Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2018 12:45 Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, segist vonast til þess að Rússar taki skilaboð vestrænna ríkja til sín og breyti hegðun sinni. Skjáskot/Stöð 2 Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að bresk stjórnvöld geri sér grein fyrir því að takmörk séu fyrir því hvað Ísland getur gert til að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum vegan eiturvopnaárásar í Bretlandi. Ísland er eina norræna ríkið sem vísar rússneskum erindrekum ekki úr landi. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær um þátttöku Íslands í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna árásar á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury í Bretlandi fyrr í þessum mánuði. Þau komust í snertingu við taugaeitur og telja bresk stjórnvöld yfirgnæfandi líkur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki tilræðinu. Ísland er þó eina norræna ríkið sem kýs að visa rússneskum erindrekum ekki úr landi. Vísa íslenskir ráðamenn til smæðar landsins. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðu Vísi í dag að ef Rússar svöruðu í sömu mynt yrði fámennt sendiráð Íslands í Rússlandi óstarfhæft.Skrópið á HM sýnir hversu alvarlega Íslendingar taka aðgerðirnar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis lýsir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, skilningi á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gengið lengra. „Við kunnum vel að meta hversu staðráðin íslensk stjórnvöld eru í að taka þátt í alþjóðlegri samstöðu og senda rússneskum stjórnvöldum ótvíræð skilaboð,” segir Nevin. Hann telur að ákvörðunin um að íslenskir ráðamenn mæti ekki á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar þar sem Íslands tekur þátt í fyrsta skipti sé til marks um hversu alvarlega íslensk stjórnvöld taki málið. „Í ljósi þess að Ísland hefur í fyrsta sinn í sögunni unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu vegur sú ákvörðun í raun þungt að engir opinberir fulltrúar íslenskra stjórnvalda mæti til Rússlands í sumar. Ákvörðunin endurspeglar hversu mikla áherslu Ísland leggur á mikilvægi þess að viðhalda alþjóðarétti og að verja lýðræðissamfélög heimsins. Svona líta bresk stjórnvöld á viðbrögð Íslands og við vonum að Rússar taki skilaboðin til sín og skilji þörfina á að breyta hegðun sinni,” segir Nevin. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan styður aðgerðir gegn Rússum Fulltrúar þriggja stjórnarandstöðuflokka í utanríkismálanefnd telja allir skynsamlegt að vísa ekki rússneskum erindrekum úr landi vegna afleiðinganna fyrir sendiráð Íslands í Rússlandi. 27. mars 2018 12:15 Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð. 26. mars 2018 19:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að bresk stjórnvöld geri sér grein fyrir því að takmörk séu fyrir því hvað Ísland getur gert til að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum vegan eiturvopnaárásar í Bretlandi. Ísland er eina norræna ríkið sem vísar rússneskum erindrekum ekki úr landi. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær um þátttöku Íslands í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna árásar á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury í Bretlandi fyrr í þessum mánuði. Þau komust í snertingu við taugaeitur og telja bresk stjórnvöld yfirgnæfandi líkur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki tilræðinu. Ísland er þó eina norræna ríkið sem kýs að visa rússneskum erindrekum ekki úr landi. Vísa íslenskir ráðamenn til smæðar landsins. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðu Vísi í dag að ef Rússar svöruðu í sömu mynt yrði fámennt sendiráð Íslands í Rússlandi óstarfhæft.Skrópið á HM sýnir hversu alvarlega Íslendingar taka aðgerðirnar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis lýsir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, skilningi á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gengið lengra. „Við kunnum vel að meta hversu staðráðin íslensk stjórnvöld eru í að taka þátt í alþjóðlegri samstöðu og senda rússneskum stjórnvöldum ótvíræð skilaboð,” segir Nevin. Hann telur að ákvörðunin um að íslenskir ráðamenn mæti ekki á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar þar sem Íslands tekur þátt í fyrsta skipti sé til marks um hversu alvarlega íslensk stjórnvöld taki málið. „Í ljósi þess að Ísland hefur í fyrsta sinn í sögunni unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu vegur sú ákvörðun í raun þungt að engir opinberir fulltrúar íslenskra stjórnvalda mæti til Rússlands í sumar. Ákvörðunin endurspeglar hversu mikla áherslu Ísland leggur á mikilvægi þess að viðhalda alþjóðarétti og að verja lýðræðissamfélög heimsins. Svona líta bresk stjórnvöld á viðbrögð Íslands og við vonum að Rússar taki skilaboðin til sín og skilji þörfina á að breyta hegðun sinni,” segir Nevin.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan styður aðgerðir gegn Rússum Fulltrúar þriggja stjórnarandstöðuflokka í utanríkismálanefnd telja allir skynsamlegt að vísa ekki rússneskum erindrekum úr landi vegna afleiðinganna fyrir sendiráð Íslands í Rússlandi. 27. mars 2018 12:15 Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð. 26. mars 2018 19:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Stjórnarandstaðan styður aðgerðir gegn Rússum Fulltrúar þriggja stjórnarandstöðuflokka í utanríkismálanefnd telja allir skynsamlegt að vísa ekki rússneskum erindrekum úr landi vegna afleiðinganna fyrir sendiráð Íslands í Rússlandi. 27. mars 2018 12:15
Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54
„Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45
Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð. 26. mars 2018 19:15