Óheft íbúðaleiga á Airbnb grefur undan ferðaþjónustunni Þórir Garðarsson skrifar 19. mars 2018 11:22 Til eru þeir sem halda að íbúðaleiga til ferðamanna gegnum Airbnb og ámóta leigumiðlanir hafi „bjargað“ ferðaþjónustunni. Annars hefði ekki fengist gisting fyrir alla þessa nýju ferðamenn. Þetta sýni dásemdir hins „litla og krúttlega“ deilihagkerfis. Þetta er alls ekki svo einfalt. Deilihagkerfið var kannski lítið og krúttlegt fyrir löngu. Þá mátti líkja því við strandveiðar. Núna er það frekar eins og togari sem landar framhjá vigt. Réttara er að tala um skuggahagkerfi. Ekkert mælir á móti útleigu íbúða til ferðamanna. En meðan hún er stunduð með jafn takmarkalausri „löndun framhjá vigt“ og raun ber vitni, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, þá er rangt gefið. Takmarkalaus og óheft íbúðaleiga til ferðamanna grefur undan ferðaþjónustunni. Leigusalar keppa við eða undirbjóða hótel og gistihús gegnum Airbnb og aðrar leigumiðlanir. Þeir reikna ekki raunkostnað af húsnæðinu og standa ekki skil á opinberum gjöldum nema að litlu leyti. Herbergjanýting hótela og gistihúsa lækkar vegna þessara undirboða og arðsemin versnar.Niðurgreidd gisting á kostnað sameiginlegra sjóða Einhver kann að halda að við fengjum ekki alla þessa ferðamenn ef ekki byðist íbúðagisting. Er það svo? Sleppum við því að ferðast ef við fáum ekki íbúðagistingu sem við ímyndum okkur að sé ódýr (en er það ekki alltaf)? Að sjálfsögðu ekki, ferðamenn laga sig einfaldlega að aðstæðum á hverjum stað. Íbúðagistingin gegnum Airbnb er á kostnað annarra en ferðamannanna. Hún er á kostnað þeirra sem fjárfesta í og reka hótel og gistihús. Hún fer fram á kostnað sveitarsjóða og ríkissjóðs. Leigusalarnir reikna sér ekki endilega eðlileg laun af vinnu sinni, vegna þess að þeir eru ekkert að skila staðgreiðsluskatti, tryggingagjaldi eða framlagi í lífeyrissjóð. Þessar „aukatekjur“ skapa þeim svigrúmið til að greiða háa þóknun til hinna erlendu leigumiðlana. Ýmsar rannsóknir sýna að á ákveðnum tímabilum sé 40-50% gistiframboðs á höfuðborgarsvæðinu íbúðaleiga í skuggahagkerfinu. Áhrifin birtast í verri herbergjanýtingu hótela. Það er ekki skortur á gistingu, heldur fer hún „undir radarinn.“ Ekkert réttlætir þessa takmarkalausu íbúðaleigu sem grefur undan löglegri starfsemi. Algjört lágmark er að þeir sem vilja leigja íbúðir sínar til ferðamanna búi við sömu reglur og skattskil og aðrir gististaðir.Sveitarfélögin bera mestu ábyrgðina Ábyrgðin á því að rétt sé staðið að þessum málum hvílir að miklu leyti á sveitarfélögunum. Sum þeirra hafa tekið á íbúðaleigunni af festu, ekki aðeins til að tryggja réttmætar tekjur í sveitarsjóði, heldur ekki síður til að stuðla að jafnræði mismunandi rekstrarforma sem bjóða sömu þjónustuna. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest er um íbúðaleiguna, hefur þetta aðhald að mestu verið vanrækt. Afleiðingin er sú að sveitarfélögin missa af mikilvægum tekjum og grafa í leiðinni undan fyrirtækjum sem raunverulega skila þeim tekjum. Það er vægast sagt undarleg vanræksla.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airbnb Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Til eru þeir sem halda að íbúðaleiga til ferðamanna gegnum Airbnb og ámóta leigumiðlanir hafi „bjargað“ ferðaþjónustunni. Annars hefði ekki fengist gisting fyrir alla þessa nýju ferðamenn. Þetta sýni dásemdir hins „litla og krúttlega“ deilihagkerfis. Þetta er alls ekki svo einfalt. Deilihagkerfið var kannski lítið og krúttlegt fyrir löngu. Þá mátti líkja því við strandveiðar. Núna er það frekar eins og togari sem landar framhjá vigt. Réttara er að tala um skuggahagkerfi. Ekkert mælir á móti útleigu íbúða til ferðamanna. En meðan hún er stunduð með jafn takmarkalausri „löndun framhjá vigt“ og raun ber vitni, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, þá er rangt gefið. Takmarkalaus og óheft íbúðaleiga til ferðamanna grefur undan ferðaþjónustunni. Leigusalar keppa við eða undirbjóða hótel og gistihús gegnum Airbnb og aðrar leigumiðlanir. Þeir reikna ekki raunkostnað af húsnæðinu og standa ekki skil á opinberum gjöldum nema að litlu leyti. Herbergjanýting hótela og gistihúsa lækkar vegna þessara undirboða og arðsemin versnar.Niðurgreidd gisting á kostnað sameiginlegra sjóða Einhver kann að halda að við fengjum ekki alla þessa ferðamenn ef ekki byðist íbúðagisting. Er það svo? Sleppum við því að ferðast ef við fáum ekki íbúðagistingu sem við ímyndum okkur að sé ódýr (en er það ekki alltaf)? Að sjálfsögðu ekki, ferðamenn laga sig einfaldlega að aðstæðum á hverjum stað. Íbúðagistingin gegnum Airbnb er á kostnað annarra en ferðamannanna. Hún er á kostnað þeirra sem fjárfesta í og reka hótel og gistihús. Hún fer fram á kostnað sveitarsjóða og ríkissjóðs. Leigusalarnir reikna sér ekki endilega eðlileg laun af vinnu sinni, vegna þess að þeir eru ekkert að skila staðgreiðsluskatti, tryggingagjaldi eða framlagi í lífeyrissjóð. Þessar „aukatekjur“ skapa þeim svigrúmið til að greiða háa þóknun til hinna erlendu leigumiðlana. Ýmsar rannsóknir sýna að á ákveðnum tímabilum sé 40-50% gistiframboðs á höfuðborgarsvæðinu íbúðaleiga í skuggahagkerfinu. Áhrifin birtast í verri herbergjanýtingu hótela. Það er ekki skortur á gistingu, heldur fer hún „undir radarinn.“ Ekkert réttlætir þessa takmarkalausu íbúðaleigu sem grefur undan löglegri starfsemi. Algjört lágmark er að þeir sem vilja leigja íbúðir sínar til ferðamanna búi við sömu reglur og skattskil og aðrir gististaðir.Sveitarfélögin bera mestu ábyrgðina Ábyrgðin á því að rétt sé staðið að þessum málum hvílir að miklu leyti á sveitarfélögunum. Sum þeirra hafa tekið á íbúðaleigunni af festu, ekki aðeins til að tryggja réttmætar tekjur í sveitarsjóði, heldur ekki síður til að stuðla að jafnræði mismunandi rekstrarforma sem bjóða sömu þjónustuna. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest er um íbúðaleiguna, hefur þetta aðhald að mestu verið vanrækt. Afleiðingin er sú að sveitarfélögin missa af mikilvægum tekjum og grafa í leiðinni undan fyrirtækjum sem raunverulega skila þeim tekjum. Það er vægast sagt undarleg vanræksla.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun