Buffalo skórnir snúa aftur Ritstjórn skrifar 27. mars 2018 03:45 Glamour/Skjáskot Ljótu strigaskórnir hafa verið áberandi þetta árið, þar sem maður er varla hættur að vera hissa yfir því sem tískuhúsin sum hafa sent frá sér. Vinsælustu skórnir í dag eru frá Balenciaga og Louis Vuitton, þar sem botninn og skórinn sjálfur er alveg í það stærsta. Buffalo-skórnir sem margir muna eftir, og flestir með hrylling, eru á leiðinni aftur. Í tilkynningu frá breska skófyrirtækinu er auglýsingaherferð með stjörnum eins og Ruby Aldridge og Aleali May, þar sem skórnir birtast í allri sinni dýrð. Stíliseringin minnir svolítið á tíunda áratuginn, en þá voru þeir einmitt sem vinsælastir. Hljómsveitin Spice Girls gerði þá einmitt svo vinsæla á sínum tíma, en þar sem þær eru að koma aftur sama þá er spurning hvort að þetta verði skóbúnaðurinn þeirra. Skórnir verða framleiddir í takmörkuðu upplagi, og verða nokkrar útgáfur. Skórnir verða seldir í verslunum eins og Farfetch, Louisa Via Roma og Opening Ceremony. Mest lesið Miranda Kerr gifti sig í Dior Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Cara Delevingne aflitar á sér hárið Glamour Pallettan sem allir hafa beðið eftir Glamour Ashley Graham landar sinni fyrstu Vogue forsíðu Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour „Myndir þú spyrja karlmann að þessu?“ Glamour Götutískan í Ástralíu Glamour Þetta eru bestu tískuskólarnir í heiminum í dag Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour
Ljótu strigaskórnir hafa verið áberandi þetta árið, þar sem maður er varla hættur að vera hissa yfir því sem tískuhúsin sum hafa sent frá sér. Vinsælustu skórnir í dag eru frá Balenciaga og Louis Vuitton, þar sem botninn og skórinn sjálfur er alveg í það stærsta. Buffalo-skórnir sem margir muna eftir, og flestir með hrylling, eru á leiðinni aftur. Í tilkynningu frá breska skófyrirtækinu er auglýsingaherferð með stjörnum eins og Ruby Aldridge og Aleali May, þar sem skórnir birtast í allri sinni dýrð. Stíliseringin minnir svolítið á tíunda áratuginn, en þá voru þeir einmitt sem vinsælastir. Hljómsveitin Spice Girls gerði þá einmitt svo vinsæla á sínum tíma, en þar sem þær eru að koma aftur sama þá er spurning hvort að þetta verði skóbúnaðurinn þeirra. Skórnir verða framleiddir í takmörkuðu upplagi, og verða nokkrar útgáfur. Skórnir verða seldir í verslunum eins og Farfetch, Louisa Via Roma og Opening Ceremony.
Mest lesið Miranda Kerr gifti sig í Dior Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Cara Delevingne aflitar á sér hárið Glamour Pallettan sem allir hafa beðið eftir Glamour Ashley Graham landar sinni fyrstu Vogue forsíðu Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour „Myndir þú spyrja karlmann að þessu?“ Glamour Götutískan í Ástralíu Glamour Þetta eru bestu tískuskólarnir í heiminum í dag Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour