Aðstoðarmanni Trump fylgt út úr Hvíta húsinu, grunaður um fjárglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 17:00 McEntee gerðist persónulegur aðstoðarmaður Trump strax á fyrstu mánuðum forsetaframboðs hans. Vísir/AFP Persónulegur aðstoðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta var rekinn í dag vegna þess að hann er til rannsóknar vegna alvarlegra fjárglæpa. Honum var fylgt út úr Hvíta húsinu í dag en var á sama tíma ráðinn til að vinna fyrir forsetaframboð Trump árið 2020. John McEntee hefur unnið fyrir Trump frá því í kosningabaráttunni sem persónulegur aðstoðarmaður. Hann hefur haldið því starfi áfram í Hvíta húsinu. Wall Street Journal sagði fyrst frá brotthvarfi McEntee. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt rannsaka meint brot hans sem séu alvarleg. Hvíta húsið vildi ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar í dag, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Tilkynnt var um ráðningu McEntee sem ráðgjafa framboðs Trump í dag.Fjölda náinna bandamanna horfinn á brautMcEntee er enn einn náni samstarfsmaður Trump sem hverfur á braut á skömmum tíma. Keith Schiller, lífvörður Trump til fjölda ára, hætti í haust. Aðeins tvær vikur eru liðnar frá því að Hope Hicks, samskiptastjóri Hvíta hússins, hætti en samband hennar og Trump hefur verið afar náið frá því í kosningabaráttunni. Fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hefur þurft að láta af störfum vegna þess að umsóknir þeirra um öryggisheimildir um aðgang að trúnaðargögnum hafa ekki verið samþykktar. Jared Kushner, tengdasonur Trump og hans helsti ráðgjafi, missti þannig aðgang að trúnaðargögnum sem hann hafði áður.Þá rak Trump Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn, í dag. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, á að taka við embættinu í hans stað. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Samskiptastjóri Trump segir af sér Hope Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum. 28. febrúar 2018 21:54 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Persónulegur aðstoðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta var rekinn í dag vegna þess að hann er til rannsóknar vegna alvarlegra fjárglæpa. Honum var fylgt út úr Hvíta húsinu í dag en var á sama tíma ráðinn til að vinna fyrir forsetaframboð Trump árið 2020. John McEntee hefur unnið fyrir Trump frá því í kosningabaráttunni sem persónulegur aðstoðarmaður. Hann hefur haldið því starfi áfram í Hvíta húsinu. Wall Street Journal sagði fyrst frá brotthvarfi McEntee. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt rannsaka meint brot hans sem séu alvarleg. Hvíta húsið vildi ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar í dag, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Tilkynnt var um ráðningu McEntee sem ráðgjafa framboðs Trump í dag.Fjölda náinna bandamanna horfinn á brautMcEntee er enn einn náni samstarfsmaður Trump sem hverfur á braut á skömmum tíma. Keith Schiller, lífvörður Trump til fjölda ára, hætti í haust. Aðeins tvær vikur eru liðnar frá því að Hope Hicks, samskiptastjóri Hvíta hússins, hætti en samband hennar og Trump hefur verið afar náið frá því í kosningabaráttunni. Fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hefur þurft að láta af störfum vegna þess að umsóknir þeirra um öryggisheimildir um aðgang að trúnaðargögnum hafa ekki verið samþykktar. Jared Kushner, tengdasonur Trump og hans helsti ráðgjafi, missti þannig aðgang að trúnaðargögnum sem hann hafði áður.Þá rak Trump Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn, í dag. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, á að taka við embættinu í hans stað.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Samskiptastjóri Trump segir af sér Hope Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum. 28. febrúar 2018 21:54 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Samskiptastjóri Trump segir af sér Hope Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum. 28. febrúar 2018 21:54
Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50