Sjáðu myndina sem kostaði klappstýru starfið í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2018 23:30 Það er mikið regluverk í kringum klappstýrur NFL-deildarinnar en öll ábyrgðin er sett á þær. Vísir/Getty Bailey Davis hefur unnið fyrir sér sem klappstýra New Orleans Saints liðsins í NFL-deildinni en það gerir hún ekki lengur. New Orleans Saints ákvað að reka Bailey Davis fyrir að birta mynd af sér fáklæddri inn á Instagram en klappstýrur liðsins mega ekki birta af sér þannig myndir á samfélagsmiðlum.New Orleans Saints cheerleaders have to leave a restaurant if a player comes in. A cheerleader is challenging such team rules. https://t.co/2mCshcet09 — The New York Times (@nytimes) March 27, 2018 Bailey Davis ætlar hinsvegar ekki að gefa sig og hefur ætlar að kæra NFL-deildina fyrir að hafa beitt hana kynjamisrétti. Það er ekki aðeins myndbirtingin sem kallar á það heldur einnig allskyns reglur sem klappstýrur NFL-deildarinnar þurfa að sætta sig við. New York Times fjallaði um mál Bailey Davis þar sem hún og lögmaður hennar fóru yfir ástæður þess að Bailey Davis fer í „stríð“ við New Orleans Saints og NFL-deildina. Hér fyrir neðan má sjá myndina sem kostaði hana starfið. I wanna break glass ceilings not fit glass slippers : @bryceellphoto #dance A post shared by Bailey Davis (@jacalynbailey) on Jan 25, 2018 at 4:17pm PST Bailey Davis er í undirfötum einum fata á myndinni en það er bannað samkvæmt reglum NFL. Klappstýrur mega ekki birta myndir af sér nöktum, hálfnöktum eða í undirfötum. Myndina setti Bailey fyrst inn á lokaðan Instagram reikning þannig að aðeins vinir hennar höfðu aðgang að myndinni. Forráðamenn New Orleans Saints fundu hinsvegar myndina og ráku hana í kjölfarið. Það eru strangar reglur í gangi í NFL-deildinni um að klappstýrurnar megi ekki umgangast leikmenn. Sem dæmi þurfa þær að yfirgefa veitingastað ef leikmaður liðsins hennar labbar inn. Þær mega heldur alls ekki fara í partý með leikmönnum. New Orleans Saints sakaði Bailey Davis um að hafa brotið þá reglu líka en hún neitar því. Klappstýrurnar í NFL-deildinni verða líka að passa upp á það að hafa engin samskipti við leikmenn á samfélgasmiðlum. Öll ábyrgðin er hinsvegar sett á klappstýrurnar sjálfar um að passa upp á þessa hluti þótt að einhverjir leikmenn reyni margt til að komast í samband við þær. NFL Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Bailey Davis hefur unnið fyrir sér sem klappstýra New Orleans Saints liðsins í NFL-deildinni en það gerir hún ekki lengur. New Orleans Saints ákvað að reka Bailey Davis fyrir að birta mynd af sér fáklæddri inn á Instagram en klappstýrur liðsins mega ekki birta af sér þannig myndir á samfélagsmiðlum.New Orleans Saints cheerleaders have to leave a restaurant if a player comes in. A cheerleader is challenging such team rules. https://t.co/2mCshcet09 — The New York Times (@nytimes) March 27, 2018 Bailey Davis ætlar hinsvegar ekki að gefa sig og hefur ætlar að kæra NFL-deildina fyrir að hafa beitt hana kynjamisrétti. Það er ekki aðeins myndbirtingin sem kallar á það heldur einnig allskyns reglur sem klappstýrur NFL-deildarinnar þurfa að sætta sig við. New York Times fjallaði um mál Bailey Davis þar sem hún og lögmaður hennar fóru yfir ástæður þess að Bailey Davis fer í „stríð“ við New Orleans Saints og NFL-deildina. Hér fyrir neðan má sjá myndina sem kostaði hana starfið. I wanna break glass ceilings not fit glass slippers : @bryceellphoto #dance A post shared by Bailey Davis (@jacalynbailey) on Jan 25, 2018 at 4:17pm PST Bailey Davis er í undirfötum einum fata á myndinni en það er bannað samkvæmt reglum NFL. Klappstýrur mega ekki birta myndir af sér nöktum, hálfnöktum eða í undirfötum. Myndina setti Bailey fyrst inn á lokaðan Instagram reikning þannig að aðeins vinir hennar höfðu aðgang að myndinni. Forráðamenn New Orleans Saints fundu hinsvegar myndina og ráku hana í kjölfarið. Það eru strangar reglur í gangi í NFL-deildinni um að klappstýrurnar megi ekki umgangast leikmenn. Sem dæmi þurfa þær að yfirgefa veitingastað ef leikmaður liðsins hennar labbar inn. Þær mega heldur alls ekki fara í partý með leikmönnum. New Orleans Saints sakaði Bailey Davis um að hafa brotið þá reglu líka en hún neitar því. Klappstýrurnar í NFL-deildinni verða líka að passa upp á það að hafa engin samskipti við leikmenn á samfélgasmiðlum. Öll ábyrgðin er hinsvegar sett á klappstýrurnar sjálfar um að passa upp á þessa hluti þótt að einhverjir leikmenn reyni margt til að komast í samband við þær.
NFL Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira