Gunnar finnur ekki fyrir pressu eftir tapið: "Spái ekki í því sem áður var“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2018 19:15 Eftir margra vikna og mánaða leit að bardaga fannst loksins andstæðingur fyrir Gunnar Nelson sem snýr aftur í búrið í maí þegar að hann mætir Bandaríkjamanninum Neil Magny í Liverpool. Það verða liðnir 315 dagar frá tapinu gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio þegar að Gunnar mætir Neil Magny. Það er einum degi meira en hann beið á milli síðustu tveggja bardaga. Þá var Gunnar rólegri yfir biðinni en nú hefur hann leitað logandi ljósi að mótherja í langan tíma. Hann er ólmur að leiðrétta það sem miður fór í Glasgow í fyrra. „Það er búið að vera langt ferli núna, alveg margir mánuðir, þar sem ég hef leitað að andstæðing. Þá einhverjum í topp fimmtán. Það hefur ekkert gengið þannig að núna er búið að negla þetta og maður er guðslifandi feginn,“ segir Gunnar. Gunnar hefur nýtt tímann vel til æfinga og segja innherjar hjá Mjölni að hann hafi aldrei verið sterkari en nú í gólfglímu. Er von á flugeldasýningum í næstu bardögum? „Við erum alltaf að vinna í nýjum hlutum og bæta við okkur. Ég tel að það komi til með að sjást nokkrir nýir þætti í mínum leik í næstu bardögum,“ segir hann. Þrátt fyrir skellinn á móti Ponzinibbio heldur Gunnar ótrauður áfram á toppinn. Að verða sá besti er hans markmið. „Frá því að ég byrjaði hef ég alltaf ætlað mér að fara alla leið. Maður ætlar aldrei inn í nokkra bardaga og vinna nokkra og tapa einhverjum. Maður ætlar alltaf að vinna allt. Það er bara þannig.“ Sama hvaða brögðum Ponzinibbio beitti skráist það sem tap á Gunnar sem varð undir öðru sinni á ferlinum sem aðalstjarna bardagakvölds. Hann hefur tapað þremur af síðustu sex, en finnur Gunnar fyrir mestu pressu ferilsins í aðdraganda þessa bardagakvölds í ljósi síðustu úrslita og stærð bardagans? „Ég hef áður tapað og komið til baka þannig mér finnst ég hafa gert ansi margt núna. Ég hef tapað og komið til baka og unnið aftur. Ég hef upplifað ýmislegt. Ég horfi bara á þetta út frá minni getur og mínum æfingum og síðan er ég bara að fara inn í bardaga,“ segir Gunnar. „Það sem gerðist áður er bara eitthvað sem maður er búinn að læra af. Ég nýtti það sem ég gat nýtt úr því og síðan er engin ástæða til að dvelja lengur við það. Ég sé enga ástæðu til þess. Ég fer í þennan bardaga af fullum hug og spái ekki í því sem að áður var,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni. MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Gunnar Nelson prófaði aðeins að fíflast í Darren Till á Twitter en það skilaði engu. 28. mars 2018 12:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Eftir margra vikna og mánaða leit að bardaga fannst loksins andstæðingur fyrir Gunnar Nelson sem snýr aftur í búrið í maí þegar að hann mætir Bandaríkjamanninum Neil Magny í Liverpool. Það verða liðnir 315 dagar frá tapinu gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio þegar að Gunnar mætir Neil Magny. Það er einum degi meira en hann beið á milli síðustu tveggja bardaga. Þá var Gunnar rólegri yfir biðinni en nú hefur hann leitað logandi ljósi að mótherja í langan tíma. Hann er ólmur að leiðrétta það sem miður fór í Glasgow í fyrra. „Það er búið að vera langt ferli núna, alveg margir mánuðir, þar sem ég hef leitað að andstæðing. Þá einhverjum í topp fimmtán. Það hefur ekkert gengið þannig að núna er búið að negla þetta og maður er guðslifandi feginn,“ segir Gunnar. Gunnar hefur nýtt tímann vel til æfinga og segja innherjar hjá Mjölni að hann hafi aldrei verið sterkari en nú í gólfglímu. Er von á flugeldasýningum í næstu bardögum? „Við erum alltaf að vinna í nýjum hlutum og bæta við okkur. Ég tel að það komi til með að sjást nokkrir nýir þætti í mínum leik í næstu bardögum,“ segir hann. Þrátt fyrir skellinn á móti Ponzinibbio heldur Gunnar ótrauður áfram á toppinn. Að verða sá besti er hans markmið. „Frá því að ég byrjaði hef ég alltaf ætlað mér að fara alla leið. Maður ætlar aldrei inn í nokkra bardaga og vinna nokkra og tapa einhverjum. Maður ætlar alltaf að vinna allt. Það er bara þannig.“ Sama hvaða brögðum Ponzinibbio beitti skráist það sem tap á Gunnar sem varð undir öðru sinni á ferlinum sem aðalstjarna bardagakvölds. Hann hefur tapað þremur af síðustu sex, en finnur Gunnar fyrir mestu pressu ferilsins í aðdraganda þessa bardagakvölds í ljósi síðustu úrslita og stærð bardagans? „Ég hef áður tapað og komið til baka þannig mér finnst ég hafa gert ansi margt núna. Ég hef tapað og komið til baka og unnið aftur. Ég hef upplifað ýmislegt. Ég horfi bara á þetta út frá minni getur og mínum æfingum og síðan er ég bara að fara inn í bardaga,“ segir Gunnar. „Það sem gerðist áður er bara eitthvað sem maður er búinn að læra af. Ég nýtti það sem ég gat nýtt úr því og síðan er engin ástæða til að dvelja lengur við það. Ég sé enga ástæðu til þess. Ég fer í þennan bardaga af fullum hug og spái ekki í því sem að áður var,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni.
MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Gunnar Nelson prófaði aðeins að fíflast í Darren Till á Twitter en það skilaði engu. 28. mars 2018 12:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00
Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Gunnar Nelson prófaði aðeins að fíflast í Darren Till á Twitter en það skilaði engu. 28. mars 2018 12:00
Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00