Umfjöllun og viðtöl: ÍBV – Stjarnan 29-28 | ÍBV með pálmann í höndunum Guðjón Örn Sigtryggsson skrifar 18. mars 2018 22:45 Sigurbergur Sveinsson. vísir/valli ÍBV vann í kvöld sigur á Stjörnunni með minnsta mun, í leik sem var jafn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Bæði lið hefðu getað unnið leikinn en ÍBV var örlítið betra heilt yfir. Þar sem Selfoss tapaði fyrir FH í kvöld eru liðin jöfn ÍBV á toppi deildarinnar en Eyjamenn standa best þessara þriggja liða að vígi fyrir lokaumferðina. Verði liðin enn jöfn að stigum eftir hana verður ÍBV deildarmeistari. Eyjamenn voru ekki að spila sinn besta leik á tímabilinu en áræðni liðsins skilaði liðinu sigrinum. Maður leiksins var án efa Kári Kristján Kristjánsson sem var óstöðvandi á línunni og átti vörn Stjörnunar erfitt með hann. Atkvæðamestur Stjörnumanna var Egill Magnússon með 7 mörk.Af hverju vann ÍBV? Varnarleikur ÍBV var öflugur í kvöld en liðið fékk aðeins tvær brottvísanir á sig í kvöld en Stjörnumenn alls fimm, sem hafði mikið að segja í jöfnum leik eins og í kvöld. Vörn ÍBV réð vel við sóknarleik gestanna.Hverjir stóðu upp úr? Kári Kristján var sem fyrr segir frábær en Magnús Stefánsson átti einnig góðan leik í vörn ÍBV. Andri Heimir, Róbert og Sigurbergur áttu líka góðan dag. Egill og Leó Snær lögðu sitt af mörkum með tólf mörk samanlagt og þá var Bjarki Már Gunnarsson öflugur í vörn Garðbæinga.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að klára sínar sóknir og bæði lið töpuðu mikið af boltum. Fyrir sóknarleik ÍBV munaði miklu að Róbert Aron Hostert fór meiddur af velli snemma í síðari hálfleik.Hvað gerist næst? Stjörnumenn mæta FH-ingum í lokaumferðinni en Hafnfirðingar halda enn í vonina um deildarmeistaratitilinn. ÍBV fer í Safamýrina og mætir Fram en með sigri í þeim leik munu Eyjamenn fara langt með að tryggja sér deildarmeistaratiilinn. Viðtöl úr leiknum Olís-deild karla
ÍBV vann í kvöld sigur á Stjörnunni með minnsta mun, í leik sem var jafn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Bæði lið hefðu getað unnið leikinn en ÍBV var örlítið betra heilt yfir. Þar sem Selfoss tapaði fyrir FH í kvöld eru liðin jöfn ÍBV á toppi deildarinnar en Eyjamenn standa best þessara þriggja liða að vígi fyrir lokaumferðina. Verði liðin enn jöfn að stigum eftir hana verður ÍBV deildarmeistari. Eyjamenn voru ekki að spila sinn besta leik á tímabilinu en áræðni liðsins skilaði liðinu sigrinum. Maður leiksins var án efa Kári Kristján Kristjánsson sem var óstöðvandi á línunni og átti vörn Stjörnunar erfitt með hann. Atkvæðamestur Stjörnumanna var Egill Magnússon með 7 mörk.Af hverju vann ÍBV? Varnarleikur ÍBV var öflugur í kvöld en liðið fékk aðeins tvær brottvísanir á sig í kvöld en Stjörnumenn alls fimm, sem hafði mikið að segja í jöfnum leik eins og í kvöld. Vörn ÍBV réð vel við sóknarleik gestanna.Hverjir stóðu upp úr? Kári Kristján var sem fyrr segir frábær en Magnús Stefánsson átti einnig góðan leik í vörn ÍBV. Andri Heimir, Róbert og Sigurbergur áttu líka góðan dag. Egill og Leó Snær lögðu sitt af mörkum með tólf mörk samanlagt og þá var Bjarki Már Gunnarsson öflugur í vörn Garðbæinga.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að klára sínar sóknir og bæði lið töpuðu mikið af boltum. Fyrir sóknarleik ÍBV munaði miklu að Róbert Aron Hostert fór meiddur af velli snemma í síðari hálfleik.Hvað gerist næst? Stjörnumenn mæta FH-ingum í lokaumferðinni en Hafnfirðingar halda enn í vonina um deildarmeistaratitilinn. ÍBV fer í Safamýrina og mætir Fram en með sigri í þeim leik munu Eyjamenn fara langt með að tryggja sér deildarmeistaratiilinn. Viðtöl úr leiknum
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti