Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 16:00 Trump ræddi við fréttamenn um brottrekstur Tillerson fyrir utan Hvíta húsið í dag. Sagði hann að Tillerson yrði mun ánægðari núna. Vísir/AFP Framtíð kjarnorkusamnings stórveldanna við Íran var á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforseta og Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra hans, greindi á um. Trump rak Tillerson skyndilega í dag. Brottrekstur Tillerson kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi fengu lítinn eða engan fyrirvara. New York Times segir að ákvöðunin hafi jafnvel komið starfsfólki Hvíta hússins í opna skjöldu. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að Trump hefði ekki rætt við Tillerson um ákvörðunina og að hann hefði frétt af henni á Twitter. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar á föstudag.CNN-fréttastöðin segir að Trump hafi látið John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hringja í Tillerson á föstudag og segja honum að forsetinn ætlaði að skipta honum út. Kelly hafi þó ekki nefnt neina tímsetningu í þeim efnum. Trump hafi svo ákveðið að tilkynna um brottreksturinn í dag.AP-fréttastofan hefur eftir embættismönnum í utanríkisráðuneytinu að það sé rétt að Kelly hafi hringt í Tillerson á föstudag. Hann hafi hins vegar aðeins sagt að von gæti verið á tísti frá forsetanum „sem varðaði hann“. Kelly hafi hvorki sagt um hvað tístið gæti fjallað eða hvenær það væri væntanlegt.Hugsuðu ekki eins Þegar Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag sagði hann að þeim Tillerson hefði komið vel saman en að þeir hafi verið ósammála um ýmislegt, þar á meðal Íranssamninginn. Sex stórveldi, þar á meðal Bandaríkin, gerðu samninginn við Íran árið 2015. Samkvæmt honum féllust stjórnvöld í Teheran á að hætta við kjarnorkuáætlun sína gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir sem höfðu verið í gildi vegna áætlunarinnar. Trump neitaði að staðfesta samkomulagið í október og er það nú í höndum Bandaríkjaþings að ákveða framtíð þess. „Mér finnst hann vera hræðilegur, ég býst við að honum hafi fundist hann allt í lagi. Ég vildi annað hvort brjóta hann eða gera eitthvað en hann var á aðeins öðru máli. Þannig að við vorum ekki að hugsa á sömu nótum,“ sagði Trump.Sagt er að samband Trump og Tillerson hafi aldrei orðið samt eftir að það kvisaðist út að Tillerson hefði kallað forsetann fávita á bak við luktar dyr.Vísir/AFPAftur á móti lofaði hann Mike Pompeo sem verið hefur forstjóri leyniþjónustunnar CIA en á að taka við embætti utanríkisráðherra. Trump sagði að þeir væru á sömu bylgjulengd og hefðu sama þankagang. Þá viðurkenndi Trump að hafa ekkert rætt við utanríkisráðherra sinn áður en hann ákvað í skyndingu um að þekkjast boð um að hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu í síðustu viku. „Ég tók ákvörðunina sjálfur,“ sagði Trump.Gagnrýndi Rússa harðlega í gær Tímasetning brotthvarfs Tillerson hefur vakið athygli. Þannig tók hann undir orð Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að rússnesk stjórnvöld hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan fyrrverandi njósnara í gær. Aðrir í ríkisstjórn Trump hafa ekki viljað kenna Rússum um að hafa eitrað fyrir njósnaranum og dóttur hans. Talsmaður Hvíta hússins gagnrýndi fréttamann sem spurði hvort að gjá væri á milli Tillerson og Hvíta hússins vegna ummæla hans um ábyrgð Rússa á tilræðinu. Rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Trump hefur ítrekað hafnað eða vikið sér undan því að gagnrýna rússnesk stjórnvöld, meðal annars fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum. Álit bandarísku leyniþjónustunnar er að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar með það að markmiði að hjálpa Trump og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipanir um þá herferð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira
Framtíð kjarnorkusamnings stórveldanna við Íran var á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforseta og Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra hans, greindi á um. Trump rak Tillerson skyndilega í dag. Brottrekstur Tillerson kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi fengu lítinn eða engan fyrirvara. New York Times segir að ákvöðunin hafi jafnvel komið starfsfólki Hvíta hússins í opna skjöldu. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að Trump hefði ekki rætt við Tillerson um ákvörðunina og að hann hefði frétt af henni á Twitter. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar á föstudag.CNN-fréttastöðin segir að Trump hafi látið John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hringja í Tillerson á föstudag og segja honum að forsetinn ætlaði að skipta honum út. Kelly hafi þó ekki nefnt neina tímsetningu í þeim efnum. Trump hafi svo ákveðið að tilkynna um brottreksturinn í dag.AP-fréttastofan hefur eftir embættismönnum í utanríkisráðuneytinu að það sé rétt að Kelly hafi hringt í Tillerson á föstudag. Hann hafi hins vegar aðeins sagt að von gæti verið á tísti frá forsetanum „sem varðaði hann“. Kelly hafi hvorki sagt um hvað tístið gæti fjallað eða hvenær það væri væntanlegt.Hugsuðu ekki eins Þegar Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag sagði hann að þeim Tillerson hefði komið vel saman en að þeir hafi verið ósammála um ýmislegt, þar á meðal Íranssamninginn. Sex stórveldi, þar á meðal Bandaríkin, gerðu samninginn við Íran árið 2015. Samkvæmt honum féllust stjórnvöld í Teheran á að hætta við kjarnorkuáætlun sína gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir sem höfðu verið í gildi vegna áætlunarinnar. Trump neitaði að staðfesta samkomulagið í október og er það nú í höndum Bandaríkjaþings að ákveða framtíð þess. „Mér finnst hann vera hræðilegur, ég býst við að honum hafi fundist hann allt í lagi. Ég vildi annað hvort brjóta hann eða gera eitthvað en hann var á aðeins öðru máli. Þannig að við vorum ekki að hugsa á sömu nótum,“ sagði Trump.Sagt er að samband Trump og Tillerson hafi aldrei orðið samt eftir að það kvisaðist út að Tillerson hefði kallað forsetann fávita á bak við luktar dyr.Vísir/AFPAftur á móti lofaði hann Mike Pompeo sem verið hefur forstjóri leyniþjónustunnar CIA en á að taka við embætti utanríkisráðherra. Trump sagði að þeir væru á sömu bylgjulengd og hefðu sama þankagang. Þá viðurkenndi Trump að hafa ekkert rætt við utanríkisráðherra sinn áður en hann ákvað í skyndingu um að þekkjast boð um að hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu í síðustu viku. „Ég tók ákvörðunina sjálfur,“ sagði Trump.Gagnrýndi Rússa harðlega í gær Tímasetning brotthvarfs Tillerson hefur vakið athygli. Þannig tók hann undir orð Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að rússnesk stjórnvöld hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan fyrrverandi njósnara í gær. Aðrir í ríkisstjórn Trump hafa ekki viljað kenna Rússum um að hafa eitrað fyrir njósnaranum og dóttur hans. Talsmaður Hvíta hússins gagnrýndi fréttamann sem spurði hvort að gjá væri á milli Tillerson og Hvíta hússins vegna ummæla hans um ábyrgð Rússa á tilræðinu. Rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Trump hefur ítrekað hafnað eða vikið sér undan því að gagnrýna rússnesk stjórnvöld, meðal annars fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum. Álit bandarísku leyniþjónustunnar er að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar með það að markmiði að hjálpa Trump og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipanir um þá herferð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50