Sjötíu prósent hækkun á 5 árum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Íbúðaverð hefur farið hækkandi undanfarin ár. Vísir/vilhelm Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nær 70% á síðustu 5 árum eða frá því að framboðsskortur fór að gera vart við sig. Á sama tíma hafa laun hækkað um 45% og leiguverð um 50%. Þetta kom fram í máli Unu Jónsdóttur, hagfræðings og deildarstjóra leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði á ráðstefnu Verks og vits. „Það er ljóst að þótt þörfin sé víða mikil þá er verð á íbúðum ef til vill ofar kaupgetu hópsins sem þarf mest á húsnæði að halda,“ sagði Una og vísaði þá til langra biðlista hjá sveitarfélögunum eftir félagslegu húsnæði og eins hjá Félagsstofnun stúdenta eftir námsmannaíbúðum. Una vakti einnig athygli á því að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur nær tvöfaldast síðan 2012 sem sé dæmi um það hvernig húsnæðisskorturinn hefur komið verst niður á jaðarhópum samfélagsins. Einnig valdi það áhyggjum þegar fréttir berast um að ekki sé hægt að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum sökum húsnæðisskorts. Una lýsti því hvernig aðgangur að öruggu húsnæði geti skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu fólks og verið veigamikill þáttur í endurkomu fólks inn í samfélagið eftir veikindi. „Það þarf að fara að líta á húsnæði sem lýðheilsumál,“ sagði hún og lagði áherslu á að byggja þyrfti upp öruggan leigumarkað þar sem fólk gæti búið til langs tíma í öruggu húsaskjóli þar sem leiga yrði í samræmi við greiðslugetu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nær 70% á síðustu 5 árum eða frá því að framboðsskortur fór að gera vart við sig. Á sama tíma hafa laun hækkað um 45% og leiguverð um 50%. Þetta kom fram í máli Unu Jónsdóttur, hagfræðings og deildarstjóra leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði á ráðstefnu Verks og vits. „Það er ljóst að þótt þörfin sé víða mikil þá er verð á íbúðum ef til vill ofar kaupgetu hópsins sem þarf mest á húsnæði að halda,“ sagði Una og vísaði þá til langra biðlista hjá sveitarfélögunum eftir félagslegu húsnæði og eins hjá Félagsstofnun stúdenta eftir námsmannaíbúðum. Una vakti einnig athygli á því að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur nær tvöfaldast síðan 2012 sem sé dæmi um það hvernig húsnæðisskorturinn hefur komið verst niður á jaðarhópum samfélagsins. Einnig valdi það áhyggjum þegar fréttir berast um að ekki sé hægt að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum sökum húsnæðisskorts. Una lýsti því hvernig aðgangur að öruggu húsnæði geti skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu fólks og verið veigamikill þáttur í endurkomu fólks inn í samfélagið eftir veikindi. „Það þarf að fara að líta á húsnæði sem lýðheilsumál,“ sagði hún og lagði áherslu á að byggja þyrfti upp öruggan leigumarkað þar sem fólk gæti búið til langs tíma í öruggu húsaskjóli þar sem leiga yrði í samræmi við greiðslugetu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira