Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. mars 2018 13:00 Svandís Svavarsdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. Með frumvarpinu er lagt til að umskurður drengja verði gerður alfarið óheimill að viðlögðu allt að sex ára fangelsi. Á fimmta hundrað íslenskra lækna sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem frumvarpinu var fagnað, en m.a. var vísað til þess að aðgerðin væri sársaukafull og gæti leitt til alvarlegra fylgikvilla. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir jákvætt að málið sé tekið til umræðu. „Ef ég horfi bara á markmiðið í sjálfu sér, sem er bann við umskurði á sveinbörnum, tel ég það réttmætt út frá heilbrigðissjónarmiðum enda hafa um 400 læknar talað þannig. Ég sem heilbrigðisráðherra er því þeirrar skoðunar,“ segir Svandís. Málið er þó vægast sagt umdeilt og hafa trúarleiðtogar í Evrópu t.a.m. lagst harkalega gegn frumvarpinu og telja tillögurnar vega gegn trúfrelsi og miða að því að gera íslamstrú og gyðingdóm refsiverðan. Biskup Íslands og nokkrir prestar þjóðkirkjunnar hafa tekið í sama streng. Þá hefur landlæknir lagst alfarið gegn því að umskurður verði gerður refsiverður í hegningarlögum, en hann bendir á að slíkt bann geti leitt til þess að aðgerðirnar verði engu að síður gerðar – en við óöruggar aðstæður. Svandís segir vissulega þurfa að líta til margra þátta í málinu. „Ég tel að það séu ýmis sjónarmið önnur sem eru þar undir heldur en þau sem lúta að mínu embætti. Ég held að það sé gott að þetta mál komi fram og Alþingi fjalli um það frá öllum hliðum. Þegar þar að kemur er ég óbreyttur þingmaður, en mun taka afstöðu út frá mínu embætti sem heilbrigðisráðherra.“ Hún vill þó ekki gefa upp hvert atkvæði sitt yrði, komi málið til atkvæðagreiðslu í þinginu. „Það er bara eitthvað sem kemur í ljós. Það sem ég heyri er að jafnvel flutningsmaðurinn eins og hún hefur talað er tilbúin til að skoða hvort þessi framsetning málsins sé heppilegust. Þannig að ég ætla bara að leyfa mér að fylgjast með því hvernig þingið vinnur úr málinu,“ segir Svandís að lokum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. Með frumvarpinu er lagt til að umskurður drengja verði gerður alfarið óheimill að viðlögðu allt að sex ára fangelsi. Á fimmta hundrað íslenskra lækna sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem frumvarpinu var fagnað, en m.a. var vísað til þess að aðgerðin væri sársaukafull og gæti leitt til alvarlegra fylgikvilla. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir jákvætt að málið sé tekið til umræðu. „Ef ég horfi bara á markmiðið í sjálfu sér, sem er bann við umskurði á sveinbörnum, tel ég það réttmætt út frá heilbrigðissjónarmiðum enda hafa um 400 læknar talað þannig. Ég sem heilbrigðisráðherra er því þeirrar skoðunar,“ segir Svandís. Málið er þó vægast sagt umdeilt og hafa trúarleiðtogar í Evrópu t.a.m. lagst harkalega gegn frumvarpinu og telja tillögurnar vega gegn trúfrelsi og miða að því að gera íslamstrú og gyðingdóm refsiverðan. Biskup Íslands og nokkrir prestar þjóðkirkjunnar hafa tekið í sama streng. Þá hefur landlæknir lagst alfarið gegn því að umskurður verði gerður refsiverður í hegningarlögum, en hann bendir á að slíkt bann geti leitt til þess að aðgerðirnar verði engu að síður gerðar – en við óöruggar aðstæður. Svandís segir vissulega þurfa að líta til margra þátta í málinu. „Ég tel að það séu ýmis sjónarmið önnur sem eru þar undir heldur en þau sem lúta að mínu embætti. Ég held að það sé gott að þetta mál komi fram og Alþingi fjalli um það frá öllum hliðum. Þegar þar að kemur er ég óbreyttur þingmaður, en mun taka afstöðu út frá mínu embætti sem heilbrigðisráðherra.“ Hún vill þó ekki gefa upp hvert atkvæði sitt yrði, komi málið til atkvæðagreiðslu í þinginu. „Það er bara eitthvað sem kemur í ljós. Það sem ég heyri er að jafnvel flutningsmaðurinn eins og hún hefur talað er tilbúin til að skoða hvort þessi framsetning málsins sé heppilegust. Þannig að ég ætla bara að leyfa mér að fylgjast með því hvernig þingið vinnur úr málinu,“ segir Svandís að lokum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30
Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29