Arnar: Við bætum leikmenn og þjálfara með því að spila í Evrópukeppnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2018 19:15 Ef íslensk lið vinna sér inn þátttökurétt í Evrópu eiga þau mæta til leiks, segir Arnar Pétursson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara ÍBV. Það er skammt stórra högga á milli hjá Eyjamönnum þessa dagana enda nóg að gera. Þeir fá stuttan tíma til að fagna bikarmeistaratitlinum því strax á miðvikudaginn eiga þeir frestaðan leik á móti ÍR. Við taka svo tvær síðustu umferðirnar í Olís-deildinni sem spilaðar eru 18. og 21. mars og eftir það er komið að átta liða úrsiltum í áskorendakeppni Evrópu þar sem ÍBV ferðast til Rússlands og mætir liði Krasnodar. Íslensk hafa ekkert upp úr Evrópukeppnum ef aðeins er horft í peninga. Ferðalögin er oft löng og geta truflað tímabilið. Sumir spyrja sig hreinlega hvernig Eyjamenn og aðrir hreinalega nenna að standa í þessu og við spurðum Arnar Pétursson að því þegar við hittum hann fyrir helgi. „Mér finnst það vera þannig, að ef lið hafa unnið sér það inn að spila í Evrópukeppni þá eiga lið að gera það. Auðvitað kostar þetta peninga og vinnu. Bæði leikmenn og þeir sem að þessu standa þurfa að leggja á sig mikla vinnu að borga þetta því að það er langt frá því sami peningurinn í fótboltanum og þessu,“ segir Arnar. Peningar eru svo sannarlega ekki allt, og í raun ekkert í Evrópukeppnum í handbolta. Það er annað sem Arnar og hans menn fá út úr þessu, að hans mati. „Það sem við fáum út úr þessu er að við erum að spila til dæmis á erfiðum útivöllum eins og við sáum með Valsarana í fyrra þar sem dómgæsla og annað er ekki eins og það á að vera,“ segir Arnar. „Við erum að fá ákveðinn þroska út úr þessu. Við erum að bæta leikmenn og við þjálfararnir verðum betri. Við erum að takast á við aðstæður sem að við kannski tökumst ekki á við dags daglega. Þetta eru ekki sömu dómararnir sem við hittum tíu sinnum yfir veturinn og það er ekki sömu eftirlitsmenn og sömu aðstæðurnar.“ „Þegar að uppi er staðið skilar þetta okkur einhverju, það er engin spurning. Við nálgumst þetta verkefni svolítið þannig að við ætlum að hafa gaman að þessu. Við ætlum að njóta þess að vera saman og ferðast saman og eyða góðum tíma saman á sama tíma og við ætlum að nýta tímann til að þroskast sem handboltamenn og sem lið og takast á við hina og þessa hluti sem við erum ekki vanir að gera dagsdaglega,“ segir Arnar Pétursson. Íslenski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Ef íslensk lið vinna sér inn þátttökurétt í Evrópu eiga þau mæta til leiks, segir Arnar Pétursson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara ÍBV. Það er skammt stórra högga á milli hjá Eyjamönnum þessa dagana enda nóg að gera. Þeir fá stuttan tíma til að fagna bikarmeistaratitlinum því strax á miðvikudaginn eiga þeir frestaðan leik á móti ÍR. Við taka svo tvær síðustu umferðirnar í Olís-deildinni sem spilaðar eru 18. og 21. mars og eftir það er komið að átta liða úrsiltum í áskorendakeppni Evrópu þar sem ÍBV ferðast til Rússlands og mætir liði Krasnodar. Íslensk hafa ekkert upp úr Evrópukeppnum ef aðeins er horft í peninga. Ferðalögin er oft löng og geta truflað tímabilið. Sumir spyrja sig hreinlega hvernig Eyjamenn og aðrir hreinalega nenna að standa í þessu og við spurðum Arnar Pétursson að því þegar við hittum hann fyrir helgi. „Mér finnst það vera þannig, að ef lið hafa unnið sér það inn að spila í Evrópukeppni þá eiga lið að gera það. Auðvitað kostar þetta peninga og vinnu. Bæði leikmenn og þeir sem að þessu standa þurfa að leggja á sig mikla vinnu að borga þetta því að það er langt frá því sami peningurinn í fótboltanum og þessu,“ segir Arnar. Peningar eru svo sannarlega ekki allt, og í raun ekkert í Evrópukeppnum í handbolta. Það er annað sem Arnar og hans menn fá út úr þessu, að hans mati. „Það sem við fáum út úr þessu er að við erum að spila til dæmis á erfiðum útivöllum eins og við sáum með Valsarana í fyrra þar sem dómgæsla og annað er ekki eins og það á að vera,“ segir Arnar. „Við erum að fá ákveðinn þroska út úr þessu. Við erum að bæta leikmenn og við þjálfararnir verðum betri. Við erum að takast á við aðstæður sem að við kannski tökumst ekki á við dags daglega. Þetta eru ekki sömu dómararnir sem við hittum tíu sinnum yfir veturinn og það er ekki sömu eftirlitsmenn og sömu aðstæðurnar.“ „Þegar að uppi er staðið skilar þetta okkur einhverju, það er engin spurning. Við nálgumst þetta verkefni svolítið þannig að við ætlum að hafa gaman að þessu. Við ætlum að njóta þess að vera saman og ferðast saman og eyða góðum tíma saman á sama tíma og við ætlum að nýta tímann til að þroskast sem handboltamenn og sem lið og takast á við hina og þessa hluti sem við erum ekki vanir að gera dagsdaglega,“ segir Arnar Pétursson.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira