„Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 16:00 Guðni Bergsson, Guðni Th. Jóhannesson og Þorvaldur Ólafsson. Vísir/Rakel Ósk Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. Búningur íslenska fótboltalandsliðsins er hannaður með þarfir og óskir leikmanna að leiðarljósi. Errea og KSÍ hafa lengi verið í samstarfi og ítalska fyrirtækið hefur verið einn helsti stuðningsaðili KSÍ í mörg ár eða allt frá árinu 2002. „Þetta er stund sem margir hafa beðið eftir, enda búningur, eða treyja sem meirihluti þjóðarinnar mun líklega klæðast í sumar. Við erum gríðarlega sátt við útkomuna, enda var tekið tillit til allra okkar þarfa við hönnun treyjunnar og hún er flott,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í fréttatilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands. Ís, vatn eldur og hverir.ErreaGrunnhugmyndin á bakvið hönnunina er vísun í einkenni landsins, eldinn, ísinn, hraunið og vatnið. Hönnunin var í höndum hins margreynda Filippo Affani, en hann hefur mikla reynslu þegar kemur að útliti og efnisvali íþróttafatnaðar. Affani er líka mikill Íslandsvinur. „Við erum gríðarlega stolt í dag þegar við afhendum fyrstu treyjurnar. Það er ekki einfalt að hanna og framleiða keppnistreyju landsliðs þar sem taka þarf tillit til óska og þarfa þeirra sem verða í henni. Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni og áræðnina þrátt fyrir smæð,“ sagði Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi í fréttatilkynningu KSÍ. „Eftir EM ævintýrið árið 2016 erum við hjá Errea reynslunni ríkari og munum leggja okkur fram um að svara eftirspurn þjóðarinnar og tökum þannig þátt og styðjum strákana,“ sagði Þorvaldur en hér fyrir neðan má sjá erindi hans á blaðamannafundinum í Laugardal fyrr í dag. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“ Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis. 15. mars 2018 15:47 HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45 Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. Búningur íslenska fótboltalandsliðsins er hannaður með þarfir og óskir leikmanna að leiðarljósi. Errea og KSÍ hafa lengi verið í samstarfi og ítalska fyrirtækið hefur verið einn helsti stuðningsaðili KSÍ í mörg ár eða allt frá árinu 2002. „Þetta er stund sem margir hafa beðið eftir, enda búningur, eða treyja sem meirihluti þjóðarinnar mun líklega klæðast í sumar. Við erum gríðarlega sátt við útkomuna, enda var tekið tillit til allra okkar þarfa við hönnun treyjunnar og hún er flott,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í fréttatilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands. Ís, vatn eldur og hverir.ErreaGrunnhugmyndin á bakvið hönnunina er vísun í einkenni landsins, eldinn, ísinn, hraunið og vatnið. Hönnunin var í höndum hins margreynda Filippo Affani, en hann hefur mikla reynslu þegar kemur að útliti og efnisvali íþróttafatnaðar. Affani er líka mikill Íslandsvinur. „Við erum gríðarlega stolt í dag þegar við afhendum fyrstu treyjurnar. Það er ekki einfalt að hanna og framleiða keppnistreyju landsliðs þar sem taka þarf tillit til óska og þarfa þeirra sem verða í henni. Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni og áræðnina þrátt fyrir smæð,“ sagði Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi í fréttatilkynningu KSÍ. „Eftir EM ævintýrið árið 2016 erum við hjá Errea reynslunni ríkari og munum leggja okkur fram um að svara eftirspurn þjóðarinnar og tökum þannig þátt og styðjum strákana,“ sagði Þorvaldur en hér fyrir neðan má sjá erindi hans á blaðamannafundinum í Laugardal fyrr í dag.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“ Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis. 15. mars 2018 15:47 HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45 Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30
Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“ Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis. 15. mars 2018 15:47
HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45
Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti