Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Grétar Þór Sigurðsson skrifar 14. mars 2018 07:00 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands Fréttablaðið/Pjetur Styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi eru ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Þetta er niðurstaða úttektar Deloitte fyrir Háskóla Íslands. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, bendir á að fjármagnstekjuskattur hér hafi hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni segir að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Deloitte leggur að auki til ýmsar breytingar á skattlagningu framlaga sem tengjast rannsóknum, til dæmis að veita ríkari heimildir til skattafrádráttar frá tekjum vegna gjafa eða framlaga til slíkra sjóða. Bjarni Þór bendir þó á að það liggi beinast við að afnema fjármagnstekjuskattinn líkt og í áðurnefndum löndum. „Ef við ætlum okkur að eiga háskóla í fremstu röð þá verðum við að skapa þeim umhverfi sem stenst samanburð við löndin í kringum okkur,“ bætir Bjarni við. „Þetta fyrirkomulag lamar sjóðina. Við höfum kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þetta fyrirkomulag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Skólinn sendi fjármála-, forsætis- og menntamálaráðherra skýrsluna í lok febrúarmánaðar. „Stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Það mætti nýta í allt að 20 nýja styrki árlega,“ segir Jón Atli og bætir við „að þeir sem fá styrkina þurfa svo auðvitað að greiða skatt af þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi eru ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Þetta er niðurstaða úttektar Deloitte fyrir Háskóla Íslands. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, bendir á að fjármagnstekjuskattur hér hafi hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni segir að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Deloitte leggur að auki til ýmsar breytingar á skattlagningu framlaga sem tengjast rannsóknum, til dæmis að veita ríkari heimildir til skattafrádráttar frá tekjum vegna gjafa eða framlaga til slíkra sjóða. Bjarni Þór bendir þó á að það liggi beinast við að afnema fjármagnstekjuskattinn líkt og í áðurnefndum löndum. „Ef við ætlum okkur að eiga háskóla í fremstu röð þá verðum við að skapa þeim umhverfi sem stenst samanburð við löndin í kringum okkur,“ bætir Bjarni við. „Þetta fyrirkomulag lamar sjóðina. Við höfum kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þetta fyrirkomulag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Skólinn sendi fjármála-, forsætis- og menntamálaráðherra skýrsluna í lok febrúarmánaðar. „Stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Það mætti nýta í allt að 20 nýja styrki árlega,“ segir Jón Atli og bætir við „að þeir sem fá styrkina þurfa svo auðvitað að greiða skatt af þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira