Þúsundir flúðu Austur-Ghouta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. mars 2018 07:30 Flestir fóru fótgangandi en margir fengu sæti í rútum, eins og þessi drengur hér. Vísir/Getty Þúsundir almennra borgara flúðu Austur-Ghouta í Sýrlandi í gær. Fór fólkið fótgangandi út af svæðinu. Svo margir hafa ekki flúið svæðið á sama degi frá því stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, setti aukinn þunga í sókn sína í febrúar. Reuters greindi frá. „Við höfðum setið föst niðri í kjallara lengi og þorðum ekki að koma út. Við gátum ekki verið hér lengur. Hér er enginn matur,“ sagði einn hinna flúnu við Reuters í gær í útjaðri bæjarins Hammouriyeh. Annar maður, Amer al-Shourbaji, hafði svipaða sögu að segja. Sagði hann ekkert vatn í Austur-Ghouta, ekkert rafmagn og enga menntun fyrir börn sín. „Á hverjum degi flýja um 800 manns,“ hafði rússneski miðillinn RIA eftir rússneska herforingjanum Vladímír Zolotúkhín. Rússar eru helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights hafa að minnsta kosti 12.500 nú flúið svæðið og haldið inn á yfirráðasvæði stjórnarliða. Enn eru um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta en stjórnarherinn nálgast markmið sitt um að taka svæðið. Hefur hann nú þegar klofið yfirráðasvæði uppreisnarmanna í tvennt. Nærri þúsund hafa fallið í linnulausum árásum Assad-liða. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar ná mikilvægum bæ í Ghouta Árásin á svæðið hefur nú staðið yfir í um mánuð og er talið að rúmlega 1.200 almennir borgarar hafi fallið. 15. mars 2018 11:05 Sýrlenski stjórnarherinn hefur umkringt Douma Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta 10. mars 2018 23:30 Tókst aftur að flytja særða Á þriðja tug almennra borgara, sem þurftu nauðsynlega að komast undir læknishendur, tókst í gær að flýja Austur-Ghouta í Sýrlandi. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Þúsundir almennra borgara flúðu Austur-Ghouta í Sýrlandi í gær. Fór fólkið fótgangandi út af svæðinu. Svo margir hafa ekki flúið svæðið á sama degi frá því stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, setti aukinn þunga í sókn sína í febrúar. Reuters greindi frá. „Við höfðum setið föst niðri í kjallara lengi og þorðum ekki að koma út. Við gátum ekki verið hér lengur. Hér er enginn matur,“ sagði einn hinna flúnu við Reuters í gær í útjaðri bæjarins Hammouriyeh. Annar maður, Amer al-Shourbaji, hafði svipaða sögu að segja. Sagði hann ekkert vatn í Austur-Ghouta, ekkert rafmagn og enga menntun fyrir börn sín. „Á hverjum degi flýja um 800 manns,“ hafði rússneski miðillinn RIA eftir rússneska herforingjanum Vladímír Zolotúkhín. Rússar eru helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights hafa að minnsta kosti 12.500 nú flúið svæðið og haldið inn á yfirráðasvæði stjórnarliða. Enn eru um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta en stjórnarherinn nálgast markmið sitt um að taka svæðið. Hefur hann nú þegar klofið yfirráðasvæði uppreisnarmanna í tvennt. Nærri þúsund hafa fallið í linnulausum árásum Assad-liða.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar ná mikilvægum bæ í Ghouta Árásin á svæðið hefur nú staðið yfir í um mánuð og er talið að rúmlega 1.200 almennir borgarar hafi fallið. 15. mars 2018 11:05 Sýrlenski stjórnarherinn hefur umkringt Douma Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta 10. mars 2018 23:30 Tókst aftur að flytja særða Á þriðja tug almennra borgara, sem þurftu nauðsynlega að komast undir læknishendur, tókst í gær að flýja Austur-Ghouta í Sýrlandi. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Assad-liðar ná mikilvægum bæ í Ghouta Árásin á svæðið hefur nú staðið yfir í um mánuð og er talið að rúmlega 1.200 almennir borgarar hafi fallið. 15. mars 2018 11:05
Sýrlenski stjórnarherinn hefur umkringt Douma Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta 10. mars 2018 23:30
Tókst aftur að flytja særða Á þriðja tug almennra borgara, sem þurftu nauðsynlega að komast undir læknishendur, tókst í gær að flýja Austur-Ghouta í Sýrlandi. 15. mars 2018 06:00