Óvenjuleg undirtegund af inflúensu sem ekki var gert ráð fyrir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. mars 2018 22:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. VÍSIR/STEFÁN „Inflúensan í ár hefur verið frekar óvenjuleg miðað við undanfarin ár að því leytinu til að hún hefur dregist á langinn dálítið miðað við undanfarin ár,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Miðað við þær tölur sem við höfum þá hefur hún kannski ekki verið eins útbreidd og oft áður en margir hafa veikst frekar illa og þurft að leggjast inn. Það sem er líka óvenjulegt er það að þetta er óvenjuleg undirtegund af inflúensunni sem hefur verið að ganga núna, þessi svokallaða B-tegund sem er fremur óvenjulegt.“ Þórólfur segir að þessi B-tegund af inflúensu hafi einnig verið algengari í Evrópu og öðrum vestrænum ríkjum í ár. „Það svo sem kann enginn neinar almennilegar skýringar á því. Það sem er fremur óvenjulegt er það að nákvæmlega þessi tegund af B virðist ekki vera í bóluefninu sem var boðið upp á núna í ár.“ Bóluefnaframleiðendur fá tilmæli frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í byrjun árs um hvaða tegundir eigi að vera í bóluefninu og segir Þórólfur að þá séu menn að giska á það hvaða tegundir muni ganga. „Oftast nær hittist rétt á, nokkuð vel, en núna hefur ekki hist vel á. Þetta eru svona spádómar sem stundum rætast og stundum ekki.“Það leita ekki allir til læknis Þórólfur segir að það séu ýmsar hræringar á markaðnum núna varðandi ný bóluefni sem innihalda fleiri tegundir. „Vonandi getum við nálgast slíkt en það þarf að skoða það betur.“ Erfitt er að vera með nákvæma tölfræði yfir inflúensutilfelli hér á landi þar sem það leita ekki allir til læknis vegna veikindanna og eru greindir þar. „Við höfum svona áætlað að þetta er svona svipað hlutfall á milli ára, hverjir fara til lækna. Við teljum að samanburður milli ára sé nokkuð áreiðanlegur. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hversu margir veikjast.“ Einnig eru aðrar veirutegundir í gangi sem geta valdið skæðum einkennum, sem að fólk misskilur og heldur að sé inflúensan. „Flestir sem veikjast eru heima og fara ekki til læknis.“ Þórólfur hvetur fólk sem liggur veikt heima núna til að taka því rólega og láta sér batna almennilega. Ef þetta er ekki farið að lagast eftir viku ætti það að leita til læknis. „Þá getur verið að eitthvað annað hafi fylgt í kjölfarið, annars konar sýkingar.“ Hann ráðleggur fólki sem er byrjað að finna flensueinkenni að reyna að forðast að umgangast einstaklinga sem eru veikir fyrir eða með undirliggjandi sjúkdóma, gamalt fólk og lítil börn. Inflúensan byrjar að vera smitandi daginn áður en fólk veikist. „Og svo gæta vel hreinlætis og þvo sér um hendur.“Viðtalið við Þórólf má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. 8. janúar 2018 18:42 Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana 70.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensu kláruðust í haust. 11. janúar 2018 14:41 Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. 13. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
„Inflúensan í ár hefur verið frekar óvenjuleg miðað við undanfarin ár að því leytinu til að hún hefur dregist á langinn dálítið miðað við undanfarin ár,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Miðað við þær tölur sem við höfum þá hefur hún kannski ekki verið eins útbreidd og oft áður en margir hafa veikst frekar illa og þurft að leggjast inn. Það sem er líka óvenjulegt er það að þetta er óvenjuleg undirtegund af inflúensunni sem hefur verið að ganga núna, þessi svokallaða B-tegund sem er fremur óvenjulegt.“ Þórólfur segir að þessi B-tegund af inflúensu hafi einnig verið algengari í Evrópu og öðrum vestrænum ríkjum í ár. „Það svo sem kann enginn neinar almennilegar skýringar á því. Það sem er fremur óvenjulegt er það að nákvæmlega þessi tegund af B virðist ekki vera í bóluefninu sem var boðið upp á núna í ár.“ Bóluefnaframleiðendur fá tilmæli frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í byrjun árs um hvaða tegundir eigi að vera í bóluefninu og segir Þórólfur að þá séu menn að giska á það hvaða tegundir muni ganga. „Oftast nær hittist rétt á, nokkuð vel, en núna hefur ekki hist vel á. Þetta eru svona spádómar sem stundum rætast og stundum ekki.“Það leita ekki allir til læknis Þórólfur segir að það séu ýmsar hræringar á markaðnum núna varðandi ný bóluefni sem innihalda fleiri tegundir. „Vonandi getum við nálgast slíkt en það þarf að skoða það betur.“ Erfitt er að vera með nákvæma tölfræði yfir inflúensutilfelli hér á landi þar sem það leita ekki allir til læknis vegna veikindanna og eru greindir þar. „Við höfum svona áætlað að þetta er svona svipað hlutfall á milli ára, hverjir fara til lækna. Við teljum að samanburður milli ára sé nokkuð áreiðanlegur. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hversu margir veikjast.“ Einnig eru aðrar veirutegundir í gangi sem geta valdið skæðum einkennum, sem að fólk misskilur og heldur að sé inflúensan. „Flestir sem veikjast eru heima og fara ekki til læknis.“ Þórólfur hvetur fólk sem liggur veikt heima núna til að taka því rólega og láta sér batna almennilega. Ef þetta er ekki farið að lagast eftir viku ætti það að leita til læknis. „Þá getur verið að eitthvað annað hafi fylgt í kjölfarið, annars konar sýkingar.“ Hann ráðleggur fólki sem er byrjað að finna flensueinkenni að reyna að forðast að umgangast einstaklinga sem eru veikir fyrir eða með undirliggjandi sjúkdóma, gamalt fólk og lítil börn. Inflúensan byrjar að vera smitandi daginn áður en fólk veikist. „Og svo gæta vel hreinlætis og þvo sér um hendur.“Viðtalið við Þórólf má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. 8. janúar 2018 18:42 Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana 70.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensu kláruðust í haust. 11. janúar 2018 14:41 Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. 13. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. 8. janúar 2018 18:42
Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana 70.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensu kláruðust í haust. 11. janúar 2018 14:41
Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. 13. febrúar 2018 06:00