Klíkuskapur og átök bitna á Sjálfstæðisflokknum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. mars 2018 08:45 Áslaug Friðriksdóttir fékk næstflesti atkvæði í oddvitakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Vísir/stefán Áslaug Friðriksdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ákvörðun flokksins um að hafa leiðtogaprófkjör og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. Fámennur hópur hafi handvalið frambjóðendur og útilokað aðra, jafnvel fólk sem hefur barist „ötullega fyrir borgina,“ og situr það fólk nú eftir með sárt ennið. Áslaug og borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon sóttust bæði eftir því að vera verða oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en fengu bæði heldur dræma kosningu. Athafnamaðurinn Eyþór Arnalds naut yfirburðastuðnings og mun því leiða lista flokksins, sem valinn var af kjörnefnd, í kosningunum í vor. Þessi aðferð var töluvert gagnrýnd af mörgum flokksmönnum sem þótti hún ólýðræðisleg, ekki síst í flokki sem lengi hefur stært sig af opnum og fjölmennum prófkjörum. Kjartan og Áslaug fengu síðan hvorugt sæti á lista flokksins, eitthvað sem fór öfugt ofan í margt stuðningsfólk þeirra. Ástæðan var sögð vera niðurstöður oddvitakjörsins, þær bæru þess merki að kallað væri eftir endurnýjun á listanum. Það getur Áslaug ekki tekið undir í samtali við Mannlíf; oddvitakjörið hafi lotið öðrum lögmálum en hefðbundið prófkjör ásamt því að fjölgun borgarfulltrúa gefi tilefni til að stækka framboðslistann. Áslaug segir að slagurinn um oddvitasætið endurspegli ekki síst hvernig átök Sjálfstæðismanna í Reykjavík snúast fyrst og fremst um það að „viðhalda völdunum í stofnunum flokksins.“ Áslaug atti kappi við fjóra aðra frambjóðendur í oddvitakjöri Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Anton Brink„Vissulega skiptir það máli því að það hefur síðan áhrif á hverjir skipa fulltrúaráðið, hverjir sita í kjörnefnd og hverjir hafa aðgang að Landsfundi sem síðan mótar stefnuna,“ segir Áslaug við Mannlíf. Þessi átök séu oft hörð og verður það oft til þess að koma niður á málefnunum að sögn Áslaugar. Að sama skapi verði þetta til þess að fólk sem hefur áhuga á þátttöku í starfi flokksins í Reykjavík gefist fyrr upp.„Það hafa ótrúlega margir sömu sögu að segja, fólki finnst þetta ekki spennandi vettvangur vegna þessarar hörku.“ Að mati Áslaugar skilja fáir utan Sjálfstæðisflokksins hvernig kaupin gerist á eyrinni í starfi flokksins. „Þrátt fyrir að fólk nálgist starfið án þess að vilja neitt með þessi átök hafa, er það flokkað í ákveðna hópa eða arma eftir því með hverjum það kemur eða jafnvel hjá hverjum það situr á fundum.“ Þetta kannast Áslaug við sjálf, hún var dregin inn í ákveðna fylkingu innan flokksins án þess að hafa nokkuð um það að segja. „Allt í einu var ég bara komin í einhverja klíku,“ segir Áslaug og bætir við að þetta þurfi Sjálfstæðisflokkurinn að yfirstíga ef stemningin í grasrótinni á ekki að bitna á fylgi flokksins. Það sé þó hætta á því í þessum kosningum að mati Áslaugar sem segir að valið á framboðslistanum hafi angrað marga flokksmenn. Fólk sem hafi unnið fyrir flokkinn í borginni, sem hafi jafnvel haft áhuga á að fara í prófkjör, hafi þótt „súrt að heyra“ að þau hefðu engan hljómgrunn hjá kjörnefndinni - sem svo valdi listann. Vinnubrögð sem þessi skilji eftir sig „djúp sárindi,“ að sögn Áslaugar sem óttast að andinn verði ekki jafn góður í flokknum fyrir átökin í vor. Viðtalið við Áslaugu í heild sinni má nálgast hér. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Eyþór lagði upp ákveðna sýn fyrir fimmtán manna kjörnefnd. 24. febrúar 2018 14:14 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Kjartani ætlað stórt hlutverk innan Sjálfstæðisflokks Eyþór Arnalds segir að Kjartan Magnússon megi ekkert aumt sjá. 28. febrúar 2018 09:35 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Áslaug Friðriksdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ákvörðun flokksins um að hafa leiðtogaprófkjör og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. Fámennur hópur hafi handvalið frambjóðendur og útilokað aðra, jafnvel fólk sem hefur barist „ötullega fyrir borgina,“ og situr það fólk nú eftir með sárt ennið. Áslaug og borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon sóttust bæði eftir því að vera verða oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en fengu bæði heldur dræma kosningu. Athafnamaðurinn Eyþór Arnalds naut yfirburðastuðnings og mun því leiða lista flokksins, sem valinn var af kjörnefnd, í kosningunum í vor. Þessi aðferð var töluvert gagnrýnd af mörgum flokksmönnum sem þótti hún ólýðræðisleg, ekki síst í flokki sem lengi hefur stært sig af opnum og fjölmennum prófkjörum. Kjartan og Áslaug fengu síðan hvorugt sæti á lista flokksins, eitthvað sem fór öfugt ofan í margt stuðningsfólk þeirra. Ástæðan var sögð vera niðurstöður oddvitakjörsins, þær bæru þess merki að kallað væri eftir endurnýjun á listanum. Það getur Áslaug ekki tekið undir í samtali við Mannlíf; oddvitakjörið hafi lotið öðrum lögmálum en hefðbundið prófkjör ásamt því að fjölgun borgarfulltrúa gefi tilefni til að stækka framboðslistann. Áslaug segir að slagurinn um oddvitasætið endurspegli ekki síst hvernig átök Sjálfstæðismanna í Reykjavík snúast fyrst og fremst um það að „viðhalda völdunum í stofnunum flokksins.“ Áslaug atti kappi við fjóra aðra frambjóðendur í oddvitakjöri Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Anton Brink„Vissulega skiptir það máli því að það hefur síðan áhrif á hverjir skipa fulltrúaráðið, hverjir sita í kjörnefnd og hverjir hafa aðgang að Landsfundi sem síðan mótar stefnuna,“ segir Áslaug við Mannlíf. Þessi átök séu oft hörð og verður það oft til þess að koma niður á málefnunum að sögn Áslaugar. Að sama skapi verði þetta til þess að fólk sem hefur áhuga á þátttöku í starfi flokksins í Reykjavík gefist fyrr upp.„Það hafa ótrúlega margir sömu sögu að segja, fólki finnst þetta ekki spennandi vettvangur vegna þessarar hörku.“ Að mati Áslaugar skilja fáir utan Sjálfstæðisflokksins hvernig kaupin gerist á eyrinni í starfi flokksins. „Þrátt fyrir að fólk nálgist starfið án þess að vilja neitt með þessi átök hafa, er það flokkað í ákveðna hópa eða arma eftir því með hverjum það kemur eða jafnvel hjá hverjum það situr á fundum.“ Þetta kannast Áslaug við sjálf, hún var dregin inn í ákveðna fylkingu innan flokksins án þess að hafa nokkuð um það að segja. „Allt í einu var ég bara komin í einhverja klíku,“ segir Áslaug og bætir við að þetta þurfi Sjálfstæðisflokkurinn að yfirstíga ef stemningin í grasrótinni á ekki að bitna á fylgi flokksins. Það sé þó hætta á því í þessum kosningum að mati Áslaugar sem segir að valið á framboðslistanum hafi angrað marga flokksmenn. Fólk sem hafi unnið fyrir flokkinn í borginni, sem hafi jafnvel haft áhuga á að fara í prófkjör, hafi þótt „súrt að heyra“ að þau hefðu engan hljómgrunn hjá kjörnefndinni - sem svo valdi listann. Vinnubrögð sem þessi skilji eftir sig „djúp sárindi,“ að sögn Áslaugar sem óttast að andinn verði ekki jafn góður í flokknum fyrir átökin í vor. Viðtalið við Áslaugu í heild sinni má nálgast hér.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Eyþór lagði upp ákveðna sýn fyrir fimmtán manna kjörnefnd. 24. febrúar 2018 14:14 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Kjartani ætlað stórt hlutverk innan Sjálfstæðisflokks Eyþór Arnalds segir að Kjartan Magnússon megi ekkert aumt sjá. 28. febrúar 2018 09:35 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Eyþór lagði upp ákveðna sýn fyrir fimmtán manna kjörnefnd. 24. febrúar 2018 14:14
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Kjartani ætlað stórt hlutverk innan Sjálfstæðisflokks Eyþór Arnalds segir að Kjartan Magnússon megi ekkert aumt sjá. 28. febrúar 2018 09:35