Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2018 05:37 Barn bólusett við barnaveiki um miðjan þennan mánuð. Yfir þúsund börn fengu sóttina í ágúst í fyrra. Vísir/EPA UNICEF hafa kallað eftir því að 350 milljónir dollara verði veittar í neyðaraðstoð. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er hugsaður til að fæða sveltandi börn í hinu stríðshrjáða Jemen. Framkvæmdastjóri samtakanna í Norður-Afríku og Miðausturlöndum segir upphæðina vera smáræði í samanburði við þá fjármuni sem eytt er í stríðsrekstur í landinu. „Fyrir árið 2018 hefur UNICEF beðið um 350 milljónir dollara til að verja í neyðaraðstoð. Það er smáræði miðað við þær upphæðir sem renna til stríðsreksturs ár hvert. Við erum að fara fram á smáræði,“ segir Geert Cappalaere en hann gegnir fyrrgreindri framkvæmdastjórastöðu. Á frummálinu hafði Cappalaere notað orðið „peanuts“, eða jarðhnetur, til að lýsa upphæðinni. Ummælunum var nokkuð greinilega beint að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en í liðinni viku notaði forsetinn sama orð til að lýsa12,5 milljarða dollara vopnasölusamkomulagi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu. Til að setja tölurnar í samhengi þá eru 350 milljónir dollara andvirði tæplega 3,5 milljarða íslenskra króna. 12,5 milljarðar dollara aftur á móti myndu útleggjast sem rúmlega billjarður íslenskra króna og 237 milljörðum betur. Fyrir vopnasamkomulag Sáda mætti því leggja út fyrir umbeðinni þörf UNICEF 35 sinnum og samt eiga 250 milljónir dollara í afgang.80 prósent undir fátæktarmörkum Trump lét ummælin falla á fundi með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu síðastliðinn þriðjudag. Uppreisnarmenn Húta steyptu stjórnvöldum í Jemen af stóli fyrir sléttum þremur árum. Síðan þá hafa Sádar farið fyrir sveitum sem berjast gegn uppreisnarmönnunum. Áætlað er að 10 þúsund manns hafi fallið í stríðinu og meira en 40 þúsund hafi særst. Hungursneyð ríkir í landinu auk þess að kólera og barnaveiki hafa dregið þúsundir til dauða. Íbúar í Jemen eru um 8,4 milljónir en áætlað er að fjórir af hverjum fimm séu undir fátæktarmörkum. „Árið 2017 voru fimm jemensk börn drepin daglega í átökunum. Hvert einasta barn í landinu er í bráðri þörf fyrir neyðaraðstoð,“ segir Cappalaere. „Hvorugur deiluaðila – eða þeir sem hafa áhrif á þá – hefur sýnt nokkra virðingu í garð barna eða óbreyttra borgara sem byggja landið.“ Grunur leikur á því að stríðsglæpir hafi verið framdir í landinu af hálfu beggja aðila. Auk Húta og sveita Sáda er flokkur minni skærusamtaka sem taka þátt í átökunum. Grunur leikur á að hluti þeirra sé dyggilega studdur af Sameinuðu arabísku furstadæmunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. 20. febrúar 2018 16:32 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
UNICEF hafa kallað eftir því að 350 milljónir dollara verði veittar í neyðaraðstoð. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er hugsaður til að fæða sveltandi börn í hinu stríðshrjáða Jemen. Framkvæmdastjóri samtakanna í Norður-Afríku og Miðausturlöndum segir upphæðina vera smáræði í samanburði við þá fjármuni sem eytt er í stríðsrekstur í landinu. „Fyrir árið 2018 hefur UNICEF beðið um 350 milljónir dollara til að verja í neyðaraðstoð. Það er smáræði miðað við þær upphæðir sem renna til stríðsreksturs ár hvert. Við erum að fara fram á smáræði,“ segir Geert Cappalaere en hann gegnir fyrrgreindri framkvæmdastjórastöðu. Á frummálinu hafði Cappalaere notað orðið „peanuts“, eða jarðhnetur, til að lýsa upphæðinni. Ummælunum var nokkuð greinilega beint að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en í liðinni viku notaði forsetinn sama orð til að lýsa12,5 milljarða dollara vopnasölusamkomulagi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu. Til að setja tölurnar í samhengi þá eru 350 milljónir dollara andvirði tæplega 3,5 milljarða íslenskra króna. 12,5 milljarðar dollara aftur á móti myndu útleggjast sem rúmlega billjarður íslenskra króna og 237 milljörðum betur. Fyrir vopnasamkomulag Sáda mætti því leggja út fyrir umbeðinni þörf UNICEF 35 sinnum og samt eiga 250 milljónir dollara í afgang.80 prósent undir fátæktarmörkum Trump lét ummælin falla á fundi með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu síðastliðinn þriðjudag. Uppreisnarmenn Húta steyptu stjórnvöldum í Jemen af stóli fyrir sléttum þremur árum. Síðan þá hafa Sádar farið fyrir sveitum sem berjast gegn uppreisnarmönnunum. Áætlað er að 10 þúsund manns hafi fallið í stríðinu og meira en 40 þúsund hafi særst. Hungursneyð ríkir í landinu auk þess að kólera og barnaveiki hafa dregið þúsundir til dauða. Íbúar í Jemen eru um 8,4 milljónir en áætlað er að fjórir af hverjum fimm séu undir fátæktarmörkum. „Árið 2017 voru fimm jemensk börn drepin daglega í átökunum. Hvert einasta barn í landinu er í bráðri þörf fyrir neyðaraðstoð,“ segir Cappalaere. „Hvorugur deiluaðila – eða þeir sem hafa áhrif á þá – hefur sýnt nokkra virðingu í garð barna eða óbreyttra borgara sem byggja landið.“ Grunur leikur á því að stríðsglæpir hafi verið framdir í landinu af hálfu beggja aðila. Auk Húta og sveita Sáda er flokkur minni skærusamtaka sem taka þátt í átökunum. Grunur leikur á að hluti þeirra sé dyggilega studdur af Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. 20. febrúar 2018 16:32 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52
Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. 20. febrúar 2018 16:32
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila