Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2018 22:15 Sigurður Ingi tekur við mótmælalistanum. Eyþór Stefánsson Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tók við um 2.500 undirskriftum frá íbúum á Austurlandi sem vilja að þriggja kílómetra kafli á milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða verði malbikaður í sumar. Um er að ræða Borgarfjarðarveg 94 sem er um 70 kílómetra langur. Af þessari 70 kílómetra leið eru 28 kílómetra langur malarvegur en á þeim spotta er þriggja kílómetra kafli sem verður ansi slæmur þegar umferð eykst á sumrin. Er um að ræða veginn um Njarðvíkurskarð en sveitarfélagið fyrir austan hefur í hyggju að ráðast í framkvæmdir þar í sumar og skoruðu þau Eyþór Stefánsson, kærasta hans Steinunn Káradóttir og bróðir hennar Óttar Már Kárason á Sigurð Inga að ráðast í vegabætur á þeim kafla samhliða þeim framkvæmdum.Íbúar á Borgarfirði eystra tóku sig til og hófu framkvæmdir á veginum í mótmælaskyni í febrúar síðastliðnum.Vísir/TINNA„Hann sagðist taka við þessu með það að markmiði að hægt yrði að ráðast í þann kafla og áframhald seinna. Við leyfum okkur að vera hóflega bjartsýn eftir þetta og miðað við hvernig hann talar myndi maður halda að það yrði líklegra en hitt að það muni rætast úr þessu,“ segir Eyþór Stefánsson í samtali við Vísi um fundinn. Hann segir Borgfirðinga vana því að heyra af þessum vegi á samgönguáætlun en að honum sé síðar kippt af henni. Eyþór vonast til að það muni breytast eftir þennan fund í dag. Hann segir Sigurð Inga hafa verið minntan á að þau vonuðu að ef ráðist yrði í vegabætur á þessum þriggja kílómetra kafla í sumar þá þyrftu þau ekki að bíða í annan áratug eftir frekari samgöngubótum. Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tók við um 2.500 undirskriftum frá íbúum á Austurlandi sem vilja að þriggja kílómetra kafli á milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða verði malbikaður í sumar. Um er að ræða Borgarfjarðarveg 94 sem er um 70 kílómetra langur. Af þessari 70 kílómetra leið eru 28 kílómetra langur malarvegur en á þeim spotta er þriggja kílómetra kafli sem verður ansi slæmur þegar umferð eykst á sumrin. Er um að ræða veginn um Njarðvíkurskarð en sveitarfélagið fyrir austan hefur í hyggju að ráðast í framkvæmdir þar í sumar og skoruðu þau Eyþór Stefánsson, kærasta hans Steinunn Káradóttir og bróðir hennar Óttar Már Kárason á Sigurð Inga að ráðast í vegabætur á þeim kafla samhliða þeim framkvæmdum.Íbúar á Borgarfirði eystra tóku sig til og hófu framkvæmdir á veginum í mótmælaskyni í febrúar síðastliðnum.Vísir/TINNA„Hann sagðist taka við þessu með það að markmiði að hægt yrði að ráðast í þann kafla og áframhald seinna. Við leyfum okkur að vera hóflega bjartsýn eftir þetta og miðað við hvernig hann talar myndi maður halda að það yrði líklegra en hitt að það muni rætast úr þessu,“ segir Eyþór Stefánsson í samtali við Vísi um fundinn. Hann segir Borgfirðinga vana því að heyra af þessum vegi á samgönguáætlun en að honum sé síðar kippt af henni. Eyþór vonast til að það muni breytast eftir þennan fund í dag. Hann segir Sigurð Inga hafa verið minntan á að þau vonuðu að ef ráðist yrði í vegabætur á þessum þriggja kílómetra kafla í sumar þá þyrftu þau ekki að bíða í annan áratug eftir frekari samgöngubótum.
Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45