Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 13:48 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í dag staðinn í bænum Salisbury þar sem Skripal-feðginin urðu fyrir árásinni. vísir/getty Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. Í yfirlýsingunni er árásin sögð árás á fullveldi Bretlands en eitrað var fyrir Skripal með taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda. Skripal liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi sem og dóttir hans, Yulia, sem einnig varð fyrir eitrinu. Ekki er algengt að leiðtogar þessara fjögurra ríkja, þau Theresa May, Donald Trump, Angela Merkel og Emmanuel Macron, sendi frá sameiginlegar yfirlýsingar. Yfirlýsingin nú kemur í kjölfar þess að bresk yfirvöld hafa unnið hörðum höndum að því að fá stuðning alþjóðasamfélagsins við viðbrögð sín við árásinni, að því er fram kemur í frétt Guardian.„Árásin er ógn við öryggi okkar allra“ „Notkun á hernaðarlegu taugaeitri, af þeirri tegund sem þróað er af rússneskum yfirvöldum, er fyrsta árás sinnar tegundar í Evrópu síðan í síðari heimsstyrjöldinni,“ segir í yfirlýsingunni þar sem jafnframt er tekið fram að ríkin fjögur fordæmi árásina gegn Skripal-feðginunum. „Breskur lögreglumaður sem einnig varð fyrir árásinni er enn þungt haldinn og líf margra saklausra breskra borgara hefur verið ógnað. [...] Þetta er ógn við fullveldi Bretlands og öll sambærileg notkun af hálfu ríkis er augljóst brot á sáttmála um efnavopn sem og brot á alþjóðalögum. Árásin er ógn við öryggi okkar allra. Bretland hefur gert vinaþjóðum sínum grein fyrir því að það telji afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin kemur daginn eftir að May tilkynnti að hún muni vísa 23 rússneskum erindrekum frá Bretlandi á næstunni vegna árásarinnar. Rússnesk yfirvöld hafa alfarið neitað því að hafa eitthvað haft með árásina að gera og hyggjast vísa breskum erindrekum frá Rússlandi vegna aðgerða breskra yfirvalda gegn Rússum. Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. Í yfirlýsingunni er árásin sögð árás á fullveldi Bretlands en eitrað var fyrir Skripal með taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda. Skripal liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi sem og dóttir hans, Yulia, sem einnig varð fyrir eitrinu. Ekki er algengt að leiðtogar þessara fjögurra ríkja, þau Theresa May, Donald Trump, Angela Merkel og Emmanuel Macron, sendi frá sameiginlegar yfirlýsingar. Yfirlýsingin nú kemur í kjölfar þess að bresk yfirvöld hafa unnið hörðum höndum að því að fá stuðning alþjóðasamfélagsins við viðbrögð sín við árásinni, að því er fram kemur í frétt Guardian.„Árásin er ógn við öryggi okkar allra“ „Notkun á hernaðarlegu taugaeitri, af þeirri tegund sem þróað er af rússneskum yfirvöldum, er fyrsta árás sinnar tegundar í Evrópu síðan í síðari heimsstyrjöldinni,“ segir í yfirlýsingunni þar sem jafnframt er tekið fram að ríkin fjögur fordæmi árásina gegn Skripal-feðginunum. „Breskur lögreglumaður sem einnig varð fyrir árásinni er enn þungt haldinn og líf margra saklausra breskra borgara hefur verið ógnað. [...] Þetta er ógn við fullveldi Bretlands og öll sambærileg notkun af hálfu ríkis er augljóst brot á sáttmála um efnavopn sem og brot á alþjóðalögum. Árásin er ógn við öryggi okkar allra. Bretland hefur gert vinaþjóðum sínum grein fyrir því að það telji afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin kemur daginn eftir að May tilkynnti að hún muni vísa 23 rússneskum erindrekum frá Bretlandi á næstunni vegna árásarinnar. Rússnesk yfirvöld hafa alfarið neitað því að hafa eitthvað haft með árásina að gera og hyggjast vísa breskum erindrekum frá Rússlandi vegna aðgerða breskra yfirvalda gegn Rússum.
Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00
Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00