Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 32-28 | Loks vann Valur á heimavelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. mars 2018 22:30 Magnús Óli Magnússon. Vísir/Andri Marinó Valur bar sigurorð af Aftureldingu í næst síðustu umferð Olís deild karla er liðin mættust í Valsheimilinu í kvöld. Eftir tafir á leiknum vegna körfuboltakörfu sem ekki var hægt að hífa upp í loft fór Valur með fjögurra marka sigur, 32-28. Leikurinn var mjög jafn og voru bæði lið að spila virkilega vel. Gestirnir úr Mosfellsbæ skoruðu fyrsta markið. Liðin skiptust á að jafna og taka forystuna út fyrri hálfleikinn. Valur komst mest í þriggja marka forystu, 10-7, þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Jafnt var með liðunum í hálfleik, 16-16. Þrátt fyrir hátt skor stóðu markmenn beggja liða sig nokkuð vel, það var bara það mikill hraði í leiknum að markaskorið varð hátt. Seinni hálfleikurinn byrjaði á sömu nótunum, mjög jafnt á milli liðanna og barist hart. Sigurður Ingiberg Ólafsson kom í markið hjá Val fyrir seinni hálfleikinn og hann ákvað að loka markrammanum. Valur komst í 23-20 á 45. mínútu og eftir það náðu gestirnir ekki að jafna. Þeir héldu þó vel í við Valsmenn en Sigurður Ingiberg varði stór skot úr opnum færum og hraðaupphlaupum og kom í raun í veg fyrir að Afturelding næði að gera leikinn að háspennuleik undir lokinn. Valur var með leikinn í höndum sér síðustu tíu mínúturnar og náðu Íslandsmeistararnir að halda út og fara með sigurinn. Haukar unnu sinn leik í Grafarvoginum og eru því bæði lið með 29 stig fyrir loka umferðina og staðan í deildinni því óbreytt hjá þessum liðum.Afhverju vann Valur? Fyrrnefndur Sigurður Ingiberg Ólafsson var aðal munurinn á liðunum í kvöld. Afturelding var að spila mjög vel mest allan leikinn og þó markvarðapar Mosfellinga hafi staðið sig vel í leiknum þá tók Sigurður fimm fleiri bolta en Kolbeinn Aron Ingibjargarson hinu megin í seinni hálfleiknum. Afturelding brotnaði aðeins á loka mínútunum, þeir gáfu Valsmönnum nokkur auðveld mörk undir lokin sem gerði þeim enn erfiðara fyrir að ná að stela stigi.Hverjir stóðu upp úr? Anton Rúnarsson átti mjög góðan leik hjá Val, líkt og Magnús Óli Magnússon og Ólafur Ægir Ólafsson til að nefna einhverja. Annars er mjög erfitt að gera upp á móti þar sem allt Valsliðið spilaði mjög vel í dag. Hjá gestunum var Mikk Pinnonen mjög ógnandi í sókninni ásamt Gunnari Kristni Þórssyni og Birki Benediktssyni. En það sama má í raun segja um lið gestanna, almennt séð spilaði liðið mjög vel sem heild.Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik voru Mosfellingar oft á tíðum óþarflega miklir klaufar. Þeir gáfu Valsmönnum of mörg ódýr hraðaupphlaup með lélegum sendingum og klaufaskap. Það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld, en liðið lagaði þetta í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Það er bara ein umferð eftir í Olís deild karla og hún fer fram eftir þrjá daga, á miðvikudaginn 21. mars. Valur fer í Schenkerhöllina og liðin mætast í hreinum úrslitaleik um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Afturelding tekur á móti ÍR í Mosfellsbænum. ÍR er öruggt með 8. sætið en Afturelding þarf að sækja sigur þar til að halda sjötta sætinu, Stjarnan gæti tekið það með sigri ef Mosfellingar tapa stigum.Guðlaugur Arnarsson.Vísir/Andri MarinóGuðlaugur: Siggi er frábær í að koma inn og loka leikjum „Ánægður með heilsteyptan og góðan leik hjá okkur,“ voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Arnarssonar, þjálfara Vals, eftir leikinn. „Afturelding var alltaf að koma í bakið á okkur. Ég veit ekki hversu oft við vorum nálægt því að komast þrem, fjórum, fimm mörkum yfir en þeir koma alltaf í bakið á okkur. Keyrðu mikið á okkur, þetta var mjög hraður leikur, en ég er ánægður með okkar sigur í dag.“ Hvað réði úrslitum og skóp sigurinn að mati Guðlaugs? „Í seinni hálfleik þegar við sköpuðum forskotið. Þá kemur Siggi inn með markvörslur og er að halda þannig séð allan leikinn. Við fækkkum tæknilegum mistökum og náum að sigla aðeins fram úr þeim. Það var svona það sem skildi að.“ „Þetta er bara það sem Siggi er frábær í, að koma svona inn og loka leikjum. Hann á bara hrós skilið fyrir sína innkomu í fyrri hálfleik,“ sagði Guðlaugur Arnarsson.Einar Andri ræðir við sína menn.vísir/eyþórEinar Andri: Ánægður með allt nema úrslitin „Alltaf vonbrigði að tapa en mér fannst við spila þokkalegan leik, jafnan leik nærri allan tíman,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í leikslok. „Við hefðum getað farið aðeins betur með nokkur færi og svo lákum við heldur mörgum mörkum inn þegar fór að líða á. Það var mikið tempó og þetta var fínn leikur.“ „Tvö hörku lið og mér fannst við spila þokkalega á köflum. Hefðum þurft að gera aðeins betur varnarlega og taka tvo, þrjá bolta til viðbótar í markinu og þá hefðum við getað tekið eitthvað út úr þessu.“ Einar Andri tók undir það að hans menn hefðu verið heldur klaufalegir í fyrri hálfleik. „Við vorum með 8 tapaða bolta í fyrri hálfleik á meðan við erum bara með 2 í seinni. Við skorum 16 mörk og erum með 8 tapaða bolta, það segir ýmislegt. En það vantaði aðeins upp á skotnýtinguna í seinni hálfleiknum.“ „Ég tek bara helling út úr þessu. Við vorum að spila góðan leik á móti góðu liði og allt nema úrslitin er ég ánægður með,“ sagði Einar Andri aðspurður hvað hann tæki jákvætt úr leiknum.Anton Rúnarsson.Vísir/Andri MarinóAnton: Vorum búnir að bíða mjög lengi eftir þessum leik „Þetta var hörku leikur, það var jafnt í hálfleik og á næstum öllum tölum nema við tókum aðeins fram úr í lokin,“ sagði Anton Rúnarsson eftir leikinn. Anton var markahæstur Valsmanna í leiknum með 9 mörk, þar af 4 úr vítaskotum. „Einar var flottur í markinu í fyrri og Siggi kemur í seinni og stígur upp og var bara frábær. Við erum með tvo góða markmenn og verðum að nýta þá.“ Valsmenn spiluðu síðast leik 28. febrúar og mættu aftur með krafti eftir fríið sem hlýtur að teljast góðs viti fyrir úrslitakeppnina. „Við erum búnir að bíða mjög lengi eftir þessum leik og þurftum að bíða lengi hér í kvöld en leikurinn hafðist og mjög gott að spila og við spiluðum vel. Við fengum loksins heimasigur sem er mjög jákvætt.“ Leiknum seinkaði um nærri klukkutíma vegna vesens á körfu sem hékk föst yfir vellinum. Hafði það áhrif á leikmennina? „Nei nei. Þetta tók kannski aðiens lengri tíma en menn bjuggust við svo við vorum búnir að hita þrisvar upp og þetta var svolítið einkennilegt. Fyrstu mínúturnar var maður aðeins lengi í gang en ekkert sem hafði nein áhrif á leikinn,“ sagði Anton Rúnarsson. Olís-deild karla
Valur bar sigurorð af Aftureldingu í næst síðustu umferð Olís deild karla er liðin mættust í Valsheimilinu í kvöld. Eftir tafir á leiknum vegna körfuboltakörfu sem ekki var hægt að hífa upp í loft fór Valur með fjögurra marka sigur, 32-28. Leikurinn var mjög jafn og voru bæði lið að spila virkilega vel. Gestirnir úr Mosfellsbæ skoruðu fyrsta markið. Liðin skiptust á að jafna og taka forystuna út fyrri hálfleikinn. Valur komst mest í þriggja marka forystu, 10-7, þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Jafnt var með liðunum í hálfleik, 16-16. Þrátt fyrir hátt skor stóðu markmenn beggja liða sig nokkuð vel, það var bara það mikill hraði í leiknum að markaskorið varð hátt. Seinni hálfleikurinn byrjaði á sömu nótunum, mjög jafnt á milli liðanna og barist hart. Sigurður Ingiberg Ólafsson kom í markið hjá Val fyrir seinni hálfleikinn og hann ákvað að loka markrammanum. Valur komst í 23-20 á 45. mínútu og eftir það náðu gestirnir ekki að jafna. Þeir héldu þó vel í við Valsmenn en Sigurður Ingiberg varði stór skot úr opnum færum og hraðaupphlaupum og kom í raun í veg fyrir að Afturelding næði að gera leikinn að háspennuleik undir lokinn. Valur var með leikinn í höndum sér síðustu tíu mínúturnar og náðu Íslandsmeistararnir að halda út og fara með sigurinn. Haukar unnu sinn leik í Grafarvoginum og eru því bæði lið með 29 stig fyrir loka umferðina og staðan í deildinni því óbreytt hjá þessum liðum.Afhverju vann Valur? Fyrrnefndur Sigurður Ingiberg Ólafsson var aðal munurinn á liðunum í kvöld. Afturelding var að spila mjög vel mest allan leikinn og þó markvarðapar Mosfellinga hafi staðið sig vel í leiknum þá tók Sigurður fimm fleiri bolta en Kolbeinn Aron Ingibjargarson hinu megin í seinni hálfleiknum. Afturelding brotnaði aðeins á loka mínútunum, þeir gáfu Valsmönnum nokkur auðveld mörk undir lokin sem gerði þeim enn erfiðara fyrir að ná að stela stigi.Hverjir stóðu upp úr? Anton Rúnarsson átti mjög góðan leik hjá Val, líkt og Magnús Óli Magnússon og Ólafur Ægir Ólafsson til að nefna einhverja. Annars er mjög erfitt að gera upp á móti þar sem allt Valsliðið spilaði mjög vel í dag. Hjá gestunum var Mikk Pinnonen mjög ógnandi í sókninni ásamt Gunnari Kristni Þórssyni og Birki Benediktssyni. En það sama má í raun segja um lið gestanna, almennt séð spilaði liðið mjög vel sem heild.Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik voru Mosfellingar oft á tíðum óþarflega miklir klaufar. Þeir gáfu Valsmönnum of mörg ódýr hraðaupphlaup með lélegum sendingum og klaufaskap. Það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld, en liðið lagaði þetta í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Það er bara ein umferð eftir í Olís deild karla og hún fer fram eftir þrjá daga, á miðvikudaginn 21. mars. Valur fer í Schenkerhöllina og liðin mætast í hreinum úrslitaleik um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Afturelding tekur á móti ÍR í Mosfellsbænum. ÍR er öruggt með 8. sætið en Afturelding þarf að sækja sigur þar til að halda sjötta sætinu, Stjarnan gæti tekið það með sigri ef Mosfellingar tapa stigum.Guðlaugur Arnarsson.Vísir/Andri MarinóGuðlaugur: Siggi er frábær í að koma inn og loka leikjum „Ánægður með heilsteyptan og góðan leik hjá okkur,“ voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Arnarssonar, þjálfara Vals, eftir leikinn. „Afturelding var alltaf að koma í bakið á okkur. Ég veit ekki hversu oft við vorum nálægt því að komast þrem, fjórum, fimm mörkum yfir en þeir koma alltaf í bakið á okkur. Keyrðu mikið á okkur, þetta var mjög hraður leikur, en ég er ánægður með okkar sigur í dag.“ Hvað réði úrslitum og skóp sigurinn að mati Guðlaugs? „Í seinni hálfleik þegar við sköpuðum forskotið. Þá kemur Siggi inn með markvörslur og er að halda þannig séð allan leikinn. Við fækkkum tæknilegum mistökum og náum að sigla aðeins fram úr þeim. Það var svona það sem skildi að.“ „Þetta er bara það sem Siggi er frábær í, að koma svona inn og loka leikjum. Hann á bara hrós skilið fyrir sína innkomu í fyrri hálfleik,“ sagði Guðlaugur Arnarsson.Einar Andri ræðir við sína menn.vísir/eyþórEinar Andri: Ánægður með allt nema úrslitin „Alltaf vonbrigði að tapa en mér fannst við spila þokkalegan leik, jafnan leik nærri allan tíman,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í leikslok. „Við hefðum getað farið aðeins betur með nokkur færi og svo lákum við heldur mörgum mörkum inn þegar fór að líða á. Það var mikið tempó og þetta var fínn leikur.“ „Tvö hörku lið og mér fannst við spila þokkalega á köflum. Hefðum þurft að gera aðeins betur varnarlega og taka tvo, þrjá bolta til viðbótar í markinu og þá hefðum við getað tekið eitthvað út úr þessu.“ Einar Andri tók undir það að hans menn hefðu verið heldur klaufalegir í fyrri hálfleik. „Við vorum með 8 tapaða bolta í fyrri hálfleik á meðan við erum bara með 2 í seinni. Við skorum 16 mörk og erum með 8 tapaða bolta, það segir ýmislegt. En það vantaði aðeins upp á skotnýtinguna í seinni hálfleiknum.“ „Ég tek bara helling út úr þessu. Við vorum að spila góðan leik á móti góðu liði og allt nema úrslitin er ég ánægður með,“ sagði Einar Andri aðspurður hvað hann tæki jákvætt úr leiknum.Anton Rúnarsson.Vísir/Andri MarinóAnton: Vorum búnir að bíða mjög lengi eftir þessum leik „Þetta var hörku leikur, það var jafnt í hálfleik og á næstum öllum tölum nema við tókum aðeins fram úr í lokin,“ sagði Anton Rúnarsson eftir leikinn. Anton var markahæstur Valsmanna í leiknum með 9 mörk, þar af 4 úr vítaskotum. „Einar var flottur í markinu í fyrri og Siggi kemur í seinni og stígur upp og var bara frábær. Við erum með tvo góða markmenn og verðum að nýta þá.“ Valsmenn spiluðu síðast leik 28. febrúar og mættu aftur með krafti eftir fríið sem hlýtur að teljast góðs viti fyrir úrslitakeppnina. „Við erum búnir að bíða mjög lengi eftir þessum leik og þurftum að bíða lengi hér í kvöld en leikurinn hafðist og mjög gott að spila og við spiluðum vel. Við fengum loksins heimasigur sem er mjög jákvætt.“ Leiknum seinkaði um nærri klukkutíma vegna vesens á körfu sem hékk föst yfir vellinum. Hafði það áhrif á leikmennina? „Nei nei. Þetta tók kannski aðiens lengri tíma en menn bjuggust við svo við vorum búnir að hita þrisvar upp og þetta var svolítið einkennilegt. Fyrstu mínúturnar var maður aðeins lengi í gang en ekkert sem hafði nein áhrif á leikinn,“ sagði Anton Rúnarsson.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti