Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 20:37 Trump skrifaði undir minnisblað um refsitollana gegn Kína í Hvíta húsinu í dag. Vísir/AFP Hlutabréf á helstu mörkuðum heims hafa fallið í verðri í dag vegna ótta fjárfesta við að viðskiptastríð brjótist út á milli tveggja stærstu hagkerfa heims eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um harðar refsiaðgerðir gegn Kínverjum. Trump tilkynnti í dag um refsitolla á innflutningsvörur frá Kína upp á fimmtíu til sextíu milljarða dollara og takmarkanir á fjárfestingum Kínverja í Bandaríkjunum. Aðgerðirnar eru refsing fyrir það sem Bandaríkjamenn segja að séu áframhaldandi iðnaðarnjósnir og hugverkaþjófnaður Kínverja. Kínversk stjórnvöld hafa sagst reiðubúin að svara refsitollunum með „nauðsynlegum aðgerðum“. Yfir þúsund vörur eru á lista Hvíta hússins sem refsitollar verða lagðir á, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Verð bréfa í stórum útflutningsfyrirtækjum lækkaði mest á mörkuðum í dag. Þannig féllu hlutabréf í Boeing-flugvélaframleiðandanum og Caterpillar-vinnuvélaframleiðandanum um fimm prósentustig í dag, að því er segir í frétt New York Times. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rúm 723 stig í dag, tæp þrjú prósentustig, samkvæmt frétt Reuters. Allar stærstu hlutabréfavísitölur á Wall Street urðu fyrir mestu lækkun í prósentustigum í sex vikur í dag. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréf á helstu mörkuðum heims hafa fallið í verðri í dag vegna ótta fjárfesta við að viðskiptastríð brjótist út á milli tveggja stærstu hagkerfa heims eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um harðar refsiaðgerðir gegn Kínverjum. Trump tilkynnti í dag um refsitolla á innflutningsvörur frá Kína upp á fimmtíu til sextíu milljarða dollara og takmarkanir á fjárfestingum Kínverja í Bandaríkjunum. Aðgerðirnar eru refsing fyrir það sem Bandaríkjamenn segja að séu áframhaldandi iðnaðarnjósnir og hugverkaþjófnaður Kínverja. Kínversk stjórnvöld hafa sagst reiðubúin að svara refsitollunum með „nauðsynlegum aðgerðum“. Yfir þúsund vörur eru á lista Hvíta hússins sem refsitollar verða lagðir á, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Verð bréfa í stórum útflutningsfyrirtækjum lækkaði mest á mörkuðum í dag. Þannig féllu hlutabréf í Boeing-flugvélaframleiðandanum og Caterpillar-vinnuvélaframleiðandanum um fimm prósentustig í dag, að því er segir í frétt New York Times. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rúm 723 stig í dag, tæp þrjú prósentustig, samkvæmt frétt Reuters. Allar stærstu hlutabréfavísitölur á Wall Street urðu fyrir mestu lækkun í prósentustigum í sex vikur í dag.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira