Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2018 12:00 Eins og greint var frá í morgun berst Gunnar Nelson á móti Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldi í Liverpool 27. maí og snýr þar með í búrið á ný eftir tíu mánaða fjarveru. Hefði UFC fengið að ráða hefði Gunnar barist sem aðalstjarnan á UFC-kvöldinu í Lundúnum í mars en þar vildu menn sjá Liverpool-strákinn Darren Till mæta Gunnari. Ekkert varð úr þeim bardaga því Till sagðist vera veikur þrátt fyrir að margar vikur ættu eftir að líða þar til að bardaganum kæmi. Hann var svo ekki veikari en það, að Till skemmti sér konunglega í Brasilíu skömmu eftir að segjast veikur.Darren Till virtist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyTalaði um aðra en Gunnar „Þegar kemur að bardagastíl væri ég slæmur mótherji fyrir Till. Ég er fyrir neðan hann á styrkleikalistanum og hann er á fínum skriði. Áhættan að taka bardaga á móti mér er slík að þeir líta væntanlega á það sem svo að það sé ekki þess virði,“ segir Gunnar sem útskýrir flótta Till að einhverju leyti. „Ég veit svo sem ekkert um þetta nákvæmlega, en ég held að Till sé ekkert svakalega spenntur fyrir því að mæta mér. Mér finnst það á öllu miðað við hvernig hann talar á netinu og hvernig hann talar svo seinna mér.“ „Till talaði mikið um alla aðra en mig þrátt fyrir að það hefði verið flottur bardagi í Liverpool. Það var búið að tala um það. Síðan gæti bara vel verið að umboðsmaður hans segi honum að gleyma því að mæta mér. Það er ekki vitlaus pæling hjá þeim,“ segir Gunnar við íþróttadeild.Gunnar nennir ekki netrifrildum.vísir/gettyEkkert internetrót Till var búinn að rífa kjaft á netinu í svolítinn tíma og sagðist meira en klár í að mæta Gunnari í búrinu. Annað kom svo á daginn. Gunnar var orðinn svo þyrstur í að berjast að hann tók þátt í umræðunum á Twitter í fyrsta sinn ásamt þjálfara sínum, John Kavanagh. „John hefur alltaf aðeins verið að kynda undir mönnum af og til. Ég er mjög lítið í því. Það er ekki minn stíll og er bara ekki ég. Ég nenni ekki að vera að djöflast í mönnum á netinu,“ segir Gunnar. „Ég gerði það aðeins við Darren Till og hélt að það hefði heppnast. Þá hugsaði ég með mér að kannski myndi ég gera þetta oftar, en síðan gerðist ekki neitt.“ „Þetta er ekki minn stíll. Ég þarf aðeins að fara út fyrir mitt hugarfar til þess að fara að róta í mönnum á internetinu. Það er ekki ég,“ segir Gunnar Nelson. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018 MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Eins og greint var frá í morgun berst Gunnar Nelson á móti Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldi í Liverpool 27. maí og snýr þar með í búrið á ný eftir tíu mánaða fjarveru. Hefði UFC fengið að ráða hefði Gunnar barist sem aðalstjarnan á UFC-kvöldinu í Lundúnum í mars en þar vildu menn sjá Liverpool-strákinn Darren Till mæta Gunnari. Ekkert varð úr þeim bardaga því Till sagðist vera veikur þrátt fyrir að margar vikur ættu eftir að líða þar til að bardaganum kæmi. Hann var svo ekki veikari en það, að Till skemmti sér konunglega í Brasilíu skömmu eftir að segjast veikur.Darren Till virtist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyTalaði um aðra en Gunnar „Þegar kemur að bardagastíl væri ég slæmur mótherji fyrir Till. Ég er fyrir neðan hann á styrkleikalistanum og hann er á fínum skriði. Áhættan að taka bardaga á móti mér er slík að þeir líta væntanlega á það sem svo að það sé ekki þess virði,“ segir Gunnar sem útskýrir flótta Till að einhverju leyti. „Ég veit svo sem ekkert um þetta nákvæmlega, en ég held að Till sé ekkert svakalega spenntur fyrir því að mæta mér. Mér finnst það á öllu miðað við hvernig hann talar á netinu og hvernig hann talar svo seinna mér.“ „Till talaði mikið um alla aðra en mig þrátt fyrir að það hefði verið flottur bardagi í Liverpool. Það var búið að tala um það. Síðan gæti bara vel verið að umboðsmaður hans segi honum að gleyma því að mæta mér. Það er ekki vitlaus pæling hjá þeim,“ segir Gunnar við íþróttadeild.Gunnar nennir ekki netrifrildum.vísir/gettyEkkert internetrót Till var búinn að rífa kjaft á netinu í svolítinn tíma og sagðist meira en klár í að mæta Gunnari í búrinu. Annað kom svo á daginn. Gunnar var orðinn svo þyrstur í að berjast að hann tók þátt í umræðunum á Twitter í fyrsta sinn ásamt þjálfara sínum, John Kavanagh. „John hefur alltaf aðeins verið að kynda undir mönnum af og til. Ég er mjög lítið í því. Það er ekki minn stíll og er bara ekki ég. Ég nenni ekki að vera að djöflast í mönnum á netinu,“ segir Gunnar. „Ég gerði það aðeins við Darren Till og hélt að það hefði heppnast. Þá hugsaði ég með mér að kannski myndi ég gera þetta oftar, en síðan gerðist ekki neitt.“ „Þetta er ekki minn stíll. Ég þarf aðeins að fara út fyrir mitt hugarfar til þess að fara að róta í mönnum á internetinu. Það er ekki ég,“ segir Gunnar Nelson. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018
MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00
Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00