Fríða Skart hlýtur Njarðarskjöldinn 2017 Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2018 19:44 Frá afhendingu Njarðarskjaldarins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti hvatningarverðlaunin Njarðarskjöld og Freyjusóma við hátíðlega athöfn í Höfða síðdegis í dag. Um er að ræða hvatningarverðlaun þar sem útnefnd er ferðamannaverslun ársins og er leitast við að verðlauna þá verslun sem hefur náð hvað bestum söluárangri til erlendra ferðamanna milli ára. Í ár hlýtur verslunin Fríða Skart Njarðarskjöldinn fyrir verslun sem er sögð einkennast af hlýleika og fagmennsku. Fríða Skart er lítið fjölskyldufyrirtæki við Skólavörðustíg, sem hjónin Fríða J. Jónsdóttir og Auðunn G. Árnason reka. Fríða útskrifaðist sem gullsmiður 1992 og hefur starfað við fagið allar götur síðan. Þau opnuðu eigin verslun í Hafnarfirði 2007 en fluttu verslun sína árið 2015 á Skólavörðustíg 18, í hjarta miðbæjar Reykjavíkur. Horft er til markaðs- og kynningarmála, svo sem auglýsinga, vefs og útlits almennt. Aðrir þættir eru einnig skoðaðir sérstaklega svo sem þjónustulund, opnunartími, merkingar um endurgreiðslu virðisauka, lýsing, tungumálakunnátta starfsfólks og þekking á söluvörunum. Njörður, sem skjöldurinn er kenndur við var frjósemisguð en síðar guð sæfarenda og sagður fésæll mjög. Sæfarendur þess tíma stunduðu gjarnan kaupskap og því við hæfi að kenna árleg hvatningarverðlaun til ferðamannaverslunar við guð siglinga og viðskipta.Verslunin Tulipop hlýtur Freyjusómann 2017 Freyjusómi er veittur þeirri verslun sem sem þykir koma með hvað ferskastan andblæ í verslunarrekstur á ferðamannamarkaði í borginni fyrir árið 2017. Verslunin Tulipop fær Freyjusómann í ár fyrir skemmtilega verslun þar sem ævintýrið grípur gesti um leið og labbað er inn. Verslunin er stílhrein, litrík og hefur breytt vöruúrval þar sem fígúrurnar á eyjunni Tulipop finnast í hinum ýmsu hlutverkum. Tulipop hönnunarfyrirtækið var stofnað 2010 af tveimur vinkonum, Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur, með það markmið að búa til skapandi og fallega vörulínu fyrir börn á öllum aldri. Signý er hönnuðurinn á bak við veröldina og Helga stýrir viðskiptahlið fyrirtækisins. Tulipop vörulínan er í dag seld í fjölda verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu í 8 löndum utan Íslands. Allar vörur er jafnframt hægt að kaupa í vefverslun Tulipop. Að hvatningarverðlaununum standa Reykjavíkurborg, Miðborgin okkar, Félag atvinnurekenda, Samtök verslunar og þjónustu, Kaupmannasamtök Íslands, Global Blue á Íslandi og Tax Free Worldwide – Íslandi. Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti hvatningarverðlaunin Njarðarskjöld og Freyjusóma við hátíðlega athöfn í Höfða síðdegis í dag. Um er að ræða hvatningarverðlaun þar sem útnefnd er ferðamannaverslun ársins og er leitast við að verðlauna þá verslun sem hefur náð hvað bestum söluárangri til erlendra ferðamanna milli ára. Í ár hlýtur verslunin Fríða Skart Njarðarskjöldinn fyrir verslun sem er sögð einkennast af hlýleika og fagmennsku. Fríða Skart er lítið fjölskyldufyrirtæki við Skólavörðustíg, sem hjónin Fríða J. Jónsdóttir og Auðunn G. Árnason reka. Fríða útskrifaðist sem gullsmiður 1992 og hefur starfað við fagið allar götur síðan. Þau opnuðu eigin verslun í Hafnarfirði 2007 en fluttu verslun sína árið 2015 á Skólavörðustíg 18, í hjarta miðbæjar Reykjavíkur. Horft er til markaðs- og kynningarmála, svo sem auglýsinga, vefs og útlits almennt. Aðrir þættir eru einnig skoðaðir sérstaklega svo sem þjónustulund, opnunartími, merkingar um endurgreiðslu virðisauka, lýsing, tungumálakunnátta starfsfólks og þekking á söluvörunum. Njörður, sem skjöldurinn er kenndur við var frjósemisguð en síðar guð sæfarenda og sagður fésæll mjög. Sæfarendur þess tíma stunduðu gjarnan kaupskap og því við hæfi að kenna árleg hvatningarverðlaun til ferðamannaverslunar við guð siglinga og viðskipta.Verslunin Tulipop hlýtur Freyjusómann 2017 Freyjusómi er veittur þeirri verslun sem sem þykir koma með hvað ferskastan andblæ í verslunarrekstur á ferðamannamarkaði í borginni fyrir árið 2017. Verslunin Tulipop fær Freyjusómann í ár fyrir skemmtilega verslun þar sem ævintýrið grípur gesti um leið og labbað er inn. Verslunin er stílhrein, litrík og hefur breytt vöruúrval þar sem fígúrurnar á eyjunni Tulipop finnast í hinum ýmsu hlutverkum. Tulipop hönnunarfyrirtækið var stofnað 2010 af tveimur vinkonum, Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur, með það markmið að búa til skapandi og fallega vörulínu fyrir börn á öllum aldri. Signý er hönnuðurinn á bak við veröldina og Helga stýrir viðskiptahlið fyrirtækisins. Tulipop vörulínan er í dag seld í fjölda verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu í 8 löndum utan Íslands. Allar vörur er jafnframt hægt að kaupa í vefverslun Tulipop. Að hvatningarverðlaununum standa Reykjavíkurborg, Miðborgin okkar, Félag atvinnurekenda, Samtök verslunar og þjónustu, Kaupmannasamtök Íslands, Global Blue á Íslandi og Tax Free Worldwide – Íslandi.
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira