Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2018 20:30 Alexander Nix hefur vakið mikla athygli eftir að Cambridge Analytica átti þátt í kosningasigri Donalds Trump. Allt virðist hins vegar ekki með felldu hjá fyrirtækinu. Vísir/AFP Forsvarsmenn breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica segjast beita sér í kosningum um allan heim og þeir gætu leitt stjórnmálamenn í gildrur með mútum og úkraínskum vændiskonum. Þetta heyrast þeir segja í leynilegum upptökum fréttamanna bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4. Alexander Nix, forstjóri Cambridge Analytica, segir á upptökunum að fyrirtækið reki leynilegar herferðir í kosningum um víða veröld. Það geri fyrirtækið í gegnum net skúffufyrirtækja eða í gegnum undirverktaka. Cambridge Analytica vann meðal annars fyrir forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta árið 2016 og hafa forsvarsmenn þess stært sig af því að hafa hjálpað til við að tryggja honum sigur. Stephen Bannon, fyrrverandi kosningastjóri Trump og síðar aðalráðgjafi hans í Hvíta húsinu var meðal annars varaforseti Cambridge Analytica um tíma. Þegar Nix ræddi um hvernig fyrirtækið græfi upp upplýsingar um pólitíska andstæðinga sagði hann að það gæti „sent nokkrar stelpur heim til frambjóðandans“. Samkvæmt reynslu hans virkuðu úkraínskar stúlkur vel því þær séu „afar fallegar“. „Við bjóðum frambjóðandanum háar fjárhæðir til að fjármagna framboðið í skiptum fyrir land til dæmis, við látum taka allt upp, við máum yfir andlitið á náunganum okkar og við birtum það á internetinu,“ heyrist Nix segja á einni upptökunni. Í frétt Channel 4 kemur fram að upptökurnar hafi verið gerðar á hótelum í London yfir fjögurra mánaða skeið, frá nóvember og fram í janúar. Fréttamaður stöðvarinnar þóttist vera útsendari auðugs umbjóðanda sem vildi tryggja kjör frambjóðanda á Sri Lanka."Send some girls around to the candidates house” EXCLUSIVE: This is how Cambridge Analytica bosses reacted when our reporter brought up the subject of digging dirt on political opponents. #CambridgeAnalyticaUncovered pic.twitter.com/5HTOw9XPgn— Channel 4 News (@Channel4News) March 19, 2018 Forstjórinn á haustráðstefnu Advania Cambridge Analytica vakti heimsathygli fyrr þátt sinn í framboði Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fyrirtækið var þá talið frumkvöðull í gagnagreiningu sem miðaði að því að sérsníða auglýsingar og kosningaáróður að notendum samfélagsmiðla til að hafa áhrif á hegðun þeirra. Nix var meðal annars eitt aðalnúmerið á haustráðstefnu Advania í Hörpu í september. Í dagskrá ráðstefnunnar á vefsíðu Advania var erindi Nix kynnt með þeim orðum að hann myndi ræða „hvernig atferlisfræði, greining á gagnagnótt og bein markaðssetning hefur gert fyrirtækjum kleift að ná betra sambandi við viðskiptavini sína og jafnvel breytt hegðan þeirra“. Fyrir helgi var greint frá því að Cambride Analytica hefði hagnýtt sér illa fengnar persónuupplýsingar um fimmtíu milljónir bandarískra Facebook-notenda. Facebook lokaði á snjallforritin sem söfnuðu gögnunum á föstudag, rétt áður en The Guardian og New York Times greindu frá málinu.Sjá einnig:Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Nix hefur í kjölfarið verið sakaður um að hafa logið að breskri þingnefnd þegar hann bar vitni fyrir henni um falsfréttir í síðasta mánuði. Þar neitaði hann því að fyrirtækið notaði persónuupplýsingar af Facebook. Hann hefur hafnað öllum ásökunum á hendur sér.Villa á sér heimildir í erlendum ríkjum Í upptökum Channel 4 heyrist Nix segja fréttamanninum að hann hlakki til að eiga í „löngu og leynilegu sambandi“ við hann. Lýsti hann því hvernig fyrirtækið notaði fölsuð skilríki og vefsíður þegar viðskiptavinir þess vilja ekki það spyrjist út að þeir vinni með erlendu fyrirtæki. Þannig bregði starfsmenn Cambridge Analytica sér til dæmis í líki háskólanema sem þykist vinna að rannsóknarverkefnum eða jafnvel ferðamanna til að villa á sér heimildir. Yfirupplýsingastjóra fyrirtækisins, Mark Turnbull, bregður einnig fyrir á upptökunum. Hann lýsir því meðal annars hvernig fyrirtækið dæli út upplýsingum á samfélagsmiðla og á netið án þess að mikið beri á því. „Þetta verður að gerast án þess að nokkur hugsi „þetta er áróður“ vegna þess að um leið og þú hugsar „þetta er áróður“ þá er næsta spurning „hver dreifir honum?“,“ heyrist Turnbull segja. Í yfirlýsingu vegna umfjöllunar Channel 4 hafnar Cambridge Analytica því að fyrirtækið eða samstarfsaðilar þess leiði menn í gildrur eða múti þeim. Þá noti það ekki falskar upplýsingar undir neinum kringumstæðum. Starfsemi þess sé alvanaleg og lögleg.Stephen Bannon var meðal annars varaforseti Cambridge Analytica áður en hann fór að vinna fyrir Trump.Vísir/AFPKeyptu illa fengnar persónuupplýsingar Í umfjöllun The Guardian og New York Times um helgina lýsti fyrrverandi starfsmaður Cambridge Analytica hvernig fyrirtækið hefði keypt upplýsingar um Facebook-reikninga af eiganda snjallforrits. Gögnin voru hins vegar fengin án leyfis og án vitneskju notenda. Forritið safnaði ekki aðeins upplýsingum um notendur snjallforritsins heldur einnig Facebook-vina þeirra sem höfðu aldrei sótt forritið sjálfir. Eiganda forritsins var ekki heimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Facebook vissi af ólögmætri notkun á persónuupplýsingum notendanna frá árinu 2015 en aðhafðist ekkert fyrr en fjölmiðlarnir voru við það að birta umfjöllun um málið fyrir helgi. Uppljóstrari The Guardian segir að í sumum tilfellum hafi eigandi snjallforritsins komist yfir einkaskilaboð notenda Facebook. Vinir þeirra sem voru með snjallforritið hafi ekki haft nokkra leið til að vita að verið væri að safna upplýsingum um þá. Stjórnendur Facebook hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir viðbrögð sín við málinu. Þingmenn beggja vegna Atlantsála krefjast þess nú að Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, beri sjálfur vitni í bandaríska og breska þinginu.New York Times segir að forsvarsmenn Cambridge Analytica hafi átt í viðræðum við rússneska fjárfesta þvert á fullyrðingar Nix við bresku þingnefndina í febrúar. Þannig hafi stjórnendur rússneska olíufyrirtækisins Lukoil sýnt áhuga á hvernig fyrirtækið notaði gögn til að ná til bandarískra kjósenda. Sakamálarannsókn stendur yfir í Bandaríkjunum á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa. Trump hefur sjálfur ítrekað neitað því að nokkuð samráð hafi átt sér stað og lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“.Þrettán Rússar hafa meðal annars verið ákærðir í tengslum við rannsóknina. Þeir eru sakaðir um að hafa dreift áróðir í gegnum samfélagsmiðla í kosningabaráttunni. Bandaríkin Donald Trump Srí Lanka Tengdar fréttir Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Starfsmaður Facebook yfirheyrður í tengslum við Rússarannsóknina Tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru að hluta til í gegnum Facebook. 26. janúar 2018 22:45 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Forsvarsmenn breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica segjast beita sér í kosningum um allan heim og þeir gætu leitt stjórnmálamenn í gildrur með mútum og úkraínskum vændiskonum. Þetta heyrast þeir segja í leynilegum upptökum fréttamanna bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4. Alexander Nix, forstjóri Cambridge Analytica, segir á upptökunum að fyrirtækið reki leynilegar herferðir í kosningum um víða veröld. Það geri fyrirtækið í gegnum net skúffufyrirtækja eða í gegnum undirverktaka. Cambridge Analytica vann meðal annars fyrir forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta árið 2016 og hafa forsvarsmenn þess stært sig af því að hafa hjálpað til við að tryggja honum sigur. Stephen Bannon, fyrrverandi kosningastjóri Trump og síðar aðalráðgjafi hans í Hvíta húsinu var meðal annars varaforseti Cambridge Analytica um tíma. Þegar Nix ræddi um hvernig fyrirtækið græfi upp upplýsingar um pólitíska andstæðinga sagði hann að það gæti „sent nokkrar stelpur heim til frambjóðandans“. Samkvæmt reynslu hans virkuðu úkraínskar stúlkur vel því þær séu „afar fallegar“. „Við bjóðum frambjóðandanum háar fjárhæðir til að fjármagna framboðið í skiptum fyrir land til dæmis, við látum taka allt upp, við máum yfir andlitið á náunganum okkar og við birtum það á internetinu,“ heyrist Nix segja á einni upptökunni. Í frétt Channel 4 kemur fram að upptökurnar hafi verið gerðar á hótelum í London yfir fjögurra mánaða skeið, frá nóvember og fram í janúar. Fréttamaður stöðvarinnar þóttist vera útsendari auðugs umbjóðanda sem vildi tryggja kjör frambjóðanda á Sri Lanka."Send some girls around to the candidates house” EXCLUSIVE: This is how Cambridge Analytica bosses reacted when our reporter brought up the subject of digging dirt on political opponents. #CambridgeAnalyticaUncovered pic.twitter.com/5HTOw9XPgn— Channel 4 News (@Channel4News) March 19, 2018 Forstjórinn á haustráðstefnu Advania Cambridge Analytica vakti heimsathygli fyrr þátt sinn í framboði Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fyrirtækið var þá talið frumkvöðull í gagnagreiningu sem miðaði að því að sérsníða auglýsingar og kosningaáróður að notendum samfélagsmiðla til að hafa áhrif á hegðun þeirra. Nix var meðal annars eitt aðalnúmerið á haustráðstefnu Advania í Hörpu í september. Í dagskrá ráðstefnunnar á vefsíðu Advania var erindi Nix kynnt með þeim orðum að hann myndi ræða „hvernig atferlisfræði, greining á gagnagnótt og bein markaðssetning hefur gert fyrirtækjum kleift að ná betra sambandi við viðskiptavini sína og jafnvel breytt hegðan þeirra“. Fyrir helgi var greint frá því að Cambride Analytica hefði hagnýtt sér illa fengnar persónuupplýsingar um fimmtíu milljónir bandarískra Facebook-notenda. Facebook lokaði á snjallforritin sem söfnuðu gögnunum á föstudag, rétt áður en The Guardian og New York Times greindu frá málinu.Sjá einnig:Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Nix hefur í kjölfarið verið sakaður um að hafa logið að breskri þingnefnd þegar hann bar vitni fyrir henni um falsfréttir í síðasta mánuði. Þar neitaði hann því að fyrirtækið notaði persónuupplýsingar af Facebook. Hann hefur hafnað öllum ásökunum á hendur sér.Villa á sér heimildir í erlendum ríkjum Í upptökum Channel 4 heyrist Nix segja fréttamanninum að hann hlakki til að eiga í „löngu og leynilegu sambandi“ við hann. Lýsti hann því hvernig fyrirtækið notaði fölsuð skilríki og vefsíður þegar viðskiptavinir þess vilja ekki það spyrjist út að þeir vinni með erlendu fyrirtæki. Þannig bregði starfsmenn Cambridge Analytica sér til dæmis í líki háskólanema sem þykist vinna að rannsóknarverkefnum eða jafnvel ferðamanna til að villa á sér heimildir. Yfirupplýsingastjóra fyrirtækisins, Mark Turnbull, bregður einnig fyrir á upptökunum. Hann lýsir því meðal annars hvernig fyrirtækið dæli út upplýsingum á samfélagsmiðla og á netið án þess að mikið beri á því. „Þetta verður að gerast án þess að nokkur hugsi „þetta er áróður“ vegna þess að um leið og þú hugsar „þetta er áróður“ þá er næsta spurning „hver dreifir honum?“,“ heyrist Turnbull segja. Í yfirlýsingu vegna umfjöllunar Channel 4 hafnar Cambridge Analytica því að fyrirtækið eða samstarfsaðilar þess leiði menn í gildrur eða múti þeim. Þá noti það ekki falskar upplýsingar undir neinum kringumstæðum. Starfsemi þess sé alvanaleg og lögleg.Stephen Bannon var meðal annars varaforseti Cambridge Analytica áður en hann fór að vinna fyrir Trump.Vísir/AFPKeyptu illa fengnar persónuupplýsingar Í umfjöllun The Guardian og New York Times um helgina lýsti fyrrverandi starfsmaður Cambridge Analytica hvernig fyrirtækið hefði keypt upplýsingar um Facebook-reikninga af eiganda snjallforrits. Gögnin voru hins vegar fengin án leyfis og án vitneskju notenda. Forritið safnaði ekki aðeins upplýsingum um notendur snjallforritsins heldur einnig Facebook-vina þeirra sem höfðu aldrei sótt forritið sjálfir. Eiganda forritsins var ekki heimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Facebook vissi af ólögmætri notkun á persónuupplýsingum notendanna frá árinu 2015 en aðhafðist ekkert fyrr en fjölmiðlarnir voru við það að birta umfjöllun um málið fyrir helgi. Uppljóstrari The Guardian segir að í sumum tilfellum hafi eigandi snjallforritsins komist yfir einkaskilaboð notenda Facebook. Vinir þeirra sem voru með snjallforritið hafi ekki haft nokkra leið til að vita að verið væri að safna upplýsingum um þá. Stjórnendur Facebook hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir viðbrögð sín við málinu. Þingmenn beggja vegna Atlantsála krefjast þess nú að Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, beri sjálfur vitni í bandaríska og breska þinginu.New York Times segir að forsvarsmenn Cambridge Analytica hafi átt í viðræðum við rússneska fjárfesta þvert á fullyrðingar Nix við bresku þingnefndina í febrúar. Þannig hafi stjórnendur rússneska olíufyrirtækisins Lukoil sýnt áhuga á hvernig fyrirtækið notaði gögn til að ná til bandarískra kjósenda. Sakamálarannsókn stendur yfir í Bandaríkjunum á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa. Trump hefur sjálfur ítrekað neitað því að nokkuð samráð hafi átt sér stað og lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“.Þrettán Rússar hafa meðal annars verið ákærðir í tengslum við rannsóknina. Þeir eru sakaðir um að hafa dreift áróðir í gegnum samfélagsmiðla í kosningabaráttunni.
Bandaríkin Donald Trump Srí Lanka Tengdar fréttir Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Starfsmaður Facebook yfirheyrður í tengslum við Rússarannsóknina Tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru að hluta til í gegnum Facebook. 26. janúar 2018 22:45 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15
Starfsmaður Facebook yfirheyrður í tengslum við Rússarannsóknina Tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru að hluta til í gegnum Facebook. 26. janúar 2018 22:45
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45