Árétta að ekki séu stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítala Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 18:12 Áréttingin kemur í kjölfar fréttar RÚV frá því á laugardag þar sem sagt var frá því að sálfræðingar lýstu yfir áhyggjum af óhefðbundnum lækningum á Landspítala. vísir/hanna Landspítali áréttar í frétt á heimasíðu sinni að ekki séu stundaðar óhefðbundnar lækningar á spítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum sé hins vegar boðið upp á fjölbreytta viðbótarmeðferð, sem skaðlausa en nytsama aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Áréttingin kemur í kjölfar fréttar RÚV frá því á laugardag þar sem sagt var frá því að sálfræðingar lýstu yfir áhyggjum af óhefðbundnum lækningum á Landspítala. Var þar vísað í yfirlýsingu sem 50 sálfræðingar sendu nýlega til Sálfræðingafélags Íslands þar sem dagskrá málþings um samþætta heilbrigðisþjónustu er gangrýnd en þar var meðal annars fjallað um jóga, nálastungur og aðrar óhefðbundnar meðferðir. Kemur fram í frétt RÚV að sálfræðingarnir hafi farið fram á það við Sálfræðingafélagið að það gagnrýndi að slíkum nálgunum og aðferðum væri gert hátt undir höfði af starfsfólki í heilbrigðiskerfinu sem sinnir fólki sem á við geðræn vandamál að stríða. Í frétt á vef Landspítalans segir að nær allir spítalar á heimsvísu geri það sama og Landspítalinn, það er bjóði upp á aukameðferðir til hliðar við gagnreyndar meðferðir. Megi þar til dæmis nefna jóga, slökun og íþróttir. „Eins og nafnið gefur til kynna er um viðbótarmeðferð að ræða, ekki meginmeðferð, né fá sjúklingar einungis þess háttar meðferð á Landspítala. Gagnreynd meðferð byggir á aðferðum, sem sýnt hefur verið fram á að skila árangri, enda byggja þær á faglegum vísindarannsóknum,“ segir á vef Landspítalans. Rétt er að taka fram að fréttastofa óskaði í dag eftir viðtali við fulltrúa Landspítalans vegna málsins en spítalinn gat ekki orðið við þeirri beiðni. Heilbrigðismál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Landspítali áréttar í frétt á heimasíðu sinni að ekki séu stundaðar óhefðbundnar lækningar á spítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum sé hins vegar boðið upp á fjölbreytta viðbótarmeðferð, sem skaðlausa en nytsama aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Áréttingin kemur í kjölfar fréttar RÚV frá því á laugardag þar sem sagt var frá því að sálfræðingar lýstu yfir áhyggjum af óhefðbundnum lækningum á Landspítala. Var þar vísað í yfirlýsingu sem 50 sálfræðingar sendu nýlega til Sálfræðingafélags Íslands þar sem dagskrá málþings um samþætta heilbrigðisþjónustu er gangrýnd en þar var meðal annars fjallað um jóga, nálastungur og aðrar óhefðbundnar meðferðir. Kemur fram í frétt RÚV að sálfræðingarnir hafi farið fram á það við Sálfræðingafélagið að það gagnrýndi að slíkum nálgunum og aðferðum væri gert hátt undir höfði af starfsfólki í heilbrigðiskerfinu sem sinnir fólki sem á við geðræn vandamál að stríða. Í frétt á vef Landspítalans segir að nær allir spítalar á heimsvísu geri það sama og Landspítalinn, það er bjóði upp á aukameðferðir til hliðar við gagnreyndar meðferðir. Megi þar til dæmis nefna jóga, slökun og íþróttir. „Eins og nafnið gefur til kynna er um viðbótarmeðferð að ræða, ekki meginmeðferð, né fá sjúklingar einungis þess háttar meðferð á Landspítala. Gagnreynd meðferð byggir á aðferðum, sem sýnt hefur verið fram á að skila árangri, enda byggja þær á faglegum vísindarannsóknum,“ segir á vef Landspítalans. Rétt er að taka fram að fréttastofa óskaði í dag eftir viðtali við fulltrúa Landspítalans vegna málsins en spítalinn gat ekki orðið við þeirri beiðni.
Heilbrigðismál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira