Krabbameinsaðgerð í janúar en gull á ÓL í mars Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2018 12:00 Mentel-Spee, til vinstri, fagnar hér gullinu sínu í Suður-Kóreu. vísir/getty Hin hollenska Bibian Mentel-Spee var greind með krabbamein í júlí, fór í aðgerð í janúar en var að vinna gull á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í gær. Ótrúleg saga. Þessi 45 ára gamla kona fékk nefnilega gull í snjóbrettakeppni í PyeongChang í gær aðeins 10 vikum eftir krabbameinsaðgerð. Hún var greind með krabbamein í níunda sinn um ævina síðasta sumar og staðan var ekki góð í kringum áramótin. „Þá var sagt við mig að ég þyrfti að fara strax í aðgerð annars ætti ég á hættu að hálsbrotna og lamast. Þá gat ég heldur ekki verið á brettinu því lítið fall hefði getað lamað mig,“ sagði Mentel-Spee. „Ég fór því í tvær aðgerðir í kringum áramótin og læknirinn sagði við mig eftir þær að hálsinn væri í lagi og ég gæti farið á leikana.“ Hún náði aðeins að undirbúa sig í þrjár vikur fyrir leikana í PyeongChang en það var miklu meira en nóg fyrir þessa mögnuðu íþróttakonu. Mentel-Spee var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleika ófatlaðra árið 2002 er æxli fannst í ökkla hennar. Það endaði með því að fóturinn var tekinn af en hún var samt mætt á snjóbretti fjórum mánuðum síðar. Hún vann svo til gullverðlauna á ÓL í Sotsjí árið 2014 og endurtók svo leikinn nú í Suður-Kóreu. Mentel-Spee hefur verið með yfirburði í íþróttinni og hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjá meira
Hin hollenska Bibian Mentel-Spee var greind með krabbamein í júlí, fór í aðgerð í janúar en var að vinna gull á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í gær. Ótrúleg saga. Þessi 45 ára gamla kona fékk nefnilega gull í snjóbrettakeppni í PyeongChang í gær aðeins 10 vikum eftir krabbameinsaðgerð. Hún var greind með krabbamein í níunda sinn um ævina síðasta sumar og staðan var ekki góð í kringum áramótin. „Þá var sagt við mig að ég þyrfti að fara strax í aðgerð annars ætti ég á hættu að hálsbrotna og lamast. Þá gat ég heldur ekki verið á brettinu því lítið fall hefði getað lamað mig,“ sagði Mentel-Spee. „Ég fór því í tvær aðgerðir í kringum áramótin og læknirinn sagði við mig eftir þær að hálsinn væri í lagi og ég gæti farið á leikana.“ Hún náði aðeins að undirbúa sig í þrjár vikur fyrir leikana í PyeongChang en það var miklu meira en nóg fyrir þessa mögnuðu íþróttakonu. Mentel-Spee var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleika ófatlaðra árið 2002 er æxli fannst í ökkla hennar. Það endaði með því að fóturinn var tekinn af en hún var samt mætt á snjóbretti fjórum mánuðum síðar. Hún vann svo til gullverðlauna á ÓL í Sotsjí árið 2014 og endurtók svo leikinn nú í Suður-Kóreu. Mentel-Spee hefur verið með yfirburði í íþróttinni og hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjá meira