Klíkuskapur og átök bitna á Sjálfstæðisflokknum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. mars 2018 08:45 Áslaug Friðriksdóttir fékk næstflesti atkvæði í oddvitakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Vísir/stefán Áslaug Friðriksdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ákvörðun flokksins um að hafa leiðtogaprófkjör og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. Fámennur hópur hafi handvalið frambjóðendur og útilokað aðra, jafnvel fólk sem hefur barist „ötullega fyrir borgina,“ og situr það fólk nú eftir með sárt ennið. Áslaug og borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon sóttust bæði eftir því að vera verða oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en fengu bæði heldur dræma kosningu. Athafnamaðurinn Eyþór Arnalds naut yfirburðastuðnings og mun því leiða lista flokksins, sem valinn var af kjörnefnd, í kosningunum í vor. Þessi aðferð var töluvert gagnrýnd af mörgum flokksmönnum sem þótti hún ólýðræðisleg, ekki síst í flokki sem lengi hefur stært sig af opnum og fjölmennum prófkjörum. Kjartan og Áslaug fengu síðan hvorugt sæti á lista flokksins, eitthvað sem fór öfugt ofan í margt stuðningsfólk þeirra. Ástæðan var sögð vera niðurstöður oddvitakjörsins, þær bæru þess merki að kallað væri eftir endurnýjun á listanum. Það getur Áslaug ekki tekið undir í samtali við Mannlíf; oddvitakjörið hafi lotið öðrum lögmálum en hefðbundið prófkjör ásamt því að fjölgun borgarfulltrúa gefi tilefni til að stækka framboðslistann. Áslaug segir að slagurinn um oddvitasætið endurspegli ekki síst hvernig átök Sjálfstæðismanna í Reykjavík snúast fyrst og fremst um það að „viðhalda völdunum í stofnunum flokksins.“ Áslaug atti kappi við fjóra aðra frambjóðendur í oddvitakjöri Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Anton Brink„Vissulega skiptir það máli því að það hefur síðan áhrif á hverjir skipa fulltrúaráðið, hverjir sita í kjörnefnd og hverjir hafa aðgang að Landsfundi sem síðan mótar stefnuna,“ segir Áslaug við Mannlíf. Þessi átök séu oft hörð og verður það oft til þess að koma niður á málefnunum að sögn Áslaugar. Að sama skapi verði þetta til þess að fólk sem hefur áhuga á þátttöku í starfi flokksins í Reykjavík gefist fyrr upp.„Það hafa ótrúlega margir sömu sögu að segja, fólki finnst þetta ekki spennandi vettvangur vegna þessarar hörku.“ Að mati Áslaugar skilja fáir utan Sjálfstæðisflokksins hvernig kaupin gerist á eyrinni í starfi flokksins. „Þrátt fyrir að fólk nálgist starfið án þess að vilja neitt með þessi átök hafa, er það flokkað í ákveðna hópa eða arma eftir því með hverjum það kemur eða jafnvel hjá hverjum það situr á fundum.“ Þetta kannast Áslaug við sjálf, hún var dregin inn í ákveðna fylkingu innan flokksins án þess að hafa nokkuð um það að segja. „Allt í einu var ég bara komin í einhverja klíku,“ segir Áslaug og bætir við að þetta þurfi Sjálfstæðisflokkurinn að yfirstíga ef stemningin í grasrótinni á ekki að bitna á fylgi flokksins. Það sé þó hætta á því í þessum kosningum að mati Áslaugar sem segir að valið á framboðslistanum hafi angrað marga flokksmenn. Fólk sem hafi unnið fyrir flokkinn í borginni, sem hafi jafnvel haft áhuga á að fara í prófkjör, hafi þótt „súrt að heyra“ að þau hefðu engan hljómgrunn hjá kjörnefndinni - sem svo valdi listann. Vinnubrögð sem þessi skilji eftir sig „djúp sárindi,“ að sögn Áslaugar sem óttast að andinn verði ekki jafn góður í flokknum fyrir átökin í vor. Viðtalið við Áslaugu í heild sinni má nálgast hér. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Eyþór lagði upp ákveðna sýn fyrir fimmtán manna kjörnefnd. 24. febrúar 2018 14:14 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Kjartani ætlað stórt hlutverk innan Sjálfstæðisflokks Eyþór Arnalds segir að Kjartan Magnússon megi ekkert aumt sjá. 28. febrúar 2018 09:35 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ Sjá meira
Áslaug Friðriksdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ákvörðun flokksins um að hafa leiðtogaprófkjör og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. Fámennur hópur hafi handvalið frambjóðendur og útilokað aðra, jafnvel fólk sem hefur barist „ötullega fyrir borgina,“ og situr það fólk nú eftir með sárt ennið. Áslaug og borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon sóttust bæði eftir því að vera verða oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en fengu bæði heldur dræma kosningu. Athafnamaðurinn Eyþór Arnalds naut yfirburðastuðnings og mun því leiða lista flokksins, sem valinn var af kjörnefnd, í kosningunum í vor. Þessi aðferð var töluvert gagnrýnd af mörgum flokksmönnum sem þótti hún ólýðræðisleg, ekki síst í flokki sem lengi hefur stært sig af opnum og fjölmennum prófkjörum. Kjartan og Áslaug fengu síðan hvorugt sæti á lista flokksins, eitthvað sem fór öfugt ofan í margt stuðningsfólk þeirra. Ástæðan var sögð vera niðurstöður oddvitakjörsins, þær bæru þess merki að kallað væri eftir endurnýjun á listanum. Það getur Áslaug ekki tekið undir í samtali við Mannlíf; oddvitakjörið hafi lotið öðrum lögmálum en hefðbundið prófkjör ásamt því að fjölgun borgarfulltrúa gefi tilefni til að stækka framboðslistann. Áslaug segir að slagurinn um oddvitasætið endurspegli ekki síst hvernig átök Sjálfstæðismanna í Reykjavík snúast fyrst og fremst um það að „viðhalda völdunum í stofnunum flokksins.“ Áslaug atti kappi við fjóra aðra frambjóðendur í oddvitakjöri Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Anton Brink„Vissulega skiptir það máli því að það hefur síðan áhrif á hverjir skipa fulltrúaráðið, hverjir sita í kjörnefnd og hverjir hafa aðgang að Landsfundi sem síðan mótar stefnuna,“ segir Áslaug við Mannlíf. Þessi átök séu oft hörð og verður það oft til þess að koma niður á málefnunum að sögn Áslaugar. Að sama skapi verði þetta til þess að fólk sem hefur áhuga á þátttöku í starfi flokksins í Reykjavík gefist fyrr upp.„Það hafa ótrúlega margir sömu sögu að segja, fólki finnst þetta ekki spennandi vettvangur vegna þessarar hörku.“ Að mati Áslaugar skilja fáir utan Sjálfstæðisflokksins hvernig kaupin gerist á eyrinni í starfi flokksins. „Þrátt fyrir að fólk nálgist starfið án þess að vilja neitt með þessi átök hafa, er það flokkað í ákveðna hópa eða arma eftir því með hverjum það kemur eða jafnvel hjá hverjum það situr á fundum.“ Þetta kannast Áslaug við sjálf, hún var dregin inn í ákveðna fylkingu innan flokksins án þess að hafa nokkuð um það að segja. „Allt í einu var ég bara komin í einhverja klíku,“ segir Áslaug og bætir við að þetta þurfi Sjálfstæðisflokkurinn að yfirstíga ef stemningin í grasrótinni á ekki að bitna á fylgi flokksins. Það sé þó hætta á því í þessum kosningum að mati Áslaugar sem segir að valið á framboðslistanum hafi angrað marga flokksmenn. Fólk sem hafi unnið fyrir flokkinn í borginni, sem hafi jafnvel haft áhuga á að fara í prófkjör, hafi þótt „súrt að heyra“ að þau hefðu engan hljómgrunn hjá kjörnefndinni - sem svo valdi listann. Vinnubrögð sem þessi skilji eftir sig „djúp sárindi,“ að sögn Áslaugar sem óttast að andinn verði ekki jafn góður í flokknum fyrir átökin í vor. Viðtalið við Áslaugu í heild sinni má nálgast hér.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Eyþór lagði upp ákveðna sýn fyrir fimmtán manna kjörnefnd. 24. febrúar 2018 14:14 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Kjartani ætlað stórt hlutverk innan Sjálfstæðisflokks Eyþór Arnalds segir að Kjartan Magnússon megi ekkert aumt sjá. 28. febrúar 2018 09:35 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ Sjá meira
Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Eyþór lagði upp ákveðna sýn fyrir fimmtán manna kjörnefnd. 24. febrúar 2018 14:14
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Kjartani ætlað stórt hlutverk innan Sjálfstæðisflokks Eyþór Arnalds segir að Kjartan Magnússon megi ekkert aumt sjá. 28. febrúar 2018 09:35