Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Dagur Lárusson skrifar 25. mars 2018 10:00 Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. Eitt af því sem að sérfræðingarnir fóru yfir var lið ársins og þjálfari ársins að þeirra mati. Þjálfari ársins að mati Seinni bylgjunnar var Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, en Tómas Þór sagði að það hafi aðeins tveir þjálfarar komið til greina. „Patrekur Jóhannesson fór með drengjakór Selfyssinga beint í annað sætið, var mögulega vítakasti frá því að verða deildarmeistari, vann sautján leiki, breytti oft um varnir, vann auðvitað þennan ótrúlega leik gegn Haukum. Hann og Arnar Pétursson komu báðir til greina en það er erfitt að mótmæla þessu vali,“ sagði Tómas Þór. Gunnar Berg Viktorsson viðurkenndi að Patrekur ætti þetta skilið en hann sagði einnig að Arnar hefði átt þetta vel skilið. „Auðvitað er maður smá litaður af þessu, ég meina Arnar er deildarmeistari og bikarmeistari þannig við tökum þetta ekkert af honum,“ sagði Gunnar. Jóhann Gunnar vildi meina að Patrekur hafi átt sérstakt samband við sína leikmenn. „Hann er eitthvað svo fullkominn með þessa stráka virðist vera, talar svo fallega um þá og þetta er eitthvað svo voðalega fallegt samband,“ sagði Jóhann. Þegar valið á þjálfara ársins var klárt var heildarlið ársins opinberað en það innihélt Einar Rafn úr FH, Ágúst Birgisson úr FH, Hákon Daða úr Haukum, Björgvin Pál úr Haukum, Elvar Örn frá Selfossi, Hauk Þrastarson frá Selfossi og Theodór Sigurbjörnsson frá ÍBV. Patrekur Jóhanneson var því þjálfarinn í liði ársins. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. Eitt af því sem að sérfræðingarnir fóru yfir var lið ársins og þjálfari ársins að þeirra mati. Þjálfari ársins að mati Seinni bylgjunnar var Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, en Tómas Þór sagði að það hafi aðeins tveir þjálfarar komið til greina. „Patrekur Jóhannesson fór með drengjakór Selfyssinga beint í annað sætið, var mögulega vítakasti frá því að verða deildarmeistari, vann sautján leiki, breytti oft um varnir, vann auðvitað þennan ótrúlega leik gegn Haukum. Hann og Arnar Pétursson komu báðir til greina en það er erfitt að mótmæla þessu vali,“ sagði Tómas Þór. Gunnar Berg Viktorsson viðurkenndi að Patrekur ætti þetta skilið en hann sagði einnig að Arnar hefði átt þetta vel skilið. „Auðvitað er maður smá litaður af þessu, ég meina Arnar er deildarmeistari og bikarmeistari þannig við tökum þetta ekkert af honum,“ sagði Gunnar. Jóhann Gunnar vildi meina að Patrekur hafi átt sérstakt samband við sína leikmenn. „Hann er eitthvað svo fullkominn með þessa stráka virðist vera, talar svo fallega um þá og þetta er eitthvað svo voðalega fallegt samband,“ sagði Jóhann. Þegar valið á þjálfara ársins var klárt var heildarlið ársins opinberað en það innihélt Einar Rafn úr FH, Ágúst Birgisson úr FH, Hákon Daða úr Haukum, Björgvin Pál úr Haukum, Elvar Örn frá Selfossi, Hauk Þrastarson frá Selfossi og Theodór Sigurbjörnsson frá ÍBV. Patrekur Jóhanneson var því þjálfarinn í liði ársins.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00