Eigi leið þú oss í freistni Þórlindur Kjartansson skrifar 23. mars 2018 07:00 Hvaða stælar eru það í Guði að vilja leiða fólk í freistni? Í bæninni sem Jesús kenndi er ekki beðið um hjálp við að standast freistingar, eða sneiða hjá freistingum–heldur er Guð náðarsamlegast beðinn um að toga mann ekki beinlínis í átt til glötunar. Er lífið ekki nógu flókið samt? Því er oft haldið fram að hér sé um ónákvæmni í þýðingu að halda, og bæði prestar og fræðimenn velta því stundum fyrir sér hvort ekki sé réttast að leiðrétta bænina örlítið. Meira að segja hinn „óskeikuli“ páfi í Róm hefur léð máls á því að lagfæra þetta orðalag. „Það er Satan sem leiðir okkur í freistni, það er hans deild,“ er haft eftir Frans páfa. Páfinn vill meina að réttara væri að í bæninni sé leitast eftir mótstöðuþreki til þess að standast freistingarnar.Freistingarnar sigra En orðalagið í bæninni er auðvitað engin tilviljun. Það virðist nefnilega vera nánast óbrigðull sannleikur um mannlegt eðli, og hefur örugglega ekki breyst frá því Fjallræðan var flutt, að freistingarnar sigra viljastyrkinn fyrr eða síðar. Jafnvel þeir allra viljasterkustu og öguðustu láta á endanum undan freistingunum ef þeim er stöðugt veifað framan í þá. Og það sama gildir um mótstöðuþrekið gagnvart freistingum eins og annað líkamlegt og andlegt þrek—að það þverr með áreynslu. Þetta hafa alls konar sálfræðirannsóknir leitt í ljós. Sá sem af óbilandi viljastyrk neitar sér tíu sinnum um kleinuhring og konfektmola yfir daginn finnur sjálfan sig gjarnan á kvöldin með tóman kexpakka í höndunum, súkkulaðisleikjur út á kinnar og mylsnu í náttfötunum. Þótt mikilvægt sé að efla mótstöðuþrek sitt, er sennilega eina raunhæfa leiðin til að falla ekki í freistni að forðast freistingarnar en ekki standast þær. Þetta þekkja auðvitað allir þeir sem hafa þurft að venja sig af einhverjum ósiðum eða fíknum. Sá sem hefur orðið háður áfengi þarf að byrja á því að hella niður öllu sem til er á heimilinu og helst að forðast allar aðstæður þar sem verið er að glenna framan í hann brennivín. Þeir sem vilja draga úr notkun snjallsímans komast yfirleitt að því að besta leiðin til þess er að skilja hann við sig til lengri eða skemmri tíma—og allir vita hver eru líklegustu örlög súkkulaðis og sætinda sem húsráðendur eiga í skápum fyrir óvænta gesti.Frelsið er yndislegt Það er nefnilega pínlegt frá því að segja fyrir okkur sem trúum umfram allt annað á frelsi einstaklingins—að mjög oft er okkur sjálfum alls ekki treystandi til þess að taka bestu ákvarðanirnar fyrir okkur sjálf. Við þurfum sem sagt ekki bara að biðja um styrk til að taka rétta ákvörðun—heldur þurfum við að biðja um að valkostir okkar séu skilyrtir og takmarkaðir; að við séum ekki leidd í freistni. Mér varð hugsað til þessa nýlega þegar ég barðist á hvítum hnúum gegn ærandi löngun í bragðlausa og ólystuga nikótíntöflu sem ég vandi mig á að nota fyrir nokkrum árum. Eins og margir hafði ég álpast til þess að ánetjast sígarettum en fannst orðið tímabært að láta af þeim ósið, enda mátti heita augljóst að kappreykingar í dúnúlpu á götuhornum í íslenskum vetrarhríðum eiga ekkert skylt við nautn en allt skylt við fíkn. Mér reyndist hins vegar mun erfiðara að hætta af fúsum og frjálsum vilja heldur en að byrja af fúsum og frjálsum vilja þannig að ég hlýddi því ráði að svala þörfinni tímabundið með þessum töflum. Þetta var mikið óheillaskref því ég varð fljótlega jafn ánetjaður töflunum eins og sígarettunum áður. Geri ég það sem ég vil? Af þessu tilefni gerði ég stutta könnun á Facebook og bað um reynslusögur. Tilgáta mín var sú að þeir sem reynt hefðu að hætta að reykja með aðstoð nikótínlyfja hefðu að jafnaði orðið nákvæmlega eins háðir tyggjói, töflum og plástrum eins og sígarettunum. Þetta reyndist almennt vera rétt. Fólk festist í nikótínlyfjunum í ár og áratugi eftir að það hættir að reykja. En þó voru á þessu áberandi undantekningar. Þeir sem höfðu hætt að reykja þegar nikótínlyfin voru lyfseðilsskyld og höfðu fylgt nákvæmlega fyrirmælum lækna um skammtastærðir höfðu margir náð að losa sig algjörlega undan fíkninni, á meðan hinir sem nutu þess frelsis að geta skammtað ofan í sig eitrið voru að jafnaði áfram fastir í fjötrum nikótínfíknar löngu eftir að þeir drápu í síðustu sígarettunni. Þótt öll þurfum við að bera ábyrgð á sjálfum okkur og eigum heimtingu bæði á frelsi og mannvirðingu þá er gott að hafa það stundum í huga að mikilvægasta valfrelsið felst stundum í því að fjarlægja valið og takmarka frelsið—að búa svo um hnútana að maður leiðist ekki út í freistni. Það er nefnilega furðuoft sem maður notar ekki frelsið til þess að gera það sem maður vill, heldur hið þveröfuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Hvaða stælar eru það í Guði að vilja leiða fólk í freistni? Í bæninni sem Jesús kenndi er ekki beðið um hjálp við að standast freistingar, eða sneiða hjá freistingum–heldur er Guð náðarsamlegast beðinn um að toga mann ekki beinlínis í átt til glötunar. Er lífið ekki nógu flókið samt? Því er oft haldið fram að hér sé um ónákvæmni í þýðingu að halda, og bæði prestar og fræðimenn velta því stundum fyrir sér hvort ekki sé réttast að leiðrétta bænina örlítið. Meira að segja hinn „óskeikuli“ páfi í Róm hefur léð máls á því að lagfæra þetta orðalag. „Það er Satan sem leiðir okkur í freistni, það er hans deild,“ er haft eftir Frans páfa. Páfinn vill meina að réttara væri að í bæninni sé leitast eftir mótstöðuþreki til þess að standast freistingarnar.Freistingarnar sigra En orðalagið í bæninni er auðvitað engin tilviljun. Það virðist nefnilega vera nánast óbrigðull sannleikur um mannlegt eðli, og hefur örugglega ekki breyst frá því Fjallræðan var flutt, að freistingarnar sigra viljastyrkinn fyrr eða síðar. Jafnvel þeir allra viljasterkustu og öguðustu láta á endanum undan freistingunum ef þeim er stöðugt veifað framan í þá. Og það sama gildir um mótstöðuþrekið gagnvart freistingum eins og annað líkamlegt og andlegt þrek—að það þverr með áreynslu. Þetta hafa alls konar sálfræðirannsóknir leitt í ljós. Sá sem af óbilandi viljastyrk neitar sér tíu sinnum um kleinuhring og konfektmola yfir daginn finnur sjálfan sig gjarnan á kvöldin með tóman kexpakka í höndunum, súkkulaðisleikjur út á kinnar og mylsnu í náttfötunum. Þótt mikilvægt sé að efla mótstöðuþrek sitt, er sennilega eina raunhæfa leiðin til að falla ekki í freistni að forðast freistingarnar en ekki standast þær. Þetta þekkja auðvitað allir þeir sem hafa þurft að venja sig af einhverjum ósiðum eða fíknum. Sá sem hefur orðið háður áfengi þarf að byrja á því að hella niður öllu sem til er á heimilinu og helst að forðast allar aðstæður þar sem verið er að glenna framan í hann brennivín. Þeir sem vilja draga úr notkun snjallsímans komast yfirleitt að því að besta leiðin til þess er að skilja hann við sig til lengri eða skemmri tíma—og allir vita hver eru líklegustu örlög súkkulaðis og sætinda sem húsráðendur eiga í skápum fyrir óvænta gesti.Frelsið er yndislegt Það er nefnilega pínlegt frá því að segja fyrir okkur sem trúum umfram allt annað á frelsi einstaklingins—að mjög oft er okkur sjálfum alls ekki treystandi til þess að taka bestu ákvarðanirnar fyrir okkur sjálf. Við þurfum sem sagt ekki bara að biðja um styrk til að taka rétta ákvörðun—heldur þurfum við að biðja um að valkostir okkar séu skilyrtir og takmarkaðir; að við séum ekki leidd í freistni. Mér varð hugsað til þessa nýlega þegar ég barðist á hvítum hnúum gegn ærandi löngun í bragðlausa og ólystuga nikótíntöflu sem ég vandi mig á að nota fyrir nokkrum árum. Eins og margir hafði ég álpast til þess að ánetjast sígarettum en fannst orðið tímabært að láta af þeim ósið, enda mátti heita augljóst að kappreykingar í dúnúlpu á götuhornum í íslenskum vetrarhríðum eiga ekkert skylt við nautn en allt skylt við fíkn. Mér reyndist hins vegar mun erfiðara að hætta af fúsum og frjálsum vilja heldur en að byrja af fúsum og frjálsum vilja þannig að ég hlýddi því ráði að svala þörfinni tímabundið með þessum töflum. Þetta var mikið óheillaskref því ég varð fljótlega jafn ánetjaður töflunum eins og sígarettunum áður. Geri ég það sem ég vil? Af þessu tilefni gerði ég stutta könnun á Facebook og bað um reynslusögur. Tilgáta mín var sú að þeir sem reynt hefðu að hætta að reykja með aðstoð nikótínlyfja hefðu að jafnaði orðið nákvæmlega eins háðir tyggjói, töflum og plástrum eins og sígarettunum. Þetta reyndist almennt vera rétt. Fólk festist í nikótínlyfjunum í ár og áratugi eftir að það hættir að reykja. En þó voru á þessu áberandi undantekningar. Þeir sem höfðu hætt að reykja þegar nikótínlyfin voru lyfseðilsskyld og höfðu fylgt nákvæmlega fyrirmælum lækna um skammtastærðir höfðu margir náð að losa sig algjörlega undan fíkninni, á meðan hinir sem nutu þess frelsis að geta skammtað ofan í sig eitrið voru að jafnaði áfram fastir í fjötrum nikótínfíknar löngu eftir að þeir drápu í síðustu sígarettunni. Þótt öll þurfum við að bera ábyrgð á sjálfum okkur og eigum heimtingu bæði á frelsi og mannvirðingu þá er gott að hafa það stundum í huga að mikilvægasta valfrelsið felst stundum í því að fjarlægja valið og takmarka frelsið—að búa svo um hnútana að maður leiðist ekki út í freistni. Það er nefnilega furðuoft sem maður notar ekki frelsið til þess að gera það sem maður vill, heldur hið þveröfuga.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun