Mestu brottvísanir í áratugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Rannsakendur í Salisbury hafa klæðst hlífðarbúningum. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær breska þinginu að til stæði að vísa 23 rússneskum erindrekum, sem væru í raun útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, úr landi. Er það gert í tengslum við mál Sergeis Skripal og Yuliu dóttur hans sem enn liggja þungt haldin eftir að hafa komist í tæri við svokallað novichok-taugaeitur í Salisbury.* Brottvísanirnar eru þær umfangsmestu í rúma þrjá áratugi. 1985 vísuðu Bretar 31 sovéskum njósnara úr landi. Rússar segja ákvörðun May óásættanlega og óréttlætanlega. Skripal var njósnari fyrir Bretland og var dæmdur í fangelsi í Rússlandi 2006. Árið 2010 fékk hann hæli í Bretlandi eftir njósnaraskipti. Rússar fengu frest til miðnættis í fyrrinótt til að svara því hvernig eitrað hefði verið fyrir fyrrverandi njósnurum með efni sem er eingöngu framleitt í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði Rússa hafna afarkostum. Rússar hafi ekki átt þátt í tilræðinu. Til viðbótar munu Bretar ekki senda neina embættismenn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. Öllum tvíhliða við- ræðum er aflýst, eignir rússneska ríkisins á Bretlandi hugsanlega frystar og aukið eftirlit verður með flugvélum og skipum frá Rússlandi. May var ómyrk í máli í gær. Sagði hún, nýkomin af fundi með forsprökkum leyniþjónustustofnana Breta, að ekki væri hægt að draga neina aðra ályktun en þá að Rússar væru sekir. Sorglegt væri að Pútín kysi að beita sér á þennan hátt. Þá sagði May forkastanlegt að Rússar beittu ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum. Undir það tók Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Forsætisráðherrann sagði Breta myndu beita öðrum aðgerðum sem ekki væri hægt að segja frá opinberlega. Öryggisráð SÞ hefði þar að auki samþykkt að ráðast í niðurrif njósnanets Rússa á Bretlandi. Corbyn vakti ekki hrifningu ýmissa þingmanna er hann spurði hvernig ríkisstjórn May hefði brugðist við ósk Rússa um sýni af eitrinu. May sagðist hneyksluð á yfirlýsingu talsmanns Corbyns eftir þingfundinn um að formaðurinn tryði því ekki að tekist hefði að sanna sekt Rússa í málinu og að mögulegt væri að leyniþjónustustofnanir hefðu rangt fyrir sér. Bar Corbyn saman fullyrðingar Breta nú við fullyrðingar um meint gereyðingarvopn Saddams Hussein. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær breska þinginu að til stæði að vísa 23 rússneskum erindrekum, sem væru í raun útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, úr landi. Er það gert í tengslum við mál Sergeis Skripal og Yuliu dóttur hans sem enn liggja þungt haldin eftir að hafa komist í tæri við svokallað novichok-taugaeitur í Salisbury.* Brottvísanirnar eru þær umfangsmestu í rúma þrjá áratugi. 1985 vísuðu Bretar 31 sovéskum njósnara úr landi. Rússar segja ákvörðun May óásættanlega og óréttlætanlega. Skripal var njósnari fyrir Bretland og var dæmdur í fangelsi í Rússlandi 2006. Árið 2010 fékk hann hæli í Bretlandi eftir njósnaraskipti. Rússar fengu frest til miðnættis í fyrrinótt til að svara því hvernig eitrað hefði verið fyrir fyrrverandi njósnurum með efni sem er eingöngu framleitt í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði Rússa hafna afarkostum. Rússar hafi ekki átt þátt í tilræðinu. Til viðbótar munu Bretar ekki senda neina embættismenn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. Öllum tvíhliða við- ræðum er aflýst, eignir rússneska ríkisins á Bretlandi hugsanlega frystar og aukið eftirlit verður með flugvélum og skipum frá Rússlandi. May var ómyrk í máli í gær. Sagði hún, nýkomin af fundi með forsprökkum leyniþjónustustofnana Breta, að ekki væri hægt að draga neina aðra ályktun en þá að Rússar væru sekir. Sorglegt væri að Pútín kysi að beita sér á þennan hátt. Þá sagði May forkastanlegt að Rússar beittu ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum. Undir það tók Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Forsætisráðherrann sagði Breta myndu beita öðrum aðgerðum sem ekki væri hægt að segja frá opinberlega. Öryggisráð SÞ hefði þar að auki samþykkt að ráðast í niðurrif njósnanets Rússa á Bretlandi. Corbyn vakti ekki hrifningu ýmissa þingmanna er hann spurði hvernig ríkisstjórn May hefði brugðist við ósk Rússa um sýni af eitrinu. May sagðist hneyksluð á yfirlýsingu talsmanns Corbyns eftir þingfundinn um að formaðurinn tryði því ekki að tekist hefði að sanna sekt Rússa í málinu og að mögulegt væri að leyniþjónustustofnanir hefðu rangt fyrir sér. Bar Corbyn saman fullyrðingar Breta nú við fullyrðingar um meint gereyðingarvopn Saddams Hussein.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27