„Það er bara verið að ræna hönnuði“ Guðný Hrönn skrifar 17. mars 2018 09:45 Eyjólfur Pálsson. Vísir/Valgarður Við sögðum frá því í gær að margt fólk er ólmt í að skreyta heimili sín með eftirlíkingum af vinsælum hönnunarvörum. Yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfesti það og sagði í samtali við Fréttablaðið að eftirlíkingar af hönnunarvörum streymdu til landsins og að tollurinn og rétthafar hönnunar væru í stöðugu samtali vegna þessa. Eyjólfur Pálsson, stofnandi hönnunarverslunarinnar EPAL, er steinhissa á þessari þróun og vill vekja fólk til umhugsunar um alvöru þess að stela hönnun. „Ég held að margt fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta er hreinlega stuldur frá hönnuðum. Það er bara verið að ræna hönnuði með þessu,“ segir Eyjólfur sem vill hvetja fólk til að bera virðingu fyrir hönnuðum sem hafa haft fyrir því að mennta sig á sviði hönnunar og koma vöru á markað. Eyjólfur bendir á að til að setja hlutina í samhengi sé hægt að líkja hönnunarstuldi við annan stuld. „Ef einhver myndi stela tónlist eða bókmenntum þá yrði líklegast allt brjálað.“Eftirlíkingu skilað í EPAL Það er Eyjólfi hjartans mál að tala fyrir mikilvægi hönnunar, sérstaklega í ljósi þess að fólk er farið að kaupa eftirlíkingar af vinsælli hönnun í auknum mæli. Eyjólfur segir slíka eftirlíkingu hafa ratað inn á borð til sín í vikunni. Í vikunni kom aðili hingað í EPAL með eftirlíkingu og vildi fá að skipta vegna þess að varan væri gölluð. Hann sagðist hafa fengið þennan hlut að gjöf og fullyrti að hann hefði verið keyptur í EPAL. En starfsmenn sáu strax að þetta var eftirlíking,“ útskýrir Eyjólfur. EPAL tók við eftirlíkingunni og lét viðkomandi hafa ekta útgáfu. „Við létum þennan aðila hafa nýjan hlut og nú eigum við þessa eftirlíkingu hérna, til samanburðar. Maður sér að öll vinna og áferð er allt önnur heldur en á upprunalegri hönnun,“ útskýrir Eyjólfur sem undrar sig á því að fólk hafi yfirhöfuð áhuga á að hafa eftirlíkingar heima hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. 16. mars 2018 10:30 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira
Við sögðum frá því í gær að margt fólk er ólmt í að skreyta heimili sín með eftirlíkingum af vinsælum hönnunarvörum. Yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfesti það og sagði í samtali við Fréttablaðið að eftirlíkingar af hönnunarvörum streymdu til landsins og að tollurinn og rétthafar hönnunar væru í stöðugu samtali vegna þessa. Eyjólfur Pálsson, stofnandi hönnunarverslunarinnar EPAL, er steinhissa á þessari þróun og vill vekja fólk til umhugsunar um alvöru þess að stela hönnun. „Ég held að margt fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta er hreinlega stuldur frá hönnuðum. Það er bara verið að ræna hönnuði með þessu,“ segir Eyjólfur sem vill hvetja fólk til að bera virðingu fyrir hönnuðum sem hafa haft fyrir því að mennta sig á sviði hönnunar og koma vöru á markað. Eyjólfur bendir á að til að setja hlutina í samhengi sé hægt að líkja hönnunarstuldi við annan stuld. „Ef einhver myndi stela tónlist eða bókmenntum þá yrði líklegast allt brjálað.“Eftirlíkingu skilað í EPAL Það er Eyjólfi hjartans mál að tala fyrir mikilvægi hönnunar, sérstaklega í ljósi þess að fólk er farið að kaupa eftirlíkingar af vinsælli hönnun í auknum mæli. Eyjólfur segir slíka eftirlíkingu hafa ratað inn á borð til sín í vikunni. Í vikunni kom aðili hingað í EPAL með eftirlíkingu og vildi fá að skipta vegna þess að varan væri gölluð. Hann sagðist hafa fengið þennan hlut að gjöf og fullyrti að hann hefði verið keyptur í EPAL. En starfsmenn sáu strax að þetta var eftirlíking,“ útskýrir Eyjólfur. EPAL tók við eftirlíkingunni og lét viðkomandi hafa ekta útgáfu. „Við létum þennan aðila hafa nýjan hlut og nú eigum við þessa eftirlíkingu hérna, til samanburðar. Maður sér að öll vinna og áferð er allt önnur heldur en á upprunalegri hönnun,“ útskýrir Eyjólfur sem undrar sig á því að fólk hafi yfirhöfuð áhuga á að hafa eftirlíkingar heima hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. 16. mars 2018 10:30 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira
Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. 16. mars 2018 10:30