Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2018 17:45 Anton Vasiliev er sendiherra Rússlands á Íslandi. Vísir/Egill. Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. Ólíkt hinum Norðurlöndunum hyggjast íslensk stjórnvöld ekki vísa rússneskum erindreka úr landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en þessar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru hluti af samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar á Sergei Skripal í enska bænum Salisbury í upphafi mánaðarins.Ari Trausti og Rósa Björk Brynjólfsdóttir að loknum fundi utanríkismálanefndar í dag.Vísir/Egill„Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar,“ segir í tilkynningunni.Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa öll vísað rússneskum erindrekum úr landi auk þess sem mörg samstarfsríki Íslands í NATO hafa gert slíkt hið sama. Bretar og Bandaríkjamenn hafa vísað tæplega 90 rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.„Af hálfu Íslands felast aðgerðirnar í því að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum verður frestað um óákveðinn tíma. Af þeirri ákvörðun leiðir að íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi á komandi sumri,“ segir í tilkynningunni.Sendiherra Rússlands var kallaður á fund Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem honum var greint frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar.Aðgerðir í hlutfalli við stærð íslenska sendiráðsins í Rússlandi Ari Trausti Guðmundsson, fulltrúi vinstri grænna í utanríkismálanefnd, segir ástæðu þess að engum sé vísað úr landi þá að í sendiráði Íslands í Moskvu séu þrír fulltrúar. Aðgerðir Íslands séu í hlutfalli við stærð sendiráðsins. „Ef við vísum rússneskum diplómata úr landi þá eru Rússar líklegir til að gjalda líku líkt. Þá mætti segja sem svo að sendiráðið væri óstarfhæft,“ segir Ari Trausti en vísaði annars á utanríkisráðherra fyrir frekari svör. Ekki náðist í Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar. Hann verður gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18 Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. Ólíkt hinum Norðurlöndunum hyggjast íslensk stjórnvöld ekki vísa rússneskum erindreka úr landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en þessar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru hluti af samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar á Sergei Skripal í enska bænum Salisbury í upphafi mánaðarins.Ari Trausti og Rósa Björk Brynjólfsdóttir að loknum fundi utanríkismálanefndar í dag.Vísir/Egill„Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar,“ segir í tilkynningunni.Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa öll vísað rússneskum erindrekum úr landi auk þess sem mörg samstarfsríki Íslands í NATO hafa gert slíkt hið sama. Bretar og Bandaríkjamenn hafa vísað tæplega 90 rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.„Af hálfu Íslands felast aðgerðirnar í því að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum verður frestað um óákveðinn tíma. Af þeirri ákvörðun leiðir að íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi á komandi sumri,“ segir í tilkynningunni.Sendiherra Rússlands var kallaður á fund Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem honum var greint frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar.Aðgerðir í hlutfalli við stærð íslenska sendiráðsins í Rússlandi Ari Trausti Guðmundsson, fulltrúi vinstri grænna í utanríkismálanefnd, segir ástæðu þess að engum sé vísað úr landi þá að í sendiráði Íslands í Moskvu séu þrír fulltrúar. Aðgerðir Íslands séu í hlutfalli við stærð sendiráðsins. „Ef við vísum rússneskum diplómata úr landi þá eru Rússar líklegir til að gjalda líku líkt. Þá mætti segja sem svo að sendiráðið væri óstarfhæft,“ segir Ari Trausti en vísaði annars á utanríkisráðherra fyrir frekari svör. Ekki náðist í Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar. Hann verður gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18 Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18
Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00
Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03