegar maður getur fært brot af tískuvikunni í París hingað heim. Það gerði H&M í samstarfi við Glamour í gær þegar boðið var í tískupartý í tilefni þess að Studio lína sænska fataframleiðandans var frumsýnd á tískuvikunni í París. Þetta er í fimmta sinn sem H&M gerir Studio línu sem hún frumsýnir á tískuvikunni í París en í ár var henni streymt í beinni á Instagram og vel valdar borgir fengu svo leyfi til að þjófstarta sölu línunnar, sem kom í almenna sölu í verslunum í dag. Eins og hér en gestir Glamour og H&M fengu í gærkvöldi að vera fyrstir allra til að berja línuna augum, máta og kaupa og fylgjast svo með sýningunni í beinni á Instagram. Alltaf gaman að geta verslað flíkur beint af tískupallinum. Línan sjálf er mínímalísk og innblásinn frá Japan en í París var búið að breyta listasafni í japanskt tehús. Fallegar flíkur, góðir gestir, fljótandi veigar frá Bakkus og Vífilfell og plötusnúðurinn Dóra Júlía spilaði taktfasta tóna. Síðast en ekki síst var hönnuðurinn Rakel Tómasdóttir á staðnum og teiknaði gesti og gangandi í flíkunum - sem vægast sagt sló í gegn eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Antonía Lár ljósmyndari myndaði stemminguna. Myndir: Antonía Lár
Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour Hönnunarmars: "90 sýningar sem eru hver annarri betri“ Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Svalasta amma heims Glamour Bláir og fjólubláir varalitir í samstarfi Balmain og L'Oréal Glamour Nær Kylie að botna Kim? Glamour Mæðgurnar Kim og North í stíl í Vetements Glamour Vinkonan er besti fylgihluturinn í Osló Glamour Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour