Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2018 17:22 Nemendur við próflestur á Þjóðarbókhlöðunni. Vísir/Vilhelm Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. Þar verði skoðað hvort tilefni sé til að leggja samræmdu prófin af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundaráði. Í tillögunni, sem skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata standa að, segir að ráðið feli sviðsstjóra að setja í gang vinnu við að endurmeta gildi og gagnsemi samræmdra prófa í grunnskólum Reykjavíkur. Þá verði skoðað hvernig niðurstöður samræmdra prófa hafa verið nýttar á undanförnum árum, hvaða breytingar þyrfti að gera á framkvæmdinni en jafnframt hvort tilefni er til að leggja þau af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum. „Meirihlutinn leggur því fram tillögu um að slík skoðun fari strax af stað þar sem allir kostir verði á borðinu, þar með talið að leggja af samræmd próf í núverandi mynd en nýta önnur mælitæki til að þjóna markmiðum um að veita upplýsingar um stöðu nemenda. Ákvörðun um að leggja af samræmd próf myndi vissulega kalla á lagabreytingar en grunnskólalög eru til að þjóna nemendum og skólastarfi en ekki öfugt,“ segir í tilkynningu. Í tilkynningu kemur einnig fram að leitað verði eftir viðhorfum nemenda, kennara og skólastjórnenda við vinnuna og mun niðurstaða liggja fyrir eigi síðar en 1. maí 2018. Framkvæmd tveggja samræmdra prófa í 9. bekk mistókst í síðustu viku vegna bilunar í prófakerfi. Menntamálastofnun harmaði mjög mistökin en mikil óánægja greip um sig meðal nemenda og kennara vegna málsins. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. Þar verði skoðað hvort tilefni sé til að leggja samræmdu prófin af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundaráði. Í tillögunni, sem skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata standa að, segir að ráðið feli sviðsstjóra að setja í gang vinnu við að endurmeta gildi og gagnsemi samræmdra prófa í grunnskólum Reykjavíkur. Þá verði skoðað hvernig niðurstöður samræmdra prófa hafa verið nýttar á undanförnum árum, hvaða breytingar þyrfti að gera á framkvæmdinni en jafnframt hvort tilefni er til að leggja þau af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum. „Meirihlutinn leggur því fram tillögu um að slík skoðun fari strax af stað þar sem allir kostir verði á borðinu, þar með talið að leggja af samræmd próf í núverandi mynd en nýta önnur mælitæki til að þjóna markmiðum um að veita upplýsingar um stöðu nemenda. Ákvörðun um að leggja af samræmd próf myndi vissulega kalla á lagabreytingar en grunnskólalög eru til að þjóna nemendum og skólastarfi en ekki öfugt,“ segir í tilkynningu. Í tilkynningu kemur einnig fram að leitað verði eftir viðhorfum nemenda, kennara og skólastjórnenda við vinnuna og mun niðurstaða liggja fyrir eigi síðar en 1. maí 2018. Framkvæmd tveggja samræmdra prófa í 9. bekk mistókst í síðustu viku vegna bilunar í prófakerfi. Menntamálastofnun harmaði mjög mistökin en mikil óánægja greip um sig meðal nemenda og kennara vegna málsins.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17
Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24