Mestu brottvísanir í áratugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Rannsakendur í Salisbury hafa klæðst hlífðarbúningum. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær breska þinginu að til stæði að vísa 23 rússneskum erindrekum, sem væru í raun útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, úr landi. Er það gert í tengslum við mál Sergeis Skripal og Yuliu dóttur hans sem enn liggja þungt haldin eftir að hafa komist í tæri við svokallað novichok-taugaeitur í Salisbury.* Brottvísanirnar eru þær umfangsmestu í rúma þrjá áratugi. 1985 vísuðu Bretar 31 sovéskum njósnara úr landi. Rússar segja ákvörðun May óásættanlega og óréttlætanlega. Skripal var njósnari fyrir Bretland og var dæmdur í fangelsi í Rússlandi 2006. Árið 2010 fékk hann hæli í Bretlandi eftir njósnaraskipti. Rússar fengu frest til miðnættis í fyrrinótt til að svara því hvernig eitrað hefði verið fyrir fyrrverandi njósnurum með efni sem er eingöngu framleitt í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði Rússa hafna afarkostum. Rússar hafi ekki átt þátt í tilræðinu. Til viðbótar munu Bretar ekki senda neina embættismenn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. Öllum tvíhliða við- ræðum er aflýst, eignir rússneska ríkisins á Bretlandi hugsanlega frystar og aukið eftirlit verður með flugvélum og skipum frá Rússlandi. May var ómyrk í máli í gær. Sagði hún, nýkomin af fundi með forsprökkum leyniþjónustustofnana Breta, að ekki væri hægt að draga neina aðra ályktun en þá að Rússar væru sekir. Sorglegt væri að Pútín kysi að beita sér á þennan hátt. Þá sagði May forkastanlegt að Rússar beittu ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum. Undir það tók Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Forsætisráðherrann sagði Breta myndu beita öðrum aðgerðum sem ekki væri hægt að segja frá opinberlega. Öryggisráð SÞ hefði þar að auki samþykkt að ráðast í niðurrif njósnanets Rússa á Bretlandi. Corbyn vakti ekki hrifningu ýmissa þingmanna er hann spurði hvernig ríkisstjórn May hefði brugðist við ósk Rússa um sýni af eitrinu. May sagðist hneyksluð á yfirlýsingu talsmanns Corbyns eftir þingfundinn um að formaðurinn tryði því ekki að tekist hefði að sanna sekt Rússa í málinu og að mögulegt væri að leyniþjónustustofnanir hefðu rangt fyrir sér. Bar Corbyn saman fullyrðingar Breta nú við fullyrðingar um meint gereyðingarvopn Saddams Hussein. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær breska þinginu að til stæði að vísa 23 rússneskum erindrekum, sem væru í raun útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, úr landi. Er það gert í tengslum við mál Sergeis Skripal og Yuliu dóttur hans sem enn liggja þungt haldin eftir að hafa komist í tæri við svokallað novichok-taugaeitur í Salisbury.* Brottvísanirnar eru þær umfangsmestu í rúma þrjá áratugi. 1985 vísuðu Bretar 31 sovéskum njósnara úr landi. Rússar segja ákvörðun May óásættanlega og óréttlætanlega. Skripal var njósnari fyrir Bretland og var dæmdur í fangelsi í Rússlandi 2006. Árið 2010 fékk hann hæli í Bretlandi eftir njósnaraskipti. Rússar fengu frest til miðnættis í fyrrinótt til að svara því hvernig eitrað hefði verið fyrir fyrrverandi njósnurum með efni sem er eingöngu framleitt í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði Rússa hafna afarkostum. Rússar hafi ekki átt þátt í tilræðinu. Til viðbótar munu Bretar ekki senda neina embættismenn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. Öllum tvíhliða við- ræðum er aflýst, eignir rússneska ríkisins á Bretlandi hugsanlega frystar og aukið eftirlit verður með flugvélum og skipum frá Rússlandi. May var ómyrk í máli í gær. Sagði hún, nýkomin af fundi með forsprökkum leyniþjónustustofnana Breta, að ekki væri hægt að draga neina aðra ályktun en þá að Rússar væru sekir. Sorglegt væri að Pútín kysi að beita sér á þennan hátt. Þá sagði May forkastanlegt að Rússar beittu ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum. Undir það tók Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Forsætisráðherrann sagði Breta myndu beita öðrum aðgerðum sem ekki væri hægt að segja frá opinberlega. Öryggisráð SÞ hefði þar að auki samþykkt að ráðast í niðurrif njósnanets Rússa á Bretlandi. Corbyn vakti ekki hrifningu ýmissa þingmanna er hann spurði hvernig ríkisstjórn May hefði brugðist við ósk Rússa um sýni af eitrinu. May sagðist hneyksluð á yfirlýsingu talsmanns Corbyns eftir þingfundinn um að formaðurinn tryði því ekki að tekist hefði að sanna sekt Rússa í málinu og að mögulegt væri að leyniþjónustustofnanir hefðu rangt fyrir sér. Bar Corbyn saman fullyrðingar Breta nú við fullyrðingar um meint gereyðingarvopn Saddams Hussein.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27