„Það er bara verið að ræna hönnuði“ Guðný Hrönn skrifar 17. mars 2018 09:45 Eyjólfur Pálsson. Vísir/Valgarður Við sögðum frá því í gær að margt fólk er ólmt í að skreyta heimili sín með eftirlíkingum af vinsælum hönnunarvörum. Yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfesti það og sagði í samtali við Fréttablaðið að eftirlíkingar af hönnunarvörum streymdu til landsins og að tollurinn og rétthafar hönnunar væru í stöðugu samtali vegna þessa. Eyjólfur Pálsson, stofnandi hönnunarverslunarinnar EPAL, er steinhissa á þessari þróun og vill vekja fólk til umhugsunar um alvöru þess að stela hönnun. „Ég held að margt fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta er hreinlega stuldur frá hönnuðum. Það er bara verið að ræna hönnuði með þessu,“ segir Eyjólfur sem vill hvetja fólk til að bera virðingu fyrir hönnuðum sem hafa haft fyrir því að mennta sig á sviði hönnunar og koma vöru á markað. Eyjólfur bendir á að til að setja hlutina í samhengi sé hægt að líkja hönnunarstuldi við annan stuld. „Ef einhver myndi stela tónlist eða bókmenntum þá yrði líklegast allt brjálað.“Eftirlíkingu skilað í EPAL Það er Eyjólfi hjartans mál að tala fyrir mikilvægi hönnunar, sérstaklega í ljósi þess að fólk er farið að kaupa eftirlíkingar af vinsælli hönnun í auknum mæli. Eyjólfur segir slíka eftirlíkingu hafa ratað inn á borð til sín í vikunni. Í vikunni kom aðili hingað í EPAL með eftirlíkingu og vildi fá að skipta vegna þess að varan væri gölluð. Hann sagðist hafa fengið þennan hlut að gjöf og fullyrti að hann hefði verið keyptur í EPAL. En starfsmenn sáu strax að þetta var eftirlíking,“ útskýrir Eyjólfur. EPAL tók við eftirlíkingunni og lét viðkomandi hafa ekta útgáfu. „Við létum þennan aðila hafa nýjan hlut og nú eigum við þessa eftirlíkingu hérna, til samanburðar. Maður sér að öll vinna og áferð er allt önnur heldur en á upprunalegri hönnun,“ útskýrir Eyjólfur sem undrar sig á því að fólk hafi yfirhöfuð áhuga á að hafa eftirlíkingar heima hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. 16. mars 2018 10:30 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Við sögðum frá því í gær að margt fólk er ólmt í að skreyta heimili sín með eftirlíkingum af vinsælum hönnunarvörum. Yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfesti það og sagði í samtali við Fréttablaðið að eftirlíkingar af hönnunarvörum streymdu til landsins og að tollurinn og rétthafar hönnunar væru í stöðugu samtali vegna þessa. Eyjólfur Pálsson, stofnandi hönnunarverslunarinnar EPAL, er steinhissa á þessari þróun og vill vekja fólk til umhugsunar um alvöru þess að stela hönnun. „Ég held að margt fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta er hreinlega stuldur frá hönnuðum. Það er bara verið að ræna hönnuði með þessu,“ segir Eyjólfur sem vill hvetja fólk til að bera virðingu fyrir hönnuðum sem hafa haft fyrir því að mennta sig á sviði hönnunar og koma vöru á markað. Eyjólfur bendir á að til að setja hlutina í samhengi sé hægt að líkja hönnunarstuldi við annan stuld. „Ef einhver myndi stela tónlist eða bókmenntum þá yrði líklegast allt brjálað.“Eftirlíkingu skilað í EPAL Það er Eyjólfi hjartans mál að tala fyrir mikilvægi hönnunar, sérstaklega í ljósi þess að fólk er farið að kaupa eftirlíkingar af vinsælli hönnun í auknum mæli. Eyjólfur segir slíka eftirlíkingu hafa ratað inn á borð til sín í vikunni. Í vikunni kom aðili hingað í EPAL með eftirlíkingu og vildi fá að skipta vegna þess að varan væri gölluð. Hann sagðist hafa fengið þennan hlut að gjöf og fullyrti að hann hefði verið keyptur í EPAL. En starfsmenn sáu strax að þetta var eftirlíking,“ útskýrir Eyjólfur. EPAL tók við eftirlíkingunni og lét viðkomandi hafa ekta útgáfu. „Við létum þennan aðila hafa nýjan hlut og nú eigum við þessa eftirlíkingu hérna, til samanburðar. Maður sér að öll vinna og áferð er allt önnur heldur en á upprunalegri hönnun,“ útskýrir Eyjólfur sem undrar sig á því að fólk hafi yfirhöfuð áhuga á að hafa eftirlíkingar heima hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. 16. mars 2018 10:30 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. 16. mars 2018 10:30