Gunnar sagður kominn með stóran bardaga í Liverpool Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 08:00 Gunnar Nelson snýr líklega aftur í lok maí. vísir/getty Gunnar Nelson er sagður vera kominn með stóran bardaga gegn Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldinu í Liverpool 27. maí og snýr þá aftur í búrið eftir tapið gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí í fyrra. Það er MMA-blaðamaðurinn Farah Hannoun sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en hver fjölmiðlinn á fætur öðrum sem fjallar um UFC og blandaðar bardagalistir hefur skrifað frétt upp úr tísti hennar. Heimamaðurinn Darren Till, sem keppir í veltivigt eins og Gunnar og Magny, berst í aðalbardaga kvöldsins í Liverpool en UFC vildi að Gunnar og Till myndu mætast í Lundúnum í mars. Ekkert varð úr því.EXCLUSIVE: Gunnar Nelson vs. Neil Magny in the works for UFC Liverpool (May 27th) #UFC #MMA pic.twitter.com/Bujes6fcgw— Farah Hannoun (@Farah_Hannoun) March 26, 2018 Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, sagðist ekki geta tjáð sig um þetta þegar að Vísir spurði hann um málið en sjálfur hefur Magny greint frá því að hann sé kominn með bardaga. Magny birtir mynd af sér á Instagram og segir: „Búinn að skrifa undir bardaga. Tilkynning væntanleg.“ Hann fer þó ekkert nánar í málið og segir við hvern hann á að berjast en svo virðist sem Gunnar og Magny muni mætast í Liverpool 27. maí. Neil Magny er í níunda sæti veltivigtarinnar en Gunnar í þrettánda sæti. Bandaríkjamaðurinn barðist síðast við Carlos Condit á UFC 219-bardagakvöldinu í Las Vegas í desember á síðasta ári og vann, en hann hefur unnið tvo af síðustu fjórum bardögum sínum í UFC sem allir hafa verið á númerakorti. Í heildina hefur þrítugi reynsluboltinn Neil Magny unnið 20 bardaga á atvinumannaferlinum og tapað aðeins sex, þar af hefur hann unnið þrettán og tapað fimm í UFC síðan hann þreytti frumraun sína þar árið 2013. Bout agreement signed....fight announcement coming soon @ufc @alliancemma @elevationfightteamco A post shared by Neil Magny (@neil_magny170) on Mar 26, 2018 at 3:04pm PDT MMA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira
Gunnar Nelson er sagður vera kominn með stóran bardaga gegn Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldinu í Liverpool 27. maí og snýr þá aftur í búrið eftir tapið gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí í fyrra. Það er MMA-blaðamaðurinn Farah Hannoun sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en hver fjölmiðlinn á fætur öðrum sem fjallar um UFC og blandaðar bardagalistir hefur skrifað frétt upp úr tísti hennar. Heimamaðurinn Darren Till, sem keppir í veltivigt eins og Gunnar og Magny, berst í aðalbardaga kvöldsins í Liverpool en UFC vildi að Gunnar og Till myndu mætast í Lundúnum í mars. Ekkert varð úr því.EXCLUSIVE: Gunnar Nelson vs. Neil Magny in the works for UFC Liverpool (May 27th) #UFC #MMA pic.twitter.com/Bujes6fcgw— Farah Hannoun (@Farah_Hannoun) March 26, 2018 Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, sagðist ekki geta tjáð sig um þetta þegar að Vísir spurði hann um málið en sjálfur hefur Magny greint frá því að hann sé kominn með bardaga. Magny birtir mynd af sér á Instagram og segir: „Búinn að skrifa undir bardaga. Tilkynning væntanleg.“ Hann fer þó ekkert nánar í málið og segir við hvern hann á að berjast en svo virðist sem Gunnar og Magny muni mætast í Liverpool 27. maí. Neil Magny er í níunda sæti veltivigtarinnar en Gunnar í þrettánda sæti. Bandaríkjamaðurinn barðist síðast við Carlos Condit á UFC 219-bardagakvöldinu í Las Vegas í desember á síðasta ári og vann, en hann hefur unnið tvo af síðustu fjórum bardögum sínum í UFC sem allir hafa verið á númerakorti. Í heildina hefur þrítugi reynsluboltinn Neil Magny unnið 20 bardaga á atvinumannaferlinum og tapað aðeins sex, þar af hefur hann unnið þrettán og tapað fimm í UFC síðan hann þreytti frumraun sína þar árið 2013. Bout agreement signed....fight announcement coming soon @ufc @alliancemma @elevationfightteamco A post shared by Neil Magny (@neil_magny170) on Mar 26, 2018 at 3:04pm PDT
MMA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira